Körfubolti

Clippers vann níunda borgarslaginn í röð | Myndbönd

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Julius Randle, stigahæsti leikmaður Lakers í nótt, reynir hér að komast inn að körfunni án árangurs.
Julius Randle, stigahæsti leikmaður Lakers í nótt, reynir hér að komast inn að körfunni án árangurs. Vísir/Getty
Þrátt fyrir að vera án Blake Griffin vann Los Angeles Clippers þriðja leik sinn í röð í nótt með tólf stiga sigri á nágrönnunum í Los Angeles Lakers, 105-93.

Clippers hefur haft yfirhöndina í leikjum liðanna undanfarin tvö ár og hafði unnið átta síðustu leiki liðanna fyrir leikinn í nótt.

Leikmenn Lakers börðust af krafti í leiknum og voru aðeins þremur stigum undir fyrir lokaleikhlutann en leikmenn Clipper stigu þá á bensíngjöfina og kláruðu leikinn.

Í Cleveland varð LeBron James í gær yngsti leikmaðurinn í sögunni til þess að ná 26.000 stigum á ferlinum en það gerði hann í sigri á Detroit Pistons.

Sá yngsti í 26.000 stiga klúbbnum.Vísir/Getty
Er hann aðeins sautjándi leikmaðurinn sem nær þessu afreki en hann gældi við þrefalda tvennu í gær með 20 stig, 9 fráköst og átta stoðsendingar.

LeBron komst einnig yfir Derek Harper á listanum yfir flestar stoðsendingar í deildinni og er hann kominn meðal 20 efstu.

Þá leiddi Russell Westbrook lið sitt til sigurs með þrefaldri tvennu í átta stiga sigri á Houston Rockets, 116-108.

Westbrook lauk leik með 26 stig, 14 stoðsendingar og 10 fráköst en þetta er sjötta þrefalda tvenna hans á tímabilinu og sú þriðja í undanförnum sex leikjum.

Eru hann, Draymond Green (8) og Rajon Rondo (5) í sérflokki þegar kemur að þreföldum tvennum á þessu tímabili.

Helstu tilþrif gærkvöldsins: Rándýrar troðslur í leik Clippers og Lakers: Antetokounmpo setti Bosh á veggspjald:
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×