„Excuse me, do you speak English?“ Kristjana Vigdís Ingvadóttir skrifar 26. janúar 2016 11:34 Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Ef öll menning væri söm og allir töluðu sama tungumálið? Svarið er einfalt. Heimurinn væri ekkert áhugaverður, hvorki til að skoða né kynnast. Það er að mín skoðun. Ég fer til annarra landa til þess að upplifa menningu þeirra. Ég fór til Frakklands til að drekka rauðvín og borða osta. Ég fór til Ítalíu til þess að borða pítsu og pasta. Mig langar til Japan til að borða sushi. Það væri vissulega auðveldara ef allir töluðu ensku og öll menning væri eins. Ég heyri oft sagt að enskan dugi til þess að bjarga sér, og það þykir bara fínt. Mín upplifun er samt að tungumálið sé lykillinn að menningu landanna. Þegar ég næ tökum á tungumálinu skil ég loks brandarana sem sagðir eru og hlæ með. Í staðinn fyrir að þurfa túlk, eða vera útlendingurinn sem talar bara ensku.2 glös af rauðvíni og framandi ostar Það hjálpaði mikið að vera með stúdentspróf í frönsku áður en ég fór til Frakklands, bæði til að skilja betur tungumálið og menninguna. Þar er mjög eðlilegt að fá sér rauðvínsglas eða tvö með hádegismatnum og nokkra bita af osti í eftirrétt. Ég vil samt ekki ganga svo langt að segja að námið hafi hjálpað mér að skilja mikilvægi víns og osta. Kannski þó að einhverju leyti. Enn mikilvægara var að ég skildi frönskuna þegar ég spjallaði við Frakkana, sötrandi vín og borðandi osta. Kennslan hér heima hjálpaði mikið til við að koma mér betur fyrir í Frakklandi. ...Nú skal ég samt hætta að drekka vín og borða osta og koma mér að aðalefninu: Ef yfirvöldum þykir kennsla erlendra tungumála ekki mikilvæg er líklegt að skilningur okkar á heiminum og menningu hans muni dvína. Þá munum við bara fá smjörþefinn af menningunni. Það þarf tungumálið til að dýpka skilning okkar á honum. Enskan er góð en hún er bara ekki nóg.Erlend tungumál á háskólastigi Háskóli Íslands er eini skóli landsins sem kennir erlend tungumál á háskólastigi og þar fer fram frábært starf. Nemendur læra málfræði tungumálsins og einnig er lögð mikil áhersla á menningu landanna, söguna, bókmenntafræðina, landafræðina og svo lengi mætti telja. Deild erlendra tungumála á samt undir högg að sækja. Hugvísindasvið fær ekki nægilegt fjármagn. Í dag er háskólanám metið eftir flokkum og fær hvert svið ákveðið fjármagn út á hverja einustu einingu sem nemandi klárar innan greinarinnar. Fáir sækja nám í tungumálum og því fær deildin ekki mikið af peningum. Nauðsynlegt er að vekja athygli á mikilvægi kennslunnar, og endurskoða reikniflokkana. Ég hef gert mitt allra besta þetta árið til að vekja athygli á mikilvægi erlendra tungumála. Ég mun ekki hætta því. Því einsleitur heimur er leiðinlegur og enskan er ekki nóg.Linguae Í fyrra stofnaði ég, ásamt öðrum, nýtt nemendafélag sem sameinar nokkur tungumál. Markmið okkar er að efla félagslífið, kynna námið og tala fyrir mikilvægi erlendra tungumála. Við viljum ekki sjá fleiri deildir falla niður, eins gerðist með finnsku og norsku. Við í stjórn Linguae höfum setið á fundum með forseta og kynningarstjórum deildarinnar og leitum leiða til þess að sýna fólkinu í landinu að tungumálin skipta máli. Það megi ekki leggja niður fleiri deildir, hvort sem er í framhaldsskólum eða háskóla. Raddir stúdenta eru mikilvægar. Þær eru af öllum regnbogans litum, og bera angan ótal mismunandi menningarheima og tungumála. Við eigum að ræskja okkur, teygja raddböndin og láta í okkur heyra. Hugvísindasvið og Deild erlendra tungumála þarf á okkur að halda, til þess að breytingar geti átt sér stað. Því annars vöknum við einn daginn í heimi, þar sem allir tala saman á misbjagaðri ensku og menningararfur allra er sá sami. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Hvernig væri heimurinn ef allir væru eins? Ef öll menning væri söm og allir töluðu sama tungumálið? Svarið er einfalt. Heimurinn væri ekkert áhugaverður, hvorki til að skoða né kynnast. Það er að mín skoðun. Ég fer til annarra landa til þess að upplifa menningu þeirra. Ég fór til Frakklands til að drekka rauðvín og borða osta. Ég fór til Ítalíu til þess að borða pítsu og pasta. Mig langar til Japan til að borða sushi. Það væri vissulega auðveldara ef allir töluðu ensku og öll menning væri eins. Ég heyri oft sagt að enskan dugi til þess að bjarga sér, og það þykir bara fínt. Mín upplifun er samt að tungumálið sé lykillinn að menningu landanna. Þegar ég næ tökum á tungumálinu skil ég loks brandarana sem sagðir eru og hlæ með. Í staðinn fyrir að þurfa túlk, eða vera útlendingurinn sem talar bara ensku.2 glös af rauðvíni og framandi ostar Það hjálpaði mikið að vera með stúdentspróf í frönsku áður en ég fór til Frakklands, bæði til að skilja betur tungumálið og menninguna. Þar er mjög eðlilegt að fá sér rauðvínsglas eða tvö með hádegismatnum og nokkra bita af osti í eftirrétt. Ég vil samt ekki ganga svo langt að segja að námið hafi hjálpað mér að skilja mikilvægi víns og osta. Kannski þó að einhverju leyti. Enn mikilvægara var að ég skildi frönskuna þegar ég spjallaði við Frakkana, sötrandi vín og borðandi osta. Kennslan hér heima hjálpaði mikið til við að koma mér betur fyrir í Frakklandi. ...Nú skal ég samt hætta að drekka vín og borða osta og koma mér að aðalefninu: Ef yfirvöldum þykir kennsla erlendra tungumála ekki mikilvæg er líklegt að skilningur okkar á heiminum og menningu hans muni dvína. Þá munum við bara fá smjörþefinn af menningunni. Það þarf tungumálið til að dýpka skilning okkar á honum. Enskan er góð en hún er bara ekki nóg.Erlend tungumál á háskólastigi Háskóli Íslands er eini skóli landsins sem kennir erlend tungumál á háskólastigi og þar fer fram frábært starf. Nemendur læra málfræði tungumálsins og einnig er lögð mikil áhersla á menningu landanna, söguna, bókmenntafræðina, landafræðina og svo lengi mætti telja. Deild erlendra tungumála á samt undir högg að sækja. Hugvísindasvið fær ekki nægilegt fjármagn. Í dag er háskólanám metið eftir flokkum og fær hvert svið ákveðið fjármagn út á hverja einustu einingu sem nemandi klárar innan greinarinnar. Fáir sækja nám í tungumálum og því fær deildin ekki mikið af peningum. Nauðsynlegt er að vekja athygli á mikilvægi kennslunnar, og endurskoða reikniflokkana. Ég hef gert mitt allra besta þetta árið til að vekja athygli á mikilvægi erlendra tungumála. Ég mun ekki hætta því. Því einsleitur heimur er leiðinlegur og enskan er ekki nóg.Linguae Í fyrra stofnaði ég, ásamt öðrum, nýtt nemendafélag sem sameinar nokkur tungumál. Markmið okkar er að efla félagslífið, kynna námið og tala fyrir mikilvægi erlendra tungumála. Við viljum ekki sjá fleiri deildir falla niður, eins gerðist með finnsku og norsku. Við í stjórn Linguae höfum setið á fundum með forseta og kynningarstjórum deildarinnar og leitum leiða til þess að sýna fólkinu í landinu að tungumálin skipta máli. Það megi ekki leggja niður fleiri deildir, hvort sem er í framhaldsskólum eða háskóla. Raddir stúdenta eru mikilvægar. Þær eru af öllum regnbogans litum, og bera angan ótal mismunandi menningarheima og tungumála. Við eigum að ræskja okkur, teygja raddböndin og láta í okkur heyra. Hugvísindasvið og Deild erlendra tungumála þarf á okkur að halda, til þess að breytingar geti átt sér stað. Því annars vöknum við einn daginn í heimi, þar sem allir tala saman á misbjagaðri ensku og menningararfur allra er sá sami. Þessi grein er skrifuð sem hluti af greinaskriftaátaki Vöku í tilefni Stúdentaráðskosninga sem fara fram dagana 3. og 4. febrúar.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun