Eurovisionlag verður að stuttmynd Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2016 16:30 Helgi Valur sem sendir frá sér myndband við Óvær í dag. vísir „Í dag er svo mikilvægt að hafa einhverja myndskreytingu fyrir lögin á netinu svo að fólk geti bæði séð og heyrt,“ segir Helgi Valur sem sendir frá sér myndband við Óvær í dag en hann flytur það lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Með tilkomu MTV urðu myndbönd að iðnaði sem varð gríðarstór og aðeins stórfyrirtæki gátu staðið að framleiðslu þeirra en í dag geta nánast allir sem hafa áhuga gert myndbönd.“ Lagið Óvær er eftir Karl Olgeirsson en hann er eurovision aðdáendum að góðu kunnur. Hann hefur tekið þátt í keppninni þrisvar áður og í ár keppir hann með tvö lög, Óvær og Kreisí. „Þegar Kalli gerði myndband við Kreisí fann ég að við yrðum að gera eitt slíkt við Óvær líka og hafði samband við Bjarna Svan sem er mikill kvikmyndagerðarsnillingur. Við ræddum saman um 70’s Bowie myndbönd og Ingmar Bergman og fundum að við vorum á sömu bylgjulengd. Úr varð þetta fína myndband sem nýtir einmitt áhrif frá þessum meisturum og þótt það segi hvorki sögu né lýsi framvindu þá nær það að skila tilfinningu lagsins vel. Bergman var til dæmis þekktur fyrir einstaka notkun á nærmyndum. Jú, það má segja að þetta sé eiginlega stuttmynd,“ segir Helgi Valur að lokum. Eurovision Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
„Í dag er svo mikilvægt að hafa einhverja myndskreytingu fyrir lögin á netinu svo að fólk geti bæði séð og heyrt,“ segir Helgi Valur sem sendir frá sér myndband við Óvær í dag en hann flytur það lag í Söngvakeppni Sjónvarpsins. „Með tilkomu MTV urðu myndbönd að iðnaði sem varð gríðarstór og aðeins stórfyrirtæki gátu staðið að framleiðslu þeirra en í dag geta nánast allir sem hafa áhuga gert myndbönd.“ Lagið Óvær er eftir Karl Olgeirsson en hann er eurovision aðdáendum að góðu kunnur. Hann hefur tekið þátt í keppninni þrisvar áður og í ár keppir hann með tvö lög, Óvær og Kreisí. „Þegar Kalli gerði myndband við Kreisí fann ég að við yrðum að gera eitt slíkt við Óvær líka og hafði samband við Bjarna Svan sem er mikill kvikmyndagerðarsnillingur. Við ræddum saman um 70’s Bowie myndbönd og Ingmar Bergman og fundum að við vorum á sömu bylgjulengd. Úr varð þetta fína myndband sem nýtir einmitt áhrif frá þessum meisturum og þótt það segi hvorki sögu né lýsi framvindu þá nær það að skila tilfinningu lagsins vel. Bergman var til dæmis þekktur fyrir einstaka notkun á nærmyndum. Jú, það má segja að þetta sé eiginlega stuttmynd,“ segir Helgi Valur að lokum.
Eurovision Tónlist Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Fleiri fréttir Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira