Einhæfni auðlinda og virðiskeðjan Þröstur Ólafsson skrifar 12. janúar 2016 07:00 Nýverið birtist frétt um að þrátt fyrir uppgang væri brottflutningur fólks meiri en aðflutningur. Það sem þó vakti ekki síður athygli var að lunginn af brottfluttum var ungt menntað fólk. Síðar komu tölur um að atvinnuleysi hjá háskólamenntuðum færi vaxandi. Þetta eru slæm tíðindi. Nú er því ekki til að dreifa að almennt atvinnuástand sé bágborið. Hér er næg almenn atvinna og þúsundir lítt menntaðra útlendinga á leiðinni. Afkoma fólks fer batnandi. Brottflutningur menntaðs fólks er vegna skorts á sérhæfðum atvinnutækifærum, sem á mikið skylt við óþroskað, einhæft hagkerfi. Auðlindahagkerfi eru í eðli sínu einhæf. Hvorki landbúnaður né sjávarútvegur hafa mikla þörf fyrir fjölmenntað fólk. Stóriðja átti að auka fjölbreytni Við fórum af stað með stóriðju til að auka fjölbreytni í efnahagslífi landsins. Hagkerfið var staðnað. Þetta voru rétt skref í upphafi. Síðan var uppbygging stóriðju meginþungi í efnahagsstefnu landsins. Nýr einhæfur auðlindaatvinnuvegur varð til. Okkur mistókst að byggja upp úrvinnsluiðnað og skapandi störf tengd stóriðjunni sem juku verðmætasköpunina og skildu stærri hluta virðisaukans eftir í landinu. Nánast allur virðisauki stóriðjunnar verður til erlendis. Hér verða aðeins eftir beinar launagreiðslur, smávægilegir skattar og greiðsla fyrir orku, sem fram til þessa hefur ekki íþyngt rekstri stóriðjuveranna. Þessar greiðslur eru aðeins lítið brot af virði endanlegrar vöru. Virðismyndunin hérlendis verður þar að auki enn rýrari fyrir þá sök að sami aðili stýrir allri virðiskeðjunni og hefur það því nokkurn veginn í hendi sér, hvar virðisaukinn verður til. Þá rýrnar hann enn þar sem við fórnum íslenskri náttúru. Auðlindaafurðir eru óstöðugustu afurðir á mörkuðum. Gleymum því heldur ekki að ungt fólk með fjölhæfa menntun er ekki á launaskrá stóriðjuvera. Virðisaukinn Auður þjóða myndast þegar þeim tekst að halda hjá sér eða draga til sín arðbærustu hlekkina í framleiðslukeðjunni. Þar liggur mestur virðisaukinn. Þessir þættir framleiðslukeðjunnar eru t.d. hugmyndavinnan, hönnun vörunnar, dreifing og að lokum salan. Frumframleiðsla er ekki sérlega arðbær atvinnugrein, ekki einu sinni í olíu. Hugmynda- og þróunarvinnan, dreifingin og kannski ekki hvað síst margumtöluð vörumerki, mynda stærstan hluta virðiskeðjunnar í nútíma atvinnurekstri. Þar greiðast hæstu launin, mestur arðurinn og hæstu skattarnir. Af hverju skyldu bæði frystihús og sláturhús vera staðir, þar sem Íslendingar bíða ekki í röðum eftir að fá vinnu? Engin þjóð þroskast atvinnulega séð á því að leggja höfuðáherslu á að búa til nóg af almennum láglaunastörfum. Það er leið langtíma stöðnunar. Íslenska ríkið hefur allt frá upphafi fullveldisins verið afgerandi afl á sviði atvinnumála. Einkum hefur þetta gilt gagnvart auðlindaatvinnuvegunum, landbúnaði, sjávarútvegi og síðar stóriðju. Því miður hafa þessi afskipti ríkisvaldsins einkum fest í sessi haggerð, sem til lengdar örvar hvorki hagvöxt né nýsköpun. Tiltölulega einhæf nýting auðlinda er sett í forgang, því það er auðveldara og atkvæðavænlegra. Þroskað hagkerfi byggir á hugviti, verkkunnáttu, áræðni og margvíslegri þekkingu. Þaðan kemur mestur virðisaukinn. Gjaldmiðilinn Ekki má gleyma garminum honum Katli, þegar rætt er um fráhrindandi aðstæður fyrir ungt menntað fólk til að setjast að á Íslandi. Þar á ég við íslensku krónuna, sem fengið hefur þá heiðursnafnbót frá forsætisráðherra að vera sterkasti gjaldmiðill í heimi. Það er ekkert sérstakt afreksverk að gjaldmiðill sem býr við ströng gjaldeyrishöft og er hvergi nothæfur utan eigin lands, haldist þokkalega stöðugur. Til þess eru höftin. Þrátt fyrir þessa algjöru einangrun og vernd þarf krónan háa vexti svo hún geti staðið undir því verkefni, að halda verðbólgu í skefjum. Gjaldeyrishöftin koma heldur ekki í veg fyrir að mörg mismunandi gengi eru á krónunni. Innflutnings- og ferðamannagengi, útboðsgengi seðlabankans og síðan er verðtryggða útgáfa hennar. Sem mælieining er hún skökk, óstöðug og misvísandi. Sennilega hefur enginn einn hluti íslenska hagkerfisins „féflett“ Íslendinga meir í gegnum árin en krónan. Það er hún sem gerir ungu fólki erfitt með að búa hér, þótt það hafi vinnu. Hún er svo dyntótt og dýr, hvort sem hún er óverðtryggð eða verðtryggð. Hún gengur af öllum húsnæðiskerfum dauðum. Ef við viljum fá ungt menntað fólk til að setjast að hérlendis þurfum við að breyta um opinbera atvinnustefnu, hætta fjáraustri í auðlindaatvinnuvegi og finna lausn á gjaldmiðilsmálum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þröstur Ólafsson Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið birtist frétt um að þrátt fyrir uppgang væri brottflutningur fólks meiri en aðflutningur. Það sem þó vakti ekki síður athygli var að lunginn af brottfluttum var ungt menntað fólk. Síðar komu tölur um að atvinnuleysi hjá háskólamenntuðum færi vaxandi. Þetta eru slæm tíðindi. Nú er því ekki til að dreifa að almennt atvinnuástand sé bágborið. Hér er næg almenn atvinna og þúsundir lítt menntaðra útlendinga á leiðinni. Afkoma fólks fer batnandi. Brottflutningur menntaðs fólks er vegna skorts á sérhæfðum atvinnutækifærum, sem á mikið skylt við óþroskað, einhæft hagkerfi. Auðlindahagkerfi eru í eðli sínu einhæf. Hvorki landbúnaður né sjávarútvegur hafa mikla þörf fyrir fjölmenntað fólk. Stóriðja átti að auka fjölbreytni Við fórum af stað með stóriðju til að auka fjölbreytni í efnahagslífi landsins. Hagkerfið var staðnað. Þetta voru rétt skref í upphafi. Síðan var uppbygging stóriðju meginþungi í efnahagsstefnu landsins. Nýr einhæfur auðlindaatvinnuvegur varð til. Okkur mistókst að byggja upp úrvinnsluiðnað og skapandi störf tengd stóriðjunni sem juku verðmætasköpunina og skildu stærri hluta virðisaukans eftir í landinu. Nánast allur virðisauki stóriðjunnar verður til erlendis. Hér verða aðeins eftir beinar launagreiðslur, smávægilegir skattar og greiðsla fyrir orku, sem fram til þessa hefur ekki íþyngt rekstri stóriðjuveranna. Þessar greiðslur eru aðeins lítið brot af virði endanlegrar vöru. Virðismyndunin hérlendis verður þar að auki enn rýrari fyrir þá sök að sami aðili stýrir allri virðiskeðjunni og hefur það því nokkurn veginn í hendi sér, hvar virðisaukinn verður til. Þá rýrnar hann enn þar sem við fórnum íslenskri náttúru. Auðlindaafurðir eru óstöðugustu afurðir á mörkuðum. Gleymum því heldur ekki að ungt fólk með fjölhæfa menntun er ekki á launaskrá stóriðjuvera. Virðisaukinn Auður þjóða myndast þegar þeim tekst að halda hjá sér eða draga til sín arðbærustu hlekkina í framleiðslukeðjunni. Þar liggur mestur virðisaukinn. Þessir þættir framleiðslukeðjunnar eru t.d. hugmyndavinnan, hönnun vörunnar, dreifing og að lokum salan. Frumframleiðsla er ekki sérlega arðbær atvinnugrein, ekki einu sinni í olíu. Hugmynda- og þróunarvinnan, dreifingin og kannski ekki hvað síst margumtöluð vörumerki, mynda stærstan hluta virðiskeðjunnar í nútíma atvinnurekstri. Þar greiðast hæstu launin, mestur arðurinn og hæstu skattarnir. Af hverju skyldu bæði frystihús og sláturhús vera staðir, þar sem Íslendingar bíða ekki í röðum eftir að fá vinnu? Engin þjóð þroskast atvinnulega séð á því að leggja höfuðáherslu á að búa til nóg af almennum láglaunastörfum. Það er leið langtíma stöðnunar. Íslenska ríkið hefur allt frá upphafi fullveldisins verið afgerandi afl á sviði atvinnumála. Einkum hefur þetta gilt gagnvart auðlindaatvinnuvegunum, landbúnaði, sjávarútvegi og síðar stóriðju. Því miður hafa þessi afskipti ríkisvaldsins einkum fest í sessi haggerð, sem til lengdar örvar hvorki hagvöxt né nýsköpun. Tiltölulega einhæf nýting auðlinda er sett í forgang, því það er auðveldara og atkvæðavænlegra. Þroskað hagkerfi byggir á hugviti, verkkunnáttu, áræðni og margvíslegri þekkingu. Þaðan kemur mestur virðisaukinn. Gjaldmiðilinn Ekki má gleyma garminum honum Katli, þegar rætt er um fráhrindandi aðstæður fyrir ungt menntað fólk til að setjast að á Íslandi. Þar á ég við íslensku krónuna, sem fengið hefur þá heiðursnafnbót frá forsætisráðherra að vera sterkasti gjaldmiðill í heimi. Það er ekkert sérstakt afreksverk að gjaldmiðill sem býr við ströng gjaldeyrishöft og er hvergi nothæfur utan eigin lands, haldist þokkalega stöðugur. Til þess eru höftin. Þrátt fyrir þessa algjöru einangrun og vernd þarf krónan háa vexti svo hún geti staðið undir því verkefni, að halda verðbólgu í skefjum. Gjaldeyrishöftin koma heldur ekki í veg fyrir að mörg mismunandi gengi eru á krónunni. Innflutnings- og ferðamannagengi, útboðsgengi seðlabankans og síðan er verðtryggða útgáfa hennar. Sem mælieining er hún skökk, óstöðug og misvísandi. Sennilega hefur enginn einn hluti íslenska hagkerfisins „féflett“ Íslendinga meir í gegnum árin en krónan. Það er hún sem gerir ungu fólki erfitt með að búa hér, þótt það hafi vinnu. Hún er svo dyntótt og dýr, hvort sem hún er óverðtryggð eða verðtryggð. Hún gengur af öllum húsnæðiskerfum dauðum. Ef við viljum fá ungt menntað fólk til að setjast að hérlendis þurfum við að breyta um opinbera atvinnustefnu, hætta fjáraustri í auðlindaatvinnuvegi og finna lausn á gjaldmiðilsmálum okkar.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun