Fótbolti

Eggert Gunnþór: Vonandi vita Lars og Heimir af mér

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eggert Gunnþór Jónsson er loksins byrjaður að spila reglulega aftur.
Eggert Gunnþór Jónsson er loksins byrjaður að spila reglulega aftur. vísir/getty
Eggert Gunnþór Jónsson, leikmaður Fleetwood Town í ensku C-deildinni, vonast til að komast í landsliðið aftur á næstunni og helst að fara með strákunum okkar á EM í Fraklandi í sumar.

Austfirðingurinn var fastamaður í landsliðinu um árabil en mikil meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá honum undanfarin misseri.

Hann hefur í heildina spilað 19 landsleiki, en Eggert spilaði síðast fyrir Ísland í 2-0 tapi gegn Sviss í undankeppni HM 2014 í október 2012.

„Það er alltaf markmið mitt að komast aftur í landsliðið. Vonandi vita þjálfararnir af mér,“ segir Eggert Gunnþór í viðtali við Fleetwood Today. „Ég er viss um það, ég hef verið í hópnum nokkru sinni áður.“

Eggert Gunnþór er kominn aftur á gott ról eftir langvarandi meiðsli. Hann hefur verið í byrjunarliðinu hjá Fleetwood í síðustu tólf deildarleikjum og í heildina spilað 18 af 25 deildarleikjum liðsins á tímabilinu.

„Ég er bara ánægður með að vera byrjaður að spila aftur og reyna að hjálpa Fleetwood að klifra upp töfluna,“ segir Eggert Gunnþór Jónsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×