Á enginn að bera ábyrgð á sölu ríkiseigna? Árni Páll Árnason skrifar 22. janúar 2016 07:00 Nýlegar fréttir af gríðarlegum hagnaði þeirra stálheppnu, sérvöldu kaupahéðna sem fengu einir að bjóða í hlut Landsbankans í Borgun í lok árs 2014 staðfesta áfellisdóm yfir þeirri aðferð sem bankinn valdi til sölu á þessum eignum. Þessi kaup stefna hraðbyri í að teljast kaup aldarinnar í íslensku viðskiptalífi. Bankinn hefur ekki borið fram trúverðugar skýringar á þeirri leið sem valin var við söluna, né því hvers vegna bankinn greindi ekki þau gríðarlegu hagnaðartækifæri sem Borgun hefur boðið nýjum eigendum upp á. Bankinn tryggði sér ekki aðgang að þessum gríðarlegu greiðslum sem fyrirtækið mun nú að óbreyttu fá, eins og hann þó gerði við söluna á eignarhlut í Valitor á svipuðum tíma. Ef þetta er ekki spilling, er þetta fordæmalaust klúður. Hvorugt getur verið óátalið.Rannsókn nauðsynleg Það er góð spurning hvernig hægt sé að endurreisa traust á starfsháttum Landsbankans í ljósi þessa. Yfirstjórn bankans og Bankasýslan hljóta að taka það til athugunar, sem og Fjármálaeftirlitið. Ég vil að Alþingi sinni eftirlitshlutverki sínu og beiti þeim rannsóknarheimildum sem þingið hefur.Ábyrgðarleysiskúltúr Það verður að rannsaka þetta mál, því það þarf að draga af því lærdóm. Fram undan er gríðarleg sala ríkiseigna og þá megum við ekki við nýju Borgunarhneyksli. Stærstur hluti bankakerfisins er nú að falla í hendur ríkisins og gert er ráð fyrir að Eignasafn Seðlabankans (ESÍ) taki yfir um 60 milljarða eignir frá kröfuhöfum og komi þeim í verð. Í nýju frumvarpi fjármálaráðherra er einhverra hluta vegna gert ráð fyrir að stjórn þess eignarhaldsfélags njóti ábyrgðarleysis og að einstakir starfsmenn geti tekið ákvarðanir um sölu eigna sem nemur allt að einum milljarði króna, án sérstaks samþykkis. Borgunarhneykslið kallar á endurmat á þessu víðtæka ábyrgðarleysi. Við verðum að hemja þennan ábyrgðarleysiskúltúr og búa til fastari og agaðri umgjörð um sölu ríkiseigna. Enginn sem fer með sölu almannaeigna á að geta skýlt sér á bak við ábyrgðarleysi að lögum. Um það ættum við öll að sameinast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Borgunarmálið Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlegar fréttir af gríðarlegum hagnaði þeirra stálheppnu, sérvöldu kaupahéðna sem fengu einir að bjóða í hlut Landsbankans í Borgun í lok árs 2014 staðfesta áfellisdóm yfir þeirri aðferð sem bankinn valdi til sölu á þessum eignum. Þessi kaup stefna hraðbyri í að teljast kaup aldarinnar í íslensku viðskiptalífi. Bankinn hefur ekki borið fram trúverðugar skýringar á þeirri leið sem valin var við söluna, né því hvers vegna bankinn greindi ekki þau gríðarlegu hagnaðartækifæri sem Borgun hefur boðið nýjum eigendum upp á. Bankinn tryggði sér ekki aðgang að þessum gríðarlegu greiðslum sem fyrirtækið mun nú að óbreyttu fá, eins og hann þó gerði við söluna á eignarhlut í Valitor á svipuðum tíma. Ef þetta er ekki spilling, er þetta fordæmalaust klúður. Hvorugt getur verið óátalið.Rannsókn nauðsynleg Það er góð spurning hvernig hægt sé að endurreisa traust á starfsháttum Landsbankans í ljósi þessa. Yfirstjórn bankans og Bankasýslan hljóta að taka það til athugunar, sem og Fjármálaeftirlitið. Ég vil að Alþingi sinni eftirlitshlutverki sínu og beiti þeim rannsóknarheimildum sem þingið hefur.Ábyrgðarleysiskúltúr Það verður að rannsaka þetta mál, því það þarf að draga af því lærdóm. Fram undan er gríðarleg sala ríkiseigna og þá megum við ekki við nýju Borgunarhneyksli. Stærstur hluti bankakerfisins er nú að falla í hendur ríkisins og gert er ráð fyrir að Eignasafn Seðlabankans (ESÍ) taki yfir um 60 milljarða eignir frá kröfuhöfum og komi þeim í verð. Í nýju frumvarpi fjármálaráðherra er einhverra hluta vegna gert ráð fyrir að stjórn þess eignarhaldsfélags njóti ábyrgðarleysis og að einstakir starfsmenn geti tekið ákvarðanir um sölu eigna sem nemur allt að einum milljarði króna, án sérstaks samþykkis. Borgunarhneykslið kallar á endurmat á þessu víðtæka ábyrgðarleysi. Við verðum að hemja þennan ábyrgðarleysiskúltúr og búa til fastari og agaðri umgjörð um sölu ríkiseigna. Enginn sem fer með sölu almannaeigna á að geta skýlt sér á bak við ábyrgðarleysi að lögum. Um það ættum við öll að sameinast.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun