Bréf til Þorvalds Katrín Jakobsdóttir skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Þorvaldur Þorvaldsson sendir mér opið bréf í Fréttablaðinu þann 29. janúar síðastliðinn vegna afstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs til viðskiptaþvingana gegn Rússlandi sem hafa leitt af sér mótaðgerðir sem komið hafa hart niður á íslenskum fyrirtækjum. Fyrst er rétt að taka fram að ákvörðun um stuðning Íslands við þessar aðgerðir var tekin af utanríkisráðherra og síðan kynnt fyrir utanríkismálanefnd. Alþingi tekur því ekki þátt í þessari ákvörðun. Þegar aðgerðirnar voru endurnýjaðar gerði ég sem þáverandi fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis almennan fyrirvara við að mér þætti markmiðin með aðgerðunum óskýr og ekki ljóst hvernig meta ætti árangur af þeim. Enda þótt viðskiptaþvinganir hafi færst í vöxt að undanförnu og Ísland sé aðili að slíkum þvingunum gagnvart töluvert mörgum ríkjum þá verður að hafa það í huga að þær koma ekki í stað pólitískra lausna, geta bitnað verst á saklausum almenningi og jafnvel valdið stigmögnun átaka eins og þekkt er í sögunni, nú nýlega í tilfelli Íraks. Þá er ekki endilega mikið samræmi í því hvaða þjóðir eru beittar viðskiptaþvingunum af vestrænum ríkjum. Þannig er til dæmis erfitt að átta sig á andstöðu þeirra flokka er nú skipa ríkisstjórn Íslands við aðgerðir Reykjavíkurborgar gegn fyrirtækjum í landnemabyggðum í Ísrael á seinastliðnu ári. Ég hef fullan skilning á því ef Þorvaldur telur lítið samræmi í afstöðu Íslendinga til ýmissa deilumála um heim allan en þar er ekki við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð að sakast sem hefur aldrei farið með forræði yfir utanríkismálum í ríkisstjórn Íslands.Horfa verður á heildarmyndina Almennt séð verður að undirstrika að við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði teljum mjög mikilvægt að standa vörð um fullveldi þjóða og erum ekki sátt við að landamærum ríkja sé breytt í skjóli hervalds, eins og í raunin var á Krímskaga. Þó að vissulega hafi verið leitað eftir vilja íbúanna í þjóðaratkvæðagreiðslu voru aðstæður þegar hún var framkvæmd ekki ákjósanlegar. Hins vegar er útþensla Atlantshafsbandalagsins í Austur-Evrópu síður en svo æskileg þróun og ekki líkleg til að stuðla að friði á þessu svæði. Það nægir ekki að tala einungis um samstöðu vestrænna ríkja í þessu dæmi heldur verður að horfa á heildarmyndina, þar er mikilvægast að leita leiða til að finna pólitíska lausn á deilum Rússlands og Úkraínu. Viðskiptaþvinganir hafa gagnast í undantekningatilfellum en koma sjaldnast í stað pólitískra lausna. Þær ófriðarhorfur sem víða eru í heiminum um þessar mundir ættu að vera sérstakur hvati til að leita friðsamlegra lausna sem víðast. Fyrirvari minn við þetta mál snýst um að við þurfum að meta hvort viðskiptaþvinganir sem þessar leiði til friðsamlegra lausna. Allt hefur þetta þó þegar komið fram í fréttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Olíumjólk Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hver er að hlusta? Ólafur Þ. Stephensen Fastir pennar Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni skrifar Skoðun Læknar eru lífsbjörg: Tryggjum sérnám þeirra Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Fjárlögin 2026: Hvert stefnum við? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Að deyja með reisn: hver ræður því hvað það þýðir? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Sjá meira
Þorvaldur Þorvaldsson sendir mér opið bréf í Fréttablaðinu þann 29. janúar síðastliðinn vegna afstöðu Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs til viðskiptaþvingana gegn Rússlandi sem hafa leitt af sér mótaðgerðir sem komið hafa hart niður á íslenskum fyrirtækjum. Fyrst er rétt að taka fram að ákvörðun um stuðning Íslands við þessar aðgerðir var tekin af utanríkisráðherra og síðan kynnt fyrir utanríkismálanefnd. Alþingi tekur því ekki þátt í þessari ákvörðun. Þegar aðgerðirnar voru endurnýjaðar gerði ég sem þáverandi fulltrúi flokksins í utanríkismálanefnd Alþingis almennan fyrirvara við að mér þætti markmiðin með aðgerðunum óskýr og ekki ljóst hvernig meta ætti árangur af þeim. Enda þótt viðskiptaþvinganir hafi færst í vöxt að undanförnu og Ísland sé aðili að slíkum þvingunum gagnvart töluvert mörgum ríkjum þá verður að hafa það í huga að þær koma ekki í stað pólitískra lausna, geta bitnað verst á saklausum almenningi og jafnvel valdið stigmögnun átaka eins og þekkt er í sögunni, nú nýlega í tilfelli Íraks. Þá er ekki endilega mikið samræmi í því hvaða þjóðir eru beittar viðskiptaþvingunum af vestrænum ríkjum. Þannig er til dæmis erfitt að átta sig á andstöðu þeirra flokka er nú skipa ríkisstjórn Íslands við aðgerðir Reykjavíkurborgar gegn fyrirtækjum í landnemabyggðum í Ísrael á seinastliðnu ári. Ég hef fullan skilning á því ef Þorvaldur telur lítið samræmi í afstöðu Íslendinga til ýmissa deilumála um heim allan en þar er ekki við Vinstrihreyfinguna – grænt framboð að sakast sem hefur aldrei farið með forræði yfir utanríkismálum í ríkisstjórn Íslands.Horfa verður á heildarmyndina Almennt séð verður að undirstrika að við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði teljum mjög mikilvægt að standa vörð um fullveldi þjóða og erum ekki sátt við að landamærum ríkja sé breytt í skjóli hervalds, eins og í raunin var á Krímskaga. Þó að vissulega hafi verið leitað eftir vilja íbúanna í þjóðaratkvæðagreiðslu voru aðstæður þegar hún var framkvæmd ekki ákjósanlegar. Hins vegar er útþensla Atlantshafsbandalagsins í Austur-Evrópu síður en svo æskileg þróun og ekki líkleg til að stuðla að friði á þessu svæði. Það nægir ekki að tala einungis um samstöðu vestrænna ríkja í þessu dæmi heldur verður að horfa á heildarmyndina, þar er mikilvægast að leita leiða til að finna pólitíska lausn á deilum Rússlands og Úkraínu. Viðskiptaþvinganir hafa gagnast í undantekningatilfellum en koma sjaldnast í stað pólitískra lausna. Þær ófriðarhorfur sem víða eru í heiminum um þessar mundir ættu að vera sérstakur hvati til að leita friðsamlegra lausna sem víðast. Fyrirvari minn við þetta mál snýst um að við þurfum að meta hvort viðskiptaþvinganir sem þessar leiði til friðsamlegra lausna. Allt hefur þetta þó þegar komið fram í fréttum.
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Skoðun Blönduð byggð við Sundin - í boði nýrrar samgönguáætlunar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar