Íslenski boltinn

Norrköping um KR: Óskiljanleg vinnubrögð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Daníel
Forráðamenn sænsku meistaranna í IFK Norrköping hafa lítinn skilning á því hvernig stóð á því að íslenskir fréttamiðlar hafi greint frá því að KR hafi hafnað tveimur tilboðum frá sænska liðinu í Hólmbert Aron Friðjónsson.

Fótbolti.net og 433.is höfðu samkvæmt ónefndum heimildum sínum að KR hefði hafnað tilboðunum frá Norrköping og Janne Andersson, líkt og mbl.is greindi frá í dag, er óánægður með að það hafi lekið út. Það segir hann í samtali við Folkbladet í Svíþjóð.

Sjá einnig: Hólmbert má ræða við Norrköping

„Ég hef lítinn skilning á því að það skuli vera sagt frá tilboðunum. Því hef ég aldrei áður kynnst. Sú samskipti eiga eingöngu að vera á milli félaganna.“

Aandersson segir þó að félagið hafi enn áhuga á Hólmberti. „Við höfum áhuga. Við sjáum til hvernig þetta fer. Það er ekkert útilokað.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×