Einstakt lýðheilsuátak Kristján Þór Júlíusson skrifar 22. janúar 2016 07:00 Í dag er einstöku meðferðarátaki við lifrarbólgu C hleypt af stokkunum. Átakið felur í sér að að unnt verður að veita öllum þeim 800-1.000 einstaklingum sem eru sjúkratryggðir á Íslandi og hafa greinst með lifrabólgu C bestu fáanlegu meðferð með nýjum lyfjum. Átak af þessari stærðargráðu, þar sem öllum býðst besta fáanlega meðferð, á sér vart fordæmi á heimsvísu. Lifrarbólga C er alvarlegur og í mörgum tilvikum lífshættulegur sjúkdómur þar sem þekktar afleiðingar eru skorpulifur, lifrarkrabbamein og lifrarbilun. Flestir sem sýkjast af lifrarbólgu fá langvinna sýkingu sem krefst meðferðar. Sú lyfjameðferð sem lengst af var beitt gat læknað fólk en dugði ekki alltaf. Meðferð tekur marga mánuði og aukaverkanir eru nokkuð algengar og geta reynst sjúklingum erfiðar. Á síðustu misserum hafa komið fram ný lyf við lifrarbólgu C sem kalla má byltingarkennd þar sem þau lækna á bilinu 95 til 100% sjúklinga sem eru meðhöndlaðir með þeim, auk þess að hafa mun minni aukaverkanir en eldri lyf. Sá hængur er á að þessi lyf eru mjög dýr sem gerir það að verkum að heilbrigðisyfirvöld í þeim löndum þar sem lyfin hafa á annað borð verið innleidd gera það með ströngum skilyrðum þar sem aðeins lítill hluti smitaðra fær slíka meðferð samkvæmt forgangsröðun sem byggist á faglegu mati lækna.Ísland fær einstakt tækifæri Með átakinu er stefnt að því að vinna bug á sjúkdómnum hér á landi og stemma stigu við frekari útbreiðslu hans. Forsenda þess að unnt er að ráðast í þetta risavaxna verkefni, er samstarf við lyfjafyrirtækið Gilead Sciences sem í faraldsfræðilegu rannsóknarskyni leggur til lyfið Harvoni fyrir alla þá sjúklinga sem smitaðir eru og þiggja meðferð. Samhliða meðferðarátakinu munu fara fram rannsóknir á árangri þess til lengri og skemmri tíma, m.a. á sjúkdómsbyrði og á langtímakostnaði við heilbrigðisþjónustu. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 6. október sl. að veita árlega, næstu þrjú árin, 150 milljónir króna til átaksins sem varið verður til blóðrannsókna og annarrar þjónustu sem tengist meðferðinni. Jafnframt fól ríkisstjórnin mér að ganga frá samkomulagi íslenskra heilbrigðisyfirvalda og Gilead um verkefnið. Í dag staðfesti ég þennan samning Landspítala og Gilead. Ein af mikilvægustu forsendum þess að lýðheilsuátak eins og þetta sé raunhæft og framkvæmanlegt er sú að við erum fámenn eyþjóð auk þess sem við búum við gott heilbrigðiskerfi með trausta innviði.Langur aðdragandi og vandaður undirbúningur Undirbúningur að þessu verkefni hefur staðið á vel á annað ár. Hópur lækna á Landspítala hafði forystu um málið í samvinnu við fyrirtækið Gilead en á síðari stigum undirbúningsins komu að verkefninu breiður hópur fagfólks Landspítala, fulltrúar velferðarráðuneytisins, SÁÁ og fleiri aðila. Sóttvarnalæknir hefur átt afar mikilvæga aðkomu að verkefninu, enda fellur verkefnið að 5. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997. Landspítali mun leggja til starfsmenn, aðstöðu og nauðsynlegar greiningarannsóknir en yfirumsjón með verkefninu verður á hendi sóttvarnalæknis. Ég vil að lokum lýsa þakklæti mínu í garð allra þeirra fjölmörgu aðila sem hafa um langt skeið lagt nótt við dag til að undirbúa og gera mögulegt þetta einstæða lýðheilsuverkefni. Fjöldi fólks sem glímir við erfiðan sjúkdóm eygir nú von um lækningu og betra líf. Eins og Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur bent á má með þessu átaki binda vonir við að okkur takist að rjúfa þennan vítahring smits og bægja þessum landlæga og alvarlega sjúkdómi frá til framtíðar. Það er til mikils að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag er einstöku meðferðarátaki við lifrarbólgu C hleypt af stokkunum. Átakið felur í sér að að unnt verður að veita öllum þeim 800-1.000 einstaklingum sem eru sjúkratryggðir á Íslandi og hafa greinst með lifrabólgu C bestu fáanlegu meðferð með nýjum lyfjum. Átak af þessari stærðargráðu, þar sem öllum býðst besta fáanlega meðferð, á sér vart fordæmi á heimsvísu. Lifrarbólga C er alvarlegur og í mörgum tilvikum lífshættulegur sjúkdómur þar sem þekktar afleiðingar eru skorpulifur, lifrarkrabbamein og lifrarbilun. Flestir sem sýkjast af lifrarbólgu fá langvinna sýkingu sem krefst meðferðar. Sú lyfjameðferð sem lengst af var beitt gat læknað fólk en dugði ekki alltaf. Meðferð tekur marga mánuði og aukaverkanir eru nokkuð algengar og geta reynst sjúklingum erfiðar. Á síðustu misserum hafa komið fram ný lyf við lifrarbólgu C sem kalla má byltingarkennd þar sem þau lækna á bilinu 95 til 100% sjúklinga sem eru meðhöndlaðir með þeim, auk þess að hafa mun minni aukaverkanir en eldri lyf. Sá hængur er á að þessi lyf eru mjög dýr sem gerir það að verkum að heilbrigðisyfirvöld í þeim löndum þar sem lyfin hafa á annað borð verið innleidd gera það með ströngum skilyrðum þar sem aðeins lítill hluti smitaðra fær slíka meðferð samkvæmt forgangsröðun sem byggist á faglegu mati lækna.Ísland fær einstakt tækifæri Með átakinu er stefnt að því að vinna bug á sjúkdómnum hér á landi og stemma stigu við frekari útbreiðslu hans. Forsenda þess að unnt er að ráðast í þetta risavaxna verkefni, er samstarf við lyfjafyrirtækið Gilead Sciences sem í faraldsfræðilegu rannsóknarskyni leggur til lyfið Harvoni fyrir alla þá sjúklinga sem smitaðir eru og þiggja meðferð. Samhliða meðferðarátakinu munu fara fram rannsóknir á árangri þess til lengri og skemmri tíma, m.a. á sjúkdómsbyrði og á langtímakostnaði við heilbrigðisþjónustu. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 6. október sl. að veita árlega, næstu þrjú árin, 150 milljónir króna til átaksins sem varið verður til blóðrannsókna og annarrar þjónustu sem tengist meðferðinni. Jafnframt fól ríkisstjórnin mér að ganga frá samkomulagi íslenskra heilbrigðisyfirvalda og Gilead um verkefnið. Í dag staðfesti ég þennan samning Landspítala og Gilead. Ein af mikilvægustu forsendum þess að lýðheilsuátak eins og þetta sé raunhæft og framkvæmanlegt er sú að við erum fámenn eyþjóð auk þess sem við búum við gott heilbrigðiskerfi með trausta innviði.Langur aðdragandi og vandaður undirbúningur Undirbúningur að þessu verkefni hefur staðið á vel á annað ár. Hópur lækna á Landspítala hafði forystu um málið í samvinnu við fyrirtækið Gilead en á síðari stigum undirbúningsins komu að verkefninu breiður hópur fagfólks Landspítala, fulltrúar velferðarráðuneytisins, SÁÁ og fleiri aðila. Sóttvarnalæknir hefur átt afar mikilvæga aðkomu að verkefninu, enda fellur verkefnið að 5. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997. Landspítali mun leggja til starfsmenn, aðstöðu og nauðsynlegar greiningarannsóknir en yfirumsjón með verkefninu verður á hendi sóttvarnalæknis. Ég vil að lokum lýsa þakklæti mínu í garð allra þeirra fjölmörgu aðila sem hafa um langt skeið lagt nótt við dag til að undirbúa og gera mögulegt þetta einstæða lýðheilsuverkefni. Fjöldi fólks sem glímir við erfiðan sjúkdóm eygir nú von um lækningu og betra líf. Eins og Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur bent á má með þessu átaki binda vonir við að okkur takist að rjúfa þennan vítahring smits og bægja þessum landlæga og alvarlega sjúkdómi frá til framtíðar. Það er til mikils að vinna.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun