Veldur þrjóskan í Yellen samdrætti í Bandaríkjunum? Lars Christensen skrifar 3. febrúar 2016 09:30 Byrjunin á þessu ári hefur ekki verið góð fyrir fjármálamarkaði heimsins. Hluti af ástæðu þess að hlutabréfamarkaðir á heimsvísu hafa fallið er vafalaust sú að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur, undir stjórn Janet Yellen, byrjað að hækka vexti og gefið í skyn að frekari hækkanir séu væntanlegar.Phillips-kúrfan mun koma Yellen í koll Yellen hefur síðasta hálfa árið verið ötul við að segja að Seðlabanki Bandaríkjanna ætti að hækka vexti. Þetta hefur greinilega verið vegna þess að atvinnuleysi hefur farið sífellt minnkandi. Með öðrum orðum: Yellen byggir afstöðu sína á því sem hagfræðingar kalla Phillips-kúrfuna. Kenningin á bak við Phillips-kúrfuna er að það sé neikvæð fylgni á milli atvinnuleysis og verðbólgu. Þannig að ef atvinnuleysi minnki muni verðbólga aukast. Vandamál Yellen er hins vegar að þrátt fyrir minnkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum eru nánast engin merki um aukið launaskrið og verðbólgan er enn langt undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Reyndar hafa verðbólguvæntingar fjármálamarkaðarins lækkað verulega undanfarið, og miðað við verðbólguvæntingar ætti Seðlabankinn að lækka vexti frekar en að hækka þá. Þar af leiðandi er ástæða til að halda að Yellen muni endurtaka mistök forvera síns sem seðlabankastjóra, Arthurs Burns. Bara með öfugum formerkjum. Burns einblíndi einnig á Phillips-kúrfuna og þegar atvinnuleysi jókst snemma á 8. áratugnum hélt hann að það myndi leiða til minni verðbólgu, og þess vegna slakaði hann á peningamálastefnunni. En tengsl Phillips-kúrfunnar höfðu rofnað, og í stað minni verðbólgu jók peningamálastefna Burns verðbólguna. Það er ástæða til að halda að Yellen sé nú að gera sömu mistök, en hún heldur bara að verðbólgan muni brátt aukast (af því að atvinnuleysi er lítið). Afleiðingin er að peningamálastefnan er að verða of aðhaldssöm. Það er auðvitað umdeilanlegt hvort þrákelkni Yellen, að hækka vexti, muni aftur valda samdrætti í Bandaríkjunum, en miðað við reynslu sögunnar er vissulega ástæða til að hafa áhyggjur. Ein leið til að skýra þetta er að líta á svokallaðan ISM-vísi. Þegar ISM er nálægt 50 er hagvöxtur í Bandaríkjunum nokkurn veginn sá sami og hann hefur verið til langs tíma. Þegar ISM fer undir 50 bendir það til þess að það sé að hægja á hagkerfinu. Undanfarna mánuði hefur ISM farið undir 50. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur aðeins sex sinnum síðan 1948 hækkað vexti á meðan ISM var undir 50. Í fimm af þessum tilfellum hefur samdráttur orðið í bandaríska hagkerfinu innan sex mánaða frá vaxtahækkuninni. Og nú hefur hann gert það aftur – hækkað vexti (í desember) á meðan ISM er undir 50. Er þá samdráttur yfirvofandi? Það er erfitt að segja til um það, en ef Yellen þrjóskast við að halda áfram með vaxtahækkanir verður sennilega erfitt að forðast samdrátt. En ef Yellen viðurkennir hins vegar fljótlega hættuna á samdrætti og aukinni verðbólgu og tilkynnir vaxtalækkun þá er kannski enn hægt að forðast samdrátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Byrjunin á þessu ári hefur ekki verið góð fyrir fjármálamarkaði heimsins. Hluti af ástæðu þess að hlutabréfamarkaðir á heimsvísu hafa fallið er vafalaust sú að Seðlabanki Bandaríkjanna hefur, undir stjórn Janet Yellen, byrjað að hækka vexti og gefið í skyn að frekari hækkanir séu væntanlegar.Phillips-kúrfan mun koma Yellen í koll Yellen hefur síðasta hálfa árið verið ötul við að segja að Seðlabanki Bandaríkjanna ætti að hækka vexti. Þetta hefur greinilega verið vegna þess að atvinnuleysi hefur farið sífellt minnkandi. Með öðrum orðum: Yellen byggir afstöðu sína á því sem hagfræðingar kalla Phillips-kúrfuna. Kenningin á bak við Phillips-kúrfuna er að það sé neikvæð fylgni á milli atvinnuleysis og verðbólgu. Þannig að ef atvinnuleysi minnki muni verðbólga aukast. Vandamál Yellen er hins vegar að þrátt fyrir minnkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum eru nánast engin merki um aukið launaskrið og verðbólgan er enn langt undir tveggja prósenta verðbólgumarkmiði Seðlabankans. Reyndar hafa verðbólguvæntingar fjármálamarkaðarins lækkað verulega undanfarið, og miðað við verðbólguvæntingar ætti Seðlabankinn að lækka vexti frekar en að hækka þá. Þar af leiðandi er ástæða til að halda að Yellen muni endurtaka mistök forvera síns sem seðlabankastjóra, Arthurs Burns. Bara með öfugum formerkjum. Burns einblíndi einnig á Phillips-kúrfuna og þegar atvinnuleysi jókst snemma á 8. áratugnum hélt hann að það myndi leiða til minni verðbólgu, og þess vegna slakaði hann á peningamálastefnunni. En tengsl Phillips-kúrfunnar höfðu rofnað, og í stað minni verðbólgu jók peningamálastefna Burns verðbólguna. Það er ástæða til að halda að Yellen sé nú að gera sömu mistök, en hún heldur bara að verðbólgan muni brátt aukast (af því að atvinnuleysi er lítið). Afleiðingin er að peningamálastefnan er að verða of aðhaldssöm. Það er auðvitað umdeilanlegt hvort þrákelkni Yellen, að hækka vexti, muni aftur valda samdrætti í Bandaríkjunum, en miðað við reynslu sögunnar er vissulega ástæða til að hafa áhyggjur. Ein leið til að skýra þetta er að líta á svokallaðan ISM-vísi. Þegar ISM er nálægt 50 er hagvöxtur í Bandaríkjunum nokkurn veginn sá sami og hann hefur verið til langs tíma. Þegar ISM fer undir 50 bendir það til þess að það sé að hægja á hagkerfinu. Undanfarna mánuði hefur ISM farið undir 50. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur aðeins sex sinnum síðan 1948 hækkað vexti á meðan ISM var undir 50. Í fimm af þessum tilfellum hefur samdráttur orðið í bandaríska hagkerfinu innan sex mánaða frá vaxtahækkuninni. Og nú hefur hann gert það aftur – hækkað vexti (í desember) á meðan ISM er undir 50. Er þá samdráttur yfirvofandi? Það er erfitt að segja til um það, en ef Yellen þrjóskast við að halda áfram með vaxtahækkanir verður sennilega erfitt að forðast samdrátt. En ef Yellen viðurkennir hins vegar fljótlega hættuna á samdrætti og aukinni verðbólgu og tilkynnir vaxtalækkun þá er kannski enn hægt að forðast samdrátt.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar