TISA Helga Þórðardóttir skrifar 25. janúar 2016 16:37 Ísland er þátttakandi í samningaviðræðum um nýjan fríverslunarsamning sem heitir TISA (Trade in Services Agreement). Það er samningur sem fjallar um þjónustuviðskipti og þar með almenna þjónustu á vegum hins opinbera. Það er alls ekki öllum ljóst að fríverslunarsamningar fjalla minnst um afléttingu tolla heldur mun meira um að ryðja úr vegi þeim lögum og reglum ríkis og sveitarfélaga sem hindrar framgöngu erlendra fyrirtækja. Mikil leynd hvílir yfir samningaviðræðunum. Almenningi og samtökum hans er ekki hleypt að samningaborðinu. Reynslan af eldri samningum og það sem hefur lekið frá samningaviðræðunum í Genf er grundvöllur þeirrar gagnrýni sem kemur víða fram. Verkalýðsfélög eru almennt á móti þessum samningi og krefjast þess að leyndinni verði aflétt og að hagsmunir almennings verði í fyrirrúmi. ASÍ hefur mótmælt og gerir skoðanir European Trade Union Confederation (ETUC) og International Trade Union Confederation (ITUC) að sínum. Meginþema samningsins er að veita erlendum fyrirtækjum jafna stöðu á við innlend fyrirtæki eða þjónustu hins opinbera. Reynslan sýnir að þá er hætta á að erlend risafyritæki undirbjóði og taki allan markaðinn. Rætt er um að ónauðsynlegar íþyngjandi reglur fyrir fyritæki eigi að hverfa og það er yfirþjóðlegur gerðardómur sem ákveður hvort lög og reglur opinberra aðila eru íþyngjandi eða ekki. Þar með er búið að einkavæða löggjafarvald hins opinbera og binda hendur almennings. Sem dæmi vill bankageirinn losna við allar reglur sem settar hafa verið eftir 2008. Walmart keðjan vill fá sjálfræði í því hvar þeir staðsetja verslanir sínar, hversu stórar þær eru og opnunartíma. Þetta eru atriði sem sveitarfélög ákveða venjulega. Sveitarfélag í Mexíkó vildi ekki leyfa bandarísku fyrirtæki að opna ruslahaug fyrir úrgang en þurfti að kyngja stolti sínu eftir að gerðardómur hafði dæmt fyrirtækinu íhag samkvæmt NAFTA samningnum. Bandaríkjamenn vildu banna fjárhættuspil á netinu árið 2004 en gerðardómur WTO leyfði það ekki samkvæmt GATS samningnum, þar með stjórnaði gerðardómur lagasetningu í voldugasta ríki heims. Rök gerðardómsins voru: „Members’ regulatory sovereignty is an essential pillar of the progressive liberalization of trade in services, but this sovereignty ends whenever rights of other Members under the GatS are impaired“ ,.. en þetta fullveldi(hins opinbera) endar þegar réttindi annarra aðila(einkafyrirtækja) samkvæmt samningnum um þjónustuviðskipti eru skert ". Hugmyndir eru um að setja í TISA-samninginn reglur sem kallast „standstill“ og „ratchet“ sem gera það að verkum að það sem einu sinni hefur verið einkavætt megi ekki afeinkavæða. Auk þess eru hugmyndir um að gera hinu opinbera ómögulegt að stofna til nýrrar þjónustu á sínum vegum, nema hún sé einkarekin. Þarna er verið að taka valdið af hinu opinbera til að velja hvernig þjónusta eigi að vera veitt. Þess vegna er það svo mikilvægt að samningaferlið sé opið og til séu úttektir á því hvaða áhrif samningurinn hafi í raun á kjör almennings. Síðan ætti að leggja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viljum við skrifa undir óafturkræfan samning þar sem vald opinberra aðila er takmarkað og þar sem yfirþjóðlegur gerðardómur ákveður en ekki kjörnir fulltrúar? Stjórnmálasamtökin Dögun munu halda fund um TISA-samningana í Norræna Húsinu 28/1 2016 kl.: 20:00. Allir eru velkomnir og hvetjum við ykkur til að mæta. Fulltrúi utanríkisráðuneytisins, Bergþór Magnússon, mun mæta og skýra frá samningaviðræðunum, hægt verður að spyrja hann um samninginn. Auk þess er fulltrúum þingflokkanna boðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Þórðardóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ísland er þátttakandi í samningaviðræðum um nýjan fríverslunarsamning sem heitir TISA (Trade in Services Agreement). Það er samningur sem fjallar um þjónustuviðskipti og þar með almenna þjónustu á vegum hins opinbera. Það er alls ekki öllum ljóst að fríverslunarsamningar fjalla minnst um afléttingu tolla heldur mun meira um að ryðja úr vegi þeim lögum og reglum ríkis og sveitarfélaga sem hindrar framgöngu erlendra fyrirtækja. Mikil leynd hvílir yfir samningaviðræðunum. Almenningi og samtökum hans er ekki hleypt að samningaborðinu. Reynslan af eldri samningum og það sem hefur lekið frá samningaviðræðunum í Genf er grundvöllur þeirrar gagnrýni sem kemur víða fram. Verkalýðsfélög eru almennt á móti þessum samningi og krefjast þess að leyndinni verði aflétt og að hagsmunir almennings verði í fyrirrúmi. ASÍ hefur mótmælt og gerir skoðanir European Trade Union Confederation (ETUC) og International Trade Union Confederation (ITUC) að sínum. Meginþema samningsins er að veita erlendum fyrirtækjum jafna stöðu á við innlend fyrirtæki eða þjónustu hins opinbera. Reynslan sýnir að þá er hætta á að erlend risafyritæki undirbjóði og taki allan markaðinn. Rætt er um að ónauðsynlegar íþyngjandi reglur fyrir fyritæki eigi að hverfa og það er yfirþjóðlegur gerðardómur sem ákveður hvort lög og reglur opinberra aðila eru íþyngjandi eða ekki. Þar með er búið að einkavæða löggjafarvald hins opinbera og binda hendur almennings. Sem dæmi vill bankageirinn losna við allar reglur sem settar hafa verið eftir 2008. Walmart keðjan vill fá sjálfræði í því hvar þeir staðsetja verslanir sínar, hversu stórar þær eru og opnunartíma. Þetta eru atriði sem sveitarfélög ákveða venjulega. Sveitarfélag í Mexíkó vildi ekki leyfa bandarísku fyrirtæki að opna ruslahaug fyrir úrgang en þurfti að kyngja stolti sínu eftir að gerðardómur hafði dæmt fyrirtækinu íhag samkvæmt NAFTA samningnum. Bandaríkjamenn vildu banna fjárhættuspil á netinu árið 2004 en gerðardómur WTO leyfði það ekki samkvæmt GATS samningnum, þar með stjórnaði gerðardómur lagasetningu í voldugasta ríki heims. Rök gerðardómsins voru: „Members’ regulatory sovereignty is an essential pillar of the progressive liberalization of trade in services, but this sovereignty ends whenever rights of other Members under the GatS are impaired“ ,.. en þetta fullveldi(hins opinbera) endar þegar réttindi annarra aðila(einkafyrirtækja) samkvæmt samningnum um þjónustuviðskipti eru skert ". Hugmyndir eru um að setja í TISA-samninginn reglur sem kallast „standstill“ og „ratchet“ sem gera það að verkum að það sem einu sinni hefur verið einkavætt megi ekki afeinkavæða. Auk þess eru hugmyndir um að gera hinu opinbera ómögulegt að stofna til nýrrar þjónustu á sínum vegum, nema hún sé einkarekin. Þarna er verið að taka valdið af hinu opinbera til að velja hvernig þjónusta eigi að vera veitt. Þess vegna er það svo mikilvægt að samningaferlið sé opið og til séu úttektir á því hvaða áhrif samningurinn hafi í raun á kjör almennings. Síðan ætti að leggja hann í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viljum við skrifa undir óafturkræfan samning þar sem vald opinberra aðila er takmarkað og þar sem yfirþjóðlegur gerðardómur ákveður en ekki kjörnir fulltrúar? Stjórnmálasamtökin Dögun munu halda fund um TISA-samningana í Norræna Húsinu 28/1 2016 kl.: 20:00. Allir eru velkomnir og hvetjum við ykkur til að mæta. Fulltrúi utanríkisráðuneytisins, Bergþór Magnússon, mun mæta og skýra frá samningaviðræðunum, hægt verður að spyrja hann um samninginn. Auk þess er fulltrúum þingflokkanna boðið.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar