Júróbankinn Ívar Halldórsson skrifar 7. febrúar 2016 22:18 Nú þegar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er innan seilingar minnist maður óneitanlega okkar fyrsta framlags til þessa stóra viðburðar. „Gleðibankinn“ var sendur í keppnina og við vorum öll viss um að þetta væri besta lag sem keppnin hafði fengið að njóta og nánast formsatriði að flytja það á sviðinu. Við vissum að við myndum sigra. Þjóðin sameinaðist – allir voru sammála. Svo kom „áfallið.“ Nágrannar okkar í Evrópu kunnu ekki gott að meta og skildu ekki hversu mikil snilld lagið okkar var. Við vorum svo langt á undan okkar samtíð í tónlist og urðum í auðmýkt að sætta okkur við að Evrópa var bara ekki komin lengra en þetta í tónlistarlegum þroska. Sextánda sætið var svekkelsi. Þjóðin tók yfirdrátt í Gleðibankanum og tæmdi sjóði bankans áður en innistæða var fyrir úttektinni. Úrslit keppninnar reyndust vera eins konar tvö þúsund og sjö tónlistartakta þjóðarinnar. En við lærðum af þessari reynslu. Tapið var sem betur fer aðeins tilfinningalegt og enginn Íslendingur hlaut varanlegan skaða af. Þjóðin fór í smá sjálfsskoðun og tók út ákveðin tónlistarþroska í kjölfarið og við uppgötvuðum að sigur er ekki sjálfsagður í Júróvisjón – þótt við séum auðvitað alltaf best. En það var eins og Magnús Eiríksson vissi alltaf að lagið myndi ekki sigra. Hann bjó okkur undir úrslitin í texta lagsins. „Leggur ekkert inn, tekur bara út.“ Við höfðum ekkert lagt inn á reikning okkar í Júróvisjón-reynslubankanum, þótt við hikuðum ekki við að seilast í sjóði Gleðibankans og taka út gleðina fyrir fram. Hann virtist ráðleggja okkur á snyrtilegan hátt að við ættum að ganga hægt um gleðinnar dyr. Höfundurinn talaði hógvær um „kósý lítið lag“ og „lítið gleðihús.“ Við létum þó eins og við værum með stærsta lag allra tíma og þjóð okkar varð strax eitt risastórt gleðihús um leið og okkar stærstu tónlistarhetjurnar birtust á skjánum og sungu sannfærandi í sigurstranglegum glansgöllum. Við hlupum á okkur og héldum jafnvel fyrirpartí; fögnuðum sigrinum snemma. En sem betur fer var þetta bara tónlistarkeppni . Þetta var ekki spurning um líf og dauða, eða fjárhagslega farsæld þjóðar okkar. Í versta falli rispaðist þjóðarstoltið. Enginn Íslendingur skaðaðist. Já, ég held að Magnús hafi alltaf verið fullkomlega meðvitaður um að Gleðibankinn var aðeins fyrsta innlögn inn á reikning, sem átti þó eftir að safna vöxtum og færa okkur ómælda gleði næstu áratugi á sviði tónlistar. Við hættum sem betur fer ekki að leggja inn í Júróvisjón-bankann, enda hefur árangur okkar oft verið ávísun á góða úttekt í Gleðibanka landsmanna. Boðskapur Magnúsar okkar Eiríkssonar mun alltaf standa fyrir sínu og minnir okkur enn í dag á að við þurfum að leggja inn til að geta tekið út. Ef við viljum eignast góða vini, þurfum við að leggja inn á Vináttubankann. Ef við viljum virðingu, þurfum við að safna inneign í Virðingarbankanum. Ef við viljum meiri ást þá getum við ekki í kæruleysi straujað kærleikskortið okkar endalaust án þess að eiga innistæðu í Kærleiksbankanum. Í okkar daglega lífi þurfum ávallt að leggja inn í samræmi við það sem við viljum geta tekið út. Fólkið sem ég og þú eigum samskipti við í samfélagi okkar eru litlir bankar. Við viljum fá viðurkenningu, skilning og kurteisi frá samstarfsmönnum, afgreiðslufólki , fjölskyldu og þeim sem við umgöngumst á samskiptamiðlunum. ...en eigum við inneign? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú þegar Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva er innan seilingar minnist maður óneitanlega okkar fyrsta framlags til þessa stóra viðburðar. „Gleðibankinn“ var sendur í keppnina og við vorum öll viss um að þetta væri besta lag sem keppnin hafði fengið að njóta og nánast formsatriði að flytja það á sviðinu. Við vissum að við myndum sigra. Þjóðin sameinaðist – allir voru sammála. Svo kom „áfallið.“ Nágrannar okkar í Evrópu kunnu ekki gott að meta og skildu ekki hversu mikil snilld lagið okkar var. Við vorum svo langt á undan okkar samtíð í tónlist og urðum í auðmýkt að sætta okkur við að Evrópa var bara ekki komin lengra en þetta í tónlistarlegum þroska. Sextánda sætið var svekkelsi. Þjóðin tók yfirdrátt í Gleðibankanum og tæmdi sjóði bankans áður en innistæða var fyrir úttektinni. Úrslit keppninnar reyndust vera eins konar tvö þúsund og sjö tónlistartakta þjóðarinnar. En við lærðum af þessari reynslu. Tapið var sem betur fer aðeins tilfinningalegt og enginn Íslendingur hlaut varanlegan skaða af. Þjóðin fór í smá sjálfsskoðun og tók út ákveðin tónlistarþroska í kjölfarið og við uppgötvuðum að sigur er ekki sjálfsagður í Júróvisjón – þótt við séum auðvitað alltaf best. En það var eins og Magnús Eiríksson vissi alltaf að lagið myndi ekki sigra. Hann bjó okkur undir úrslitin í texta lagsins. „Leggur ekkert inn, tekur bara út.“ Við höfðum ekkert lagt inn á reikning okkar í Júróvisjón-reynslubankanum, þótt við hikuðum ekki við að seilast í sjóði Gleðibankans og taka út gleðina fyrir fram. Hann virtist ráðleggja okkur á snyrtilegan hátt að við ættum að ganga hægt um gleðinnar dyr. Höfundurinn talaði hógvær um „kósý lítið lag“ og „lítið gleðihús.“ Við létum þó eins og við værum með stærsta lag allra tíma og þjóð okkar varð strax eitt risastórt gleðihús um leið og okkar stærstu tónlistarhetjurnar birtust á skjánum og sungu sannfærandi í sigurstranglegum glansgöllum. Við hlupum á okkur og héldum jafnvel fyrirpartí; fögnuðum sigrinum snemma. En sem betur fer var þetta bara tónlistarkeppni . Þetta var ekki spurning um líf og dauða, eða fjárhagslega farsæld þjóðar okkar. Í versta falli rispaðist þjóðarstoltið. Enginn Íslendingur skaðaðist. Já, ég held að Magnús hafi alltaf verið fullkomlega meðvitaður um að Gleðibankinn var aðeins fyrsta innlögn inn á reikning, sem átti þó eftir að safna vöxtum og færa okkur ómælda gleði næstu áratugi á sviði tónlistar. Við hættum sem betur fer ekki að leggja inn í Júróvisjón-bankann, enda hefur árangur okkar oft verið ávísun á góða úttekt í Gleðibanka landsmanna. Boðskapur Magnúsar okkar Eiríkssonar mun alltaf standa fyrir sínu og minnir okkur enn í dag á að við þurfum að leggja inn til að geta tekið út. Ef við viljum eignast góða vini, þurfum við að leggja inn á Vináttubankann. Ef við viljum virðingu, þurfum við að safna inneign í Virðingarbankanum. Ef við viljum meiri ást þá getum við ekki í kæruleysi straujað kærleikskortið okkar endalaust án þess að eiga innistæðu í Kærleiksbankanum. Í okkar daglega lífi þurfum ávallt að leggja inn í samræmi við það sem við viljum geta tekið út. Fólkið sem ég og þú eigum samskipti við í samfélagi okkar eru litlir bankar. Við viljum fá viðurkenningu, skilning og kurteisi frá samstarfsmönnum, afgreiðslufólki , fjölskyldu og þeim sem við umgöngumst á samskiptamiðlunum. ...en eigum við inneign?
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun