Fullkominn seðlabankastjóri eyðir mestum tíma sínum í golfi Lars Christensen skrifar 27. janúar 2016 08:00 Hvor er betri seðlabankastjóri – sá sem er mjög upptekinn í starfi sínu eða sá sem eyðir mestum tíma sínum á golfvellinum? Svarið er að seðlabankastjórinn sem spilar golf er betri, því ef hann er önnum kafinn hefur hann sennilega ekki unnið vinnuna sína á réttan hátt. Verkefni seðlabankastjóra ætti að vera að tryggja það sem kalla mætti „nafnvirðisjafnvægi“ og ekki skekkja hlutfallsverð í hagkerfinu. Besta leiðin til að tryggja nafnvirðisjafnvægi er að framfylgja peningamálastefnu sem byggist á mjög skýrum, gegnsæjum og sjálfvirkum reglum. Seðlabankastjórar sem gera það munu ekki hafa mikið að gera þar sem markaðirnir sjá um mestu vinnuna. Þetta er það sem gerðist á hinu svokallaða „mikla stöðugleikatímabili“ frá því snemma á 10. áratugnum til 2007/8 – bæði í Bandaríkjunum og mestum hluta Evrópu. Á stöðugleikatímabilinu mikla báru markaðirnir mikið traust til seðlabankanna í Bandaríkjunum og Evrópu, og almennt var þess vænst að þessir seðlabankar myndu tryggja stöðugleika. Reyndar höguðu markaðirnir sér eins og Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Evrópu hefðu sett sér markmið um nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Þetta þýddi að það sem seðlabankastjórar þurftu í raun að gera var að fara í búning seðlabankastjóra (dökk jakkaföt og ekki of skrautlegt bindi) og segja síðan hluti sem staðfestu væntingar markaðanna um að seðlabankinn myndi tryggja stöðugleika. Ef seðlabankinn er fyllilega trúverðugur og peningamálastefnan fylgir skýrum reglum (til dæmis markmið um stig nafnvirðis vergrar landsframleiðslu) er ólíklegt að seðlabankastjórarnir hafi mikið að gera – að minnsta kosti ekki varðandi peningamálastefnuna. Peningaeftirspurn – í stað peningaframboðs – myndi einfaldlega hreyfast upp og niður og að meira eða minna leyti tryggja að nafnvirðismarkmiðið næðist. Hins vegar, ef seðlabankinn er ekki trúverðugur er enginn tími til að vera á golfvellinum. Segjum að seðlabankinn sé með markmið um nafnvirði vergrar landsframleiðslu og að nafnvirði vergrar landsframleiðslu fari upp fyrir markmiðið. Í tilfelli trúverðugs seðlabanka myndu markaðirnir vænta þess að bankinn gripi til aðgerða til að færa nafnvirði vergrar landsframleiðslu niður að markmiðinu. Þess vegna myndu þátttakendur á mörkuðunum búast við hertri peningamálastefnu. Þetta myndi leiða til styrkingar á gjaldmiðli landsins og verðfalls á hlutabréfum. Og þar sem fjárfestar og neytendur búast við hertari peningamálastefnu myndu þeir vænta þess að verðgildi peninga myndi aukast. Afleiðingin yrði sú að fjárfestar og neytendur myndu auka peningaeftirspurn. Allt þetta myndi sjálfkrafa hægja á hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu og færa það aftur niður að markmiðinu. Við þær aðstæður að seðlabanki hafi 100% trúverðugt markmið myndi bankinn ekki gera neitt annað en að vera alvarlegur og seðlabankalegur, og markaðurinn sæi um allt annað. Breytingar á peningaeftirspurn, frekar en peningaframboði, myndu tryggja að markmiðið næðist. Ef, hins vegar, seðlabankinn er ekki trúverðugur myndu þátttakendur á markaði ekki vænta þess að seðlabankinn kæmi nafnvirði vergrar landsframleiðslu aftur á rétta braut. Við þær aðstæður yrði seðlabankinn að breyta peningaframboðinu til að þrýsta nafnvirði vergrar landsframleiðslu aftur að markmiðinu. Verstu hugsanlegu aðstæðurnar eru þegar seðlabankastjórinn tekur upp örstjórnun. Hann vill ekki að gjaldmiðillinn sé of sterkur, en fasteignaverð er of hátt og útlánaaukning of mikil fyrir hans smekk. Og hann hefur miklar áhyggjur af gjaldeyrislánum til heimilanna. Það er út af þessu sem seðlabankastjórar eru svo svekktir þessa dagana. Þeir eru einfaldlega að reyna að ná of mörgum markmiðum og það er þess vegna sem peningamálastefnan er að misheppnast úti um allan heim og seðlabankastjórar hafa engan tíma til að spila golf um þessar mundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Skoðun Skoðun COVID-19: 5 ár frá fyrsta smiti Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Hvor er betri seðlabankastjóri – sá sem er mjög upptekinn í starfi sínu eða sá sem eyðir mestum tíma sínum á golfvellinum? Svarið er að seðlabankastjórinn sem spilar golf er betri, því ef hann er önnum kafinn hefur hann sennilega ekki unnið vinnuna sína á réttan hátt. Verkefni seðlabankastjóra ætti að vera að tryggja það sem kalla mætti „nafnvirðisjafnvægi“ og ekki skekkja hlutfallsverð í hagkerfinu. Besta leiðin til að tryggja nafnvirðisjafnvægi er að framfylgja peningamálastefnu sem byggist á mjög skýrum, gegnsæjum og sjálfvirkum reglum. Seðlabankastjórar sem gera það munu ekki hafa mikið að gera þar sem markaðirnir sjá um mestu vinnuna. Þetta er það sem gerðist á hinu svokallaða „mikla stöðugleikatímabili“ frá því snemma á 10. áratugnum til 2007/8 – bæði í Bandaríkjunum og mestum hluta Evrópu. Á stöðugleikatímabilinu mikla báru markaðirnir mikið traust til seðlabankanna í Bandaríkjunum og Evrópu, og almennt var þess vænst að þessir seðlabankar myndu tryggja stöðugleika. Reyndar höguðu markaðirnir sér eins og Seðlabanki Bandaríkjanna og Seðlabanki Evrópu hefðu sett sér markmið um nafnvirði vergrar landsframleiðslu. Þetta þýddi að það sem seðlabankastjórar þurftu í raun að gera var að fara í búning seðlabankastjóra (dökk jakkaföt og ekki of skrautlegt bindi) og segja síðan hluti sem staðfestu væntingar markaðanna um að seðlabankinn myndi tryggja stöðugleika. Ef seðlabankinn er fyllilega trúverðugur og peningamálastefnan fylgir skýrum reglum (til dæmis markmið um stig nafnvirðis vergrar landsframleiðslu) er ólíklegt að seðlabankastjórarnir hafi mikið að gera – að minnsta kosti ekki varðandi peningamálastefnuna. Peningaeftirspurn – í stað peningaframboðs – myndi einfaldlega hreyfast upp og niður og að meira eða minna leyti tryggja að nafnvirðismarkmiðið næðist. Hins vegar, ef seðlabankinn er ekki trúverðugur er enginn tími til að vera á golfvellinum. Segjum að seðlabankinn sé með markmið um nafnvirði vergrar landsframleiðslu og að nafnvirði vergrar landsframleiðslu fari upp fyrir markmiðið. Í tilfelli trúverðugs seðlabanka myndu markaðirnir vænta þess að bankinn gripi til aðgerða til að færa nafnvirði vergrar landsframleiðslu niður að markmiðinu. Þess vegna myndu þátttakendur á mörkuðunum búast við hertri peningamálastefnu. Þetta myndi leiða til styrkingar á gjaldmiðli landsins og verðfalls á hlutabréfum. Og þar sem fjárfestar og neytendur búast við hertari peningamálastefnu myndu þeir vænta þess að verðgildi peninga myndi aukast. Afleiðingin yrði sú að fjárfestar og neytendur myndu auka peningaeftirspurn. Allt þetta myndi sjálfkrafa hægja á hækkun nafnvirðis vergrar landsframleiðslu og færa það aftur niður að markmiðinu. Við þær aðstæður að seðlabanki hafi 100% trúverðugt markmið myndi bankinn ekki gera neitt annað en að vera alvarlegur og seðlabankalegur, og markaðurinn sæi um allt annað. Breytingar á peningaeftirspurn, frekar en peningaframboði, myndu tryggja að markmiðið næðist. Ef, hins vegar, seðlabankinn er ekki trúverðugur myndu þátttakendur á markaði ekki vænta þess að seðlabankinn kæmi nafnvirði vergrar landsframleiðslu aftur á rétta braut. Við þær aðstæður yrði seðlabankinn að breyta peningaframboðinu til að þrýsta nafnvirði vergrar landsframleiðslu aftur að markmiðinu. Verstu hugsanlegu aðstæðurnar eru þegar seðlabankastjórinn tekur upp örstjórnun. Hann vill ekki að gjaldmiðillinn sé of sterkur, en fasteignaverð er of hátt og útlánaaukning of mikil fyrir hans smekk. Og hann hefur miklar áhyggjur af gjaldeyrislánum til heimilanna. Það er út af þessu sem seðlabankastjórar eru svo svekktir þessa dagana. Þeir eru einfaldlega að reyna að ná of mörgum markmiðum og það er þess vegna sem peningamálastefnan er að misheppnast úti um allan heim og seðlabankastjórar hafa engan tíma til að spila golf um þessar mundir.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun