584 flóttamenn síðustu sex áratugina Sveinn Arnarsson skrifar 25. janúar 2016 07:00 Frá árinu 1956 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 584 kvótaflóttamönnum. Ísland var eitt fyrstu ríkjanna til að taka á móti kvótaflóttafólki, fyrir sex áratugum, eins og við þekkjum það í dag. Alls hafa flóttamenn farið til 16 sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Þann 1. mars árið 1956 gekk í gildi hér á landi flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna sem hafði verið samþykktur í Genf árið 1951. Með samningnum voru réttindi fólks á flótta undan ófriði í heimalandi sínu tryggð. Það ár var brugðið á það ráð að fá til landsins flóttafólk frá Ungverjalandi sem flúði heimahaga sína sökum yfirgangs kommúnista í Sovétríkjunum sálugu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í flóttamannamálum Íslendinga frá árinu 1956 þegar Ungverjarnir, sem komu með Gullfaxa, flugvél Loftleiða, til landsins, fóru í læknisskoðun í Melaskóla og síðan í vikulanga sóttkví í Mosfellsbæ. Ísland hefur á þessari öld tekið sextán sinnum á móti kvótaflóttafólki. Í upphafi aldarinnar frá Krajina-héraði og Kosovo í kjölfar stríðsins á Balkanskaga. Samtals hafa sextíu flóttamenn komið hingað frá Kólumbíu til að mynda. Árið 1995 var sett á laggirnar flóttamannaráð sem nú heitir flóttamannanefnd. Fyrir þann tíma hafði Ísland tekið á móti 204 flóttamönnum til landsins í samtals sex aðgerðum. Á síðustu tuttugu árum höfum við tekið á móti 17 hópum sem telja samtals 380 flóttamenn. Mikið hefur verið fjallað um komu sýrlensku fjölskyldnanna sex sem komu hingað til lands í síðustu viku. Er þetta í annað sinn sem íslensk stjórnvöld taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi eftir að borgarastríð braust út þar í landi. Í fyrra komu fimmtán flóttamenn hingað til lands og von er á fleiri Sýrlendingum á þessu ári ef marka má orð félags- og húsnæðismálaráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu má gera ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4 til 5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu. Fréttir af flugi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Frá árinu 1956 hafa íslensk stjórnvöld tekið á móti 584 kvótaflóttamönnum. Ísland var eitt fyrstu ríkjanna til að taka á móti kvótaflóttafólki, fyrir sex áratugum, eins og við þekkjum það í dag. Alls hafa flóttamenn farið til 16 sveitarfélaga vítt og breitt um landið. Þann 1. mars árið 1956 gekk í gildi hér á landi flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna sem hafði verið samþykktur í Genf árið 1951. Með samningnum voru réttindi fólks á flótta undan ófriði í heimalandi sínu tryggð. Það ár var brugðið á það ráð að fá til landsins flóttafólk frá Ungverjalandi sem flúði heimahaga sína sökum yfirgangs kommúnista í Sovétríkjunum sálugu. Mikið vatn hefur runnið til sjávar í flóttamannamálum Íslendinga frá árinu 1956 þegar Ungverjarnir, sem komu með Gullfaxa, flugvél Loftleiða, til landsins, fóru í læknisskoðun í Melaskóla og síðan í vikulanga sóttkví í Mosfellsbæ. Ísland hefur á þessari öld tekið sextán sinnum á móti kvótaflóttafólki. Í upphafi aldarinnar frá Krajina-héraði og Kosovo í kjölfar stríðsins á Balkanskaga. Samtals hafa sextíu flóttamenn komið hingað frá Kólumbíu til að mynda. Árið 1995 var sett á laggirnar flóttamannaráð sem nú heitir flóttamannanefnd. Fyrir þann tíma hafði Ísland tekið á móti 204 flóttamönnum til landsins í samtals sex aðgerðum. Á síðustu tuttugu árum höfum við tekið á móti 17 hópum sem telja samtals 380 flóttamenn. Mikið hefur verið fjallað um komu sýrlensku fjölskyldnanna sex sem komu hingað til lands í síðustu viku. Er þetta í annað sinn sem íslensk stjórnvöld taka á móti flóttamönnum frá Sýrlandi eftir að borgarastríð braust út þar í landi. Í fyrra komu fimmtán flóttamenn hingað til lands og von er á fleiri Sýrlendingum á þessu ári ef marka má orð félags- og húsnæðismálaráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá velferðarráðuneytinu má gera ráð fyrir að kostnaður vegna móttöku flóttafólks geti numið á bilinu 4 til 5 milljónum króna á hvern einstakling miðað við fengna reynslu.
Fréttir af flugi Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira