Ferð þú áhyggjulaus á klósettið? Ingileif Friðriksdóttir skrifar 1. febrúar 2016 11:30 Sú athöfn að fara á almenningssalerni áhyggjulaust er nokkur sem ég hafði ekki áttað mig á fyrr en nýlega, að væru forréttindi. Ég er kona og skilgreini mig sem slíka, og fer því á kvennaklósettið án þess að hugsa mig tvisvar um. Karlkyns vinir mínir, sem skilgreina sig sem slíka, fara á karlaklósettið og eflaust fáir hugsa út í það að þetta sé eitthvað sem ekki allir lifa við. Stækkandi hópur fólks í okkar samfélagi skilgreinir sig sem trans eða kynsegin. Þá er um að ræða fólk sem á það sameiginlegt að kynvitund þeirra og kyntjáning er á skjön við það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu. Fyrir slíkt fólk getur athöfnin að fara á almenningssalerni, sem yfirleitt eru merkt samkvæmt kynjatvíhyggjunni, verið þreytandi, erfið og jafnvel kvíðavaldandi. Í síðastliðinni viku settu skólastjórnendur Akurskóla gott fordæmi með því að fjarlægja merkingar um kyn á salernunum í skólanum. Eins og skólastjórinn sagði réttilega þá þurfum við að vera meðvituð um þá staðreynd að við erum ekki öll eins og það eiga allir rétt á að vera eins og þeir eru. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, vill beita sér fyrir því að framboð salerna sem ekki eru merkt ákveðnu kyni verði aukið svo allir eigi jafna möguleika á því að fara á klósettið í skólanum, án þess að það þurfi að vera höfuðverkur. En þetta er ekki eina baráttumál Vöku á sviði jafnréttismála. Stefna fylkingarinnar er skýr; ALLIR eiga að hafa jafnan rétt til náms, aðgengis og tækifæra óháð kyni, kyngervi, kynvitund, kynhneigð, kynþætti, fötlun, trú, litarhætti, lífsskoðun eða efnahagslegri stöðu. Síðastliðið ár náði Stúdentaráð, með Vöku í fararbroddi, því í gegn að nemendafélög geti sótt um styrk til Stúdentasjóðs fyrir þeim aukalega kostnaði sem getur skapast þegar aðgengi er tryggt fyrir alla óháð líkamlegu atgervi að viðburðum og ferðum. Þetta er eitt af mörgum jákvæðum skrefum sem tekin hafa verið síðustu ár, en betur má ef duga skal. Til að Háskóli Íslands sé samkeppnishæfur á alþjóðavísu þurfa allir að geta stundað þar nám. Því miður eru til dæmi um það að nemendum við Háskóla Íslands sé mismunað vegna stöðu sinnar. Slíkt er óásættanlegt og er það eitt af helstu markmiðum Vöku að koma í veg fyrir að mismunun eigi sér stað innan veggja skólans. Því sækjumst við í Vöku eftir áframhaldandi umboði nemenda til að ljúka því verki sem unnið hefur verið síðustu ár til að stuðla að því að Háskóli Íslands verði öðrum skólum til fyrirmyndar í jafnréttismálum. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Tengdar fréttir Kennitala á blaði 31. janúar 2016 18:52 Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Skoðun Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Sjá meira
Sú athöfn að fara á almenningssalerni áhyggjulaust er nokkur sem ég hafði ekki áttað mig á fyrr en nýlega, að væru forréttindi. Ég er kona og skilgreini mig sem slíka, og fer því á kvennaklósettið án þess að hugsa mig tvisvar um. Karlkyns vinir mínir, sem skilgreina sig sem slíka, fara á karlaklósettið og eflaust fáir hugsa út í það að þetta sé eitthvað sem ekki allir lifa við. Stækkandi hópur fólks í okkar samfélagi skilgreinir sig sem trans eða kynsegin. Þá er um að ræða fólk sem á það sameiginlegt að kynvitund þeirra og kyntjáning er á skjön við það kyn sem þeim var úthlutað við fæðingu. Fyrir slíkt fólk getur athöfnin að fara á almenningssalerni, sem yfirleitt eru merkt samkvæmt kynjatvíhyggjunni, verið þreytandi, erfið og jafnvel kvíðavaldandi. Í síðastliðinni viku settu skólastjórnendur Akurskóla gott fordæmi með því að fjarlægja merkingar um kyn á salernunum í skólanum. Eins og skólastjórinn sagði réttilega þá þurfum við að vera meðvituð um þá staðreynd að við erum ekki öll eins og það eiga allir rétt á að vera eins og þeir eru. Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta við Háskóla Íslands, vill beita sér fyrir því að framboð salerna sem ekki eru merkt ákveðnu kyni verði aukið svo allir eigi jafna möguleika á því að fara á klósettið í skólanum, án þess að það þurfi að vera höfuðverkur. En þetta er ekki eina baráttumál Vöku á sviði jafnréttismála. Stefna fylkingarinnar er skýr; ALLIR eiga að hafa jafnan rétt til náms, aðgengis og tækifæra óháð kyni, kyngervi, kynvitund, kynhneigð, kynþætti, fötlun, trú, litarhætti, lífsskoðun eða efnahagslegri stöðu. Síðastliðið ár náði Stúdentaráð, með Vöku í fararbroddi, því í gegn að nemendafélög geti sótt um styrk til Stúdentasjóðs fyrir þeim aukalega kostnaði sem getur skapast þegar aðgengi er tryggt fyrir alla óháð líkamlegu atgervi að viðburðum og ferðum. Þetta er eitt af mörgum jákvæðum skrefum sem tekin hafa verið síðustu ár, en betur má ef duga skal. Til að Háskóli Íslands sé samkeppnishæfur á alþjóðavísu þurfa allir að geta stundað þar nám. Því miður eru til dæmi um það að nemendum við Háskóla Íslands sé mismunað vegna stöðu sinnar. Slíkt er óásættanlegt og er það eitt af helstu markmiðum Vöku að koma í veg fyrir að mismunun eigi sér stað innan veggja skólans. Því sækjumst við í Vöku eftir áframhaldandi umboði nemenda til að ljúka því verki sem unnið hefur verið síðustu ár til að stuðla að því að Háskóli Íslands verði öðrum skólum til fyrirmyndar í jafnréttismálum. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun