Eurovisionlag verður að stuttmynd Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2016 16:30 Helgi Valur sem sendir frá sér myndband við Óvær í dag. vísir „Í dag er svo mikilvægt að hafa einhverja myndskreytingu fyrir lögin á netinu svo að fólk geti bæði séð og heyrt,“ segir Helgi Valur sem sendir frá sér myndband við Óvær í dag en hann flytur það lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Með tilkomu MTV urðu myndbönd að iðnaði sem varð gríðarstór og aðeins stórfyrirtæki gátu staðið að framleiðslu þeirra en í dag geta nánast allir sem hafa áhuga gert myndbönd.“ Lagið Óvær er eftir Karl Olgeirsson en hann er eurovision aðdáendum að góðu kunnur. Hann hefur tekið þátt í keppninni þrisvar áður og í ár keppir hann með tvö lög, Óvær og Kreisí. „Þegar Kalli gerði myndband við Kreisí fann ég að við yrðum að gera eitt slíkt við Óvær líka og hafði samband við Bjarna Svan sem er mikill kvikmyndagerðarsnillingur. Við ræddum saman um 70’s Bowie myndbönd og Ingmar Bergman og fundum að við vorum á sömu bylgjulengd. Úr varð þetta fína myndband sem nýtir einmitt áhrif frá þessum meisturum og þótt það segi hvorki sögu né lýsi framvindu þá nær það að skila tilfinningu lagsins vel. Bergman var til dæmis þekktur fyrir einstaka notkun á nærmyndum. Jú, það má segja að þetta sé eiginlega stuttmynd,“ segir Helgi Valur að lokum. Eurovision Tónlist Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Í dag er svo mikilvægt að hafa einhverja myndskreytingu fyrir lögin á netinu svo að fólk geti bæði séð og heyrt,“ segir Helgi Valur sem sendir frá sér myndband við Óvær í dag en hann flytur það lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Með tilkomu MTV urðu myndbönd að iðnaði sem varð gríðarstór og aðeins stórfyrirtæki gátu staðið að framleiðslu þeirra en í dag geta nánast allir sem hafa áhuga gert myndbönd.“ Lagið Óvær er eftir Karl Olgeirsson en hann er eurovision aðdáendum að góðu kunnur. Hann hefur tekið þátt í keppninni þrisvar áður og í ár keppir hann með tvö lög, Óvær og Kreisí. „Þegar Kalli gerði myndband við Kreisí fann ég að við yrðum að gera eitt slíkt við Óvær líka og hafði samband við Bjarna Svan sem er mikill kvikmyndagerðarsnillingur. Við ræddum saman um 70’s Bowie myndbönd og Ingmar Bergman og fundum að við vorum á sömu bylgjulengd. Úr varð þetta fína myndband sem nýtir einmitt áhrif frá þessum meisturum og þótt það segi hvorki sögu né lýsi framvindu þá nær það að skila tilfinningu lagsins vel. Bergman var til dæmis þekktur fyrir einstaka notkun á nærmyndum. Jú, það má segja að þetta sé eiginlega stuttmynd,“ segir Helgi Valur að lokum.
Eurovision Tónlist Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira