Var Janet Yellen að senda Bandaríkin inn í efnahagslægð? Lars Christensen skrifar 20. janúar 2016 09:00 Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Janet Yellen, hefur síðasta hálfa árið staðið fast á þeirri skoðun sinni að Seðlabankinn ætti fljótlega að byrja að hækka vexti, og í desember hækkaði Seðlabankinn stýrivexti þrátt fyrir að bæði verðbólga og verðbólguspár séu langt fyrir neðan 2% verðbólgumarkmið bankans og þrátt fyrir að aðrir peningavísar, eins og vöxtur peningamagns og hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu, hafi ekki sýnt neina þörf á hertari peningamálastefnu. Og áframhaldandi styrking dollarsins sendir sömu merki: Bíðið við – það er engin ástæða til að hækka vexti núna. Þrátt fyrir þetta var ekki nóg með að Yellen hækkaði vexti í desember heldur gaf hún – og aðrir í peningastefnunefndinni – merki um að það yrðu sennilega fjórar vaxtahækkanir á árinu 2016 – samanlagt 1% hærra vaxtastig. Af hverju hefur Yellen verið svona áköf í að hækka vextina? Einfalda ástæðan er að Yellen lítur á verðbólgu fyrst og fremst sem afleiðingu vinnumarkaðsþátta, og þar sem atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur farið sífellt minnkandi hefur Yellen dregið þá ályktun að launaskrið muni fljótlega aukast og að það muni þrýsta verðbólgu upp. Þetta er hin svokallaða Phillips-kúrfa, sem segir að það sé neikvæð fylgni á milli atvinnuleysis og verðbólgu. Phillips-kúrfan fékk óorð á sig á 8. áratugnum þegar sambandið brotnaði niður og bæði atvinnuleysi og verðbólga jukust á sama tíma. Þetta varð til þess að seðlabankar um allan heim drógu þá ályktun að Phillips-kúrfan væri ekki áreiðanlegt mælitæki þegar stjórnun peningamálastefnu væri annars vegar. Í staðinn varð almenn samstaða um að verðbólga væri – eins og Nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman var vanur að segja – alltaf og alls staðar peningalegt fyrirbæri, eða að minnsta kosti að seðlabankar ættu, almennt séð, að einbeita sér að því sem kalla mætti nafnvirðisþætti eins og verðbólgu, peningamagni og nafnvirði vergrar landsframleiðslu frekar en að raunverulegum þáttum eins og atvinnuleysi og raunverulegri vergri landsframleiðslu. En nú virðist Yellen í auknum mæli vera eins og barn Keynes-hugsunarinnar á 6. og 7. áratugnum (og Phillips-kúrfunnar) frekar en gagnbyltingar Miltons Friedman í peningastefnumálum sem varð til þess að seðlabankar um víða veröld lögðu Phillips-kúrfuna á hilluna. Það er þverstæðukennt að trúin á Phillips-kúrfuna á 8. áratugnum olli því að Seðlabanki Bandaríkjanna var með of slaka peningastefnu en hið gagnstæða á við í dag. Peningamagnssinnar sem líta á nafn- og markaðsvísa tala gegn vaxtahækkunum, en þeir sem trúa á Phillips-kúrfuna eins og Janet Yellen eru áfjáðir í að sjá vextina hækka. Afleiðingin er sú að Yellen virðist nú vera í miðjum klíðum við að gera mistök sem gætu valdið því að samdráttur verði aftur í bandarísku efnahagslífi á næstu ársfjórðungum. Við verðum allavega að álykta svo ef við lítum á þróunina á fjármálamörkuðum á síðustu vikum. Það er varla tilviljun að fjárhagserfiðleikar fyrirtækja hafa aukist eftir vaxtahækkun Seðlabankans í desember. Auðvitað er ekki hægt að skoða þessa fjárhagserfiðleika án þess að líta einnig til Kína, en þá ber að hafa í huga að kínverska gengið er hálfbundið viðBandaríkjadollar og að peningamálastefna Bandaríkjanna ákvarðar í raun hvað gerist í kínverskri peningamálastefnu, og í þeim skilningi hefur Yellen ekki aðeins hert of snemma á peningamálastefnu Bandaríkjanna – hún hefur í raun einnig hert á peningamálastefnu Kínverja og með því hugsanlega ýtt tveimur stærstu hagkerfunum nær samdrætti. Hversu slæmt ástandið verður er að verulegu leyti undir því komið hve þrjósk Janet Yellen verður varðandi vaxtahækkanirnar. Vonandi áttar hún sig fljótlega á að Phillips-kúrfan er ekkert betri peningavísir núna en hún var á áttunda áratugnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Seðlabankastjóri Bandaríkjanna, Janet Yellen, hefur síðasta hálfa árið staðið fast á þeirri skoðun sinni að Seðlabankinn ætti fljótlega að byrja að hækka vexti, og í desember hækkaði Seðlabankinn stýrivexti þrátt fyrir að bæði verðbólga og verðbólguspár séu langt fyrir neðan 2% verðbólgumarkmið bankans og þrátt fyrir að aðrir peningavísar, eins og vöxtur peningamagns og hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu, hafi ekki sýnt neina þörf á hertari peningamálastefnu. Og áframhaldandi styrking dollarsins sendir sömu merki: Bíðið við – það er engin ástæða til að hækka vexti núna. Þrátt fyrir þetta var ekki nóg með að Yellen hækkaði vexti í desember heldur gaf hún – og aðrir í peningastefnunefndinni – merki um að það yrðu sennilega fjórar vaxtahækkanir á árinu 2016 – samanlagt 1% hærra vaxtastig. Af hverju hefur Yellen verið svona áköf í að hækka vextina? Einfalda ástæðan er að Yellen lítur á verðbólgu fyrst og fremst sem afleiðingu vinnumarkaðsþátta, og þar sem atvinnuleysi í Bandaríkjunum hefur farið sífellt minnkandi hefur Yellen dregið þá ályktun að launaskrið muni fljótlega aukast og að það muni þrýsta verðbólgu upp. Þetta er hin svokallaða Phillips-kúrfa, sem segir að það sé neikvæð fylgni á milli atvinnuleysis og verðbólgu. Phillips-kúrfan fékk óorð á sig á 8. áratugnum þegar sambandið brotnaði niður og bæði atvinnuleysi og verðbólga jukust á sama tíma. Þetta varð til þess að seðlabankar um allan heim drógu þá ályktun að Phillips-kúrfan væri ekki áreiðanlegt mælitæki þegar stjórnun peningamálastefnu væri annars vegar. Í staðinn varð almenn samstaða um að verðbólga væri – eins og Nóbelsverðlaunahafinn Milton Friedman var vanur að segja – alltaf og alls staðar peningalegt fyrirbæri, eða að minnsta kosti að seðlabankar ættu, almennt séð, að einbeita sér að því sem kalla mætti nafnvirðisþætti eins og verðbólgu, peningamagni og nafnvirði vergrar landsframleiðslu frekar en að raunverulegum þáttum eins og atvinnuleysi og raunverulegri vergri landsframleiðslu. En nú virðist Yellen í auknum mæli vera eins og barn Keynes-hugsunarinnar á 6. og 7. áratugnum (og Phillips-kúrfunnar) frekar en gagnbyltingar Miltons Friedman í peningastefnumálum sem varð til þess að seðlabankar um víða veröld lögðu Phillips-kúrfuna á hilluna. Það er þverstæðukennt að trúin á Phillips-kúrfuna á 8. áratugnum olli því að Seðlabanki Bandaríkjanna var með of slaka peningastefnu en hið gagnstæða á við í dag. Peningamagnssinnar sem líta á nafn- og markaðsvísa tala gegn vaxtahækkunum, en þeir sem trúa á Phillips-kúrfuna eins og Janet Yellen eru áfjáðir í að sjá vextina hækka. Afleiðingin er sú að Yellen virðist nú vera í miðjum klíðum við að gera mistök sem gætu valdið því að samdráttur verði aftur í bandarísku efnahagslífi á næstu ársfjórðungum. Við verðum allavega að álykta svo ef við lítum á þróunina á fjármálamörkuðum á síðustu vikum. Það er varla tilviljun að fjárhagserfiðleikar fyrirtækja hafa aukist eftir vaxtahækkun Seðlabankans í desember. Auðvitað er ekki hægt að skoða þessa fjárhagserfiðleika án þess að líta einnig til Kína, en þá ber að hafa í huga að kínverska gengið er hálfbundið viðBandaríkjadollar og að peningamálastefna Bandaríkjanna ákvarðar í raun hvað gerist í kínverskri peningamálastefnu, og í þeim skilningi hefur Yellen ekki aðeins hert of snemma á peningamálastefnu Bandaríkjanna – hún hefur í raun einnig hert á peningamálastefnu Kínverja og með því hugsanlega ýtt tveimur stærstu hagkerfunum nær samdrætti. Hversu slæmt ástandið verður er að verulegu leyti undir því komið hve þrjósk Janet Yellen verður varðandi vaxtahækkanirnar. Vonandi áttar hún sig fljótlega á að Phillips-kúrfan er ekkert betri peningavísir núna en hún var á áttunda áratugnum.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun