Aðför að opinberum starfsmönnum Guðríður Arnardóttir skrifar 5. febrúar 2016 07:00 Formaður fjárlaganefndar hefur ítrekað gagnrýnt réttarstöðu opinberra starfsmanna eins og þar sé um verulegt vandamál að ræða. Ekki er annað að heyra en formaðurinn vilji heimildir til þess að reka opinbera starfsmenn án ástæðu og að geðþóttaákvarðanir geti ráðið för. Um opinbera starfsmenn gilda lög nr. 70/1996 og stjórnsýslulög nr. 37/1993. Stjórnsýslulög eru reyndar almenn löggjöf um stjórnsýslu og vinnureglur stjórnvalda og falla allir borgarar undir þau lög í samskiptum sínum við hið opinbera, sama hver þau samskipti eru. Það má til gamans geta þess að flokksbróðir formanns fjárlaganefndar, forsætisráðherra á þeim tíma, Steingrímur Hermannsson, lagði frumvarpið fram. Setning stjórnsýslulaga var gífurleg réttarbót fyrir almenning og felst í lögunum öryggi fyrir því að stjórnsýslan starfi í anda jafnræðis og að hlutlæg sjónarmið ráði afgreiðslu mála. Formaðurinn telur helsta galla laganna vera að ekki sé hægt að reka opinbera starfsmenn án ástæðu. Þannig virðist formaðurinn vilja haga því þannig að geðþóttaákvarðanir stjórnenda hjá hinu opinbera geti ráðið för við ákvarðanir um brottrekstur.Meðalhófs sé gætt Í rauninni byggja starfsmannalögin á stjórnsýslulögunum, þar sem rauði þráðurinn er meðalhóf. Þannig ber stjórnvaldi að leita allra leiða til þess að milda íþyngjandi ákvarðanir, hvort sem um er að ræða í starfsmannahaldi eða öðrum samskiptum við almenna borgara. Ég bendi á að ekkert er því til fyrirstöðu að segja upp lélegum starfsmönnum hjá hinu opinbera, við uppsögn þarf bara að fylgja settum leikreglum þar sem meðalhófs er gætt eins og ávallt í samskiptum hins opinbera við almenning. Eða er ekki eðlilegt að starfsmaður sem brýtur af sér í starfi fái eitt tækifæri til að bæta ráð sitt áður en til brottvikningar kemur? Starfsmaður sem til dæmis er ítrekað staðinn að óstundvísi getur þannig fengið áminningu og hefur þá eitt tækifæri til þess að bæta ráð sitt áður en til brottrekstrar kemur. Dómar og úrskurðir Umboðsmanns Alþingis er varða áminningar og brottrekstur opinberra starfsmanna hafa langflestir snúist um tæknilega framkvæmd og verklag þar sem settar leikreglur hafa verið brotnar. Það er ekkert því til fyrirstöðu að fækkað sé í starfsliðinu vegna til dæmis samdráttar í verkefnum eða fjárveitingum opinberrar stofnunar. Þá verður val þeirra sem er sagt upp störfum að byggja á málefnalegum sjónarmiðum og sem betur fer eiga stjórnsýslulög að koma í veg fyrir að geðþóttaákvarðanir ráði för. Við viljum að hið opinbera gæti meðalhófs í hvívetna gagnvart almennum borgurum og það á við alla þar með talið opinbera starfsmenn. Það væri verulegt afturhvarf til fortíðar að breyta þeim lögum í grundvallaratriðum enda eru fáar raddir sem heyrast úr þingsölum þess efnis, sem betur fer. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Sjá meira
Formaður fjárlaganefndar hefur ítrekað gagnrýnt réttarstöðu opinberra starfsmanna eins og þar sé um verulegt vandamál að ræða. Ekki er annað að heyra en formaðurinn vilji heimildir til þess að reka opinbera starfsmenn án ástæðu og að geðþóttaákvarðanir geti ráðið för. Um opinbera starfsmenn gilda lög nr. 70/1996 og stjórnsýslulög nr. 37/1993. Stjórnsýslulög eru reyndar almenn löggjöf um stjórnsýslu og vinnureglur stjórnvalda og falla allir borgarar undir þau lög í samskiptum sínum við hið opinbera, sama hver þau samskipti eru. Það má til gamans geta þess að flokksbróðir formanns fjárlaganefndar, forsætisráðherra á þeim tíma, Steingrímur Hermannsson, lagði frumvarpið fram. Setning stjórnsýslulaga var gífurleg réttarbót fyrir almenning og felst í lögunum öryggi fyrir því að stjórnsýslan starfi í anda jafnræðis og að hlutlæg sjónarmið ráði afgreiðslu mála. Formaðurinn telur helsta galla laganna vera að ekki sé hægt að reka opinbera starfsmenn án ástæðu. Þannig virðist formaðurinn vilja haga því þannig að geðþóttaákvarðanir stjórnenda hjá hinu opinbera geti ráðið för við ákvarðanir um brottrekstur.Meðalhófs sé gætt Í rauninni byggja starfsmannalögin á stjórnsýslulögunum, þar sem rauði þráðurinn er meðalhóf. Þannig ber stjórnvaldi að leita allra leiða til þess að milda íþyngjandi ákvarðanir, hvort sem um er að ræða í starfsmannahaldi eða öðrum samskiptum við almenna borgara. Ég bendi á að ekkert er því til fyrirstöðu að segja upp lélegum starfsmönnum hjá hinu opinbera, við uppsögn þarf bara að fylgja settum leikreglum þar sem meðalhófs er gætt eins og ávallt í samskiptum hins opinbera við almenning. Eða er ekki eðlilegt að starfsmaður sem brýtur af sér í starfi fái eitt tækifæri til að bæta ráð sitt áður en til brottvikningar kemur? Starfsmaður sem til dæmis er ítrekað staðinn að óstundvísi getur þannig fengið áminningu og hefur þá eitt tækifæri til þess að bæta ráð sitt áður en til brottrekstrar kemur. Dómar og úrskurðir Umboðsmanns Alþingis er varða áminningar og brottrekstur opinberra starfsmanna hafa langflestir snúist um tæknilega framkvæmd og verklag þar sem settar leikreglur hafa verið brotnar. Það er ekkert því til fyrirstöðu að fækkað sé í starfsliðinu vegna til dæmis samdráttar í verkefnum eða fjárveitingum opinberrar stofnunar. Þá verður val þeirra sem er sagt upp störfum að byggja á málefnalegum sjónarmiðum og sem betur fer eiga stjórnsýslulög að koma í veg fyrir að geðþóttaákvarðanir ráði för. Við viljum að hið opinbera gæti meðalhófs í hvívetna gagnvart almennum borgurum og það á við alla þar með talið opinbera starfsmenn. Það væri verulegt afturhvarf til fortíðar að breyta þeim lögum í grundvallaratriðum enda eru fáar raddir sem heyrast úr þingsölum þess efnis, sem betur fer.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun