Íslenski boltinn

Sex Pepsi-deildarlið þurfa að spila á meðan Ísland er á EM

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnleifur Gunnleifsson í leik Blika og FH í Pepsi-deildinni í fyrra.
Gunnleifur Gunnleifsson í leik Blika og FH í Pepsi-deildinni í fyrra. Vísir/Andri Marinó
Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, hefur nú gert opinber drög að leikdögum Pepsi-deildarinnar í sumar en þar kemur fram að helmingur liða Pepsi-deildar karla þurfa að spila leik á meðan Ísland er að spila í riðlakeppni Evrópumótsins.

Ísland spilar sinn fyrsta leik á móti Portúgal 14. júní en 15. og 16. júní fara fram leikir hjá þeim liðum sem taka þátt í Evrópukeppnum seinna um sumarið.

Eitt liðanna sem spilar milli leikja eitt og tvö hjá íslenska landsliðinu er lið Breiðabliks en markvörður liðsins, Gunnleifur Gunnleifsson, hefur verið í landsliðshópi Íslands.

Liðin sem sem þurfa að spila á meðan Ísland er á EM eru ÍBV, Breiðablik, Fjölnir, KR, Valur og FH. Síðasti leikur hjá hinum liðunum sex er sunnudaginn 5. júní og fyrsta umferð eftir EM er 23. og 24.júní.

Fyrsta umferð Pepsi-deildarinnar 2016 fer fram 1. maí og síðasta umferðin fer fram 1. október. Sex umferðir munu fara fram í maí og sú sjöunda verður spiluð 5. júní.

Það verður ekkert spilað í Pepsi-deild kvenna frá 29. maí til 24. júní en það er bæði vegna Evrópumótsins og landsliðsverkefna en íslenska kvennalandsliðið spilar úti við Skotland 3. júní og heima á móti Makedóníu 7. júní.

Það er hægt að sjá drög að leikdögum Pepsi-deildarinnar hér.



Leikir í Pepsi-deild karla í kringum leiki Íslands á EM:



14. júní Ísland-Portúgal

15. júní ÍBV-Breiðablik

15. júní Fjölnir-KR

16. júní Valur-FH

18. júní Ísland-Ungverjaland

22. júní Ísland-Austurríki

23. júní Stjarnan-ÍBV                         

23. júní Breiðablik-Valur                     

23. júní KR-ÍA                         

23. júní FH-Fylkir                         

23. júní Víkingur R.-Víkingur Ó.                 

23. júní Þróttur R.-Fjölnir  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×