Katrín, leiguþakið lekur Hildur Sverrisdóttir skrifar 14. ágúst 2015 08:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, vill setja þak á leiguverð. Slíkt hljómar eflaust vel í eyrum margra en er samt ágætt dæmi um hljómfagra skyndilausn sem síðar verður að bjarnargreiða. Það er ófremdarástand á húsnæðismarkaði, sérstaklega fyrir ungt fólk. Vandamálið er fyrst og fremst skortur á framboði húsnæðis sem þrýstir upp verði. Það er þekkt í stjórnmálasögu heimsins að gripið sé til lausna á borð við leiguþak þegar slíkur vandi steðjar að. Það er ekki mannvonska eða skeytingarleysi að gjalda varhug við slíkum inngripslausnum nú, heldur hefur reynslan af þeim einfaldlega verið slæm. Leiga undir markaðsverði eykur á grunnvandann í staðinn fyrir að leysa hann – með sóun á húsnæði, verra viðhaldi og stöðvun nýbygginga. Leiguþak býr til óeðlilega eftirspurn og dregur úr nauðsynlegu framboði. Verktakar byggja ekki og eigendur leigja ekki húsnæði sem þeir fá ekki raunvirði fyrir. Þó það sé skiljanlegt að stjórnmálamenn freistist til að tala einungis fyrir vinsælum hagsbótum eins hóps fólks til skamms tíma verður að krefjast þess að þeir horfi heildstætt á afleiðingar til langs tíma – sérstaklega þegar sporin hræða. Hagfræðingurinn Henry Hazlitt orðar það til dæmis beinskeytt að hámarksleiga sé ekki einungis árangurslaus heldur valdi hún æ meiri skaða fyrir alla, og ekki síst fyrir hópinn sem átti upphaflega að hjálpa. Hagfræðingurinn Assar Lindbeck orðaði það enn snaggaralegar; að leiguþak sé skilvirkasta leiðin til að eyðileggja borgir, fyrir utan sprengjuárás. Hið opinbera getur hins vegar aðstoðað með öðrum aðgerðum. Til dæmis er augljóst að sú aðgerð vinstri ríkisstjórnarinnar, sem Katrín Jakobsdóttir sat í, að tvöfalda skatt á leigutekjur á sinn þátt í vanda leigjenda nú. Slík skattahækkun þrýsti að sjálfsögðu upp leiguverði. Hún var síðar að hluta dregin til baka en markaðurinn er lengi að jafna sig eftir slík inngrip og leigjendur súpa af því seyðið. Því ber að fagna yfirlýstum aðgerðum ríkisstjórnarinnar nú um að lækka skatta af leigutekjum til að auka framboð leiguíbúða og lækka leigu. Svo þarf að gera skurk í breytingu byggingarreglugerða, fjölgun lóða, lægri skattheimtu sveitarfélaga o.fl. Slíkar aðgerðir hljóma kannski ekki jafn freistandi og skyndilausnir um leiguþak en eru miklu betur til þess fallnar að skila alvöru og langvarandi árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir Skoðun Er ballið að byrja? Fastir pennar Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, vill setja þak á leiguverð. Slíkt hljómar eflaust vel í eyrum margra en er samt ágætt dæmi um hljómfagra skyndilausn sem síðar verður að bjarnargreiða. Það er ófremdarástand á húsnæðismarkaði, sérstaklega fyrir ungt fólk. Vandamálið er fyrst og fremst skortur á framboði húsnæðis sem þrýstir upp verði. Það er þekkt í stjórnmálasögu heimsins að gripið sé til lausna á borð við leiguþak þegar slíkur vandi steðjar að. Það er ekki mannvonska eða skeytingarleysi að gjalda varhug við slíkum inngripslausnum nú, heldur hefur reynslan af þeim einfaldlega verið slæm. Leiga undir markaðsverði eykur á grunnvandann í staðinn fyrir að leysa hann – með sóun á húsnæði, verra viðhaldi og stöðvun nýbygginga. Leiguþak býr til óeðlilega eftirspurn og dregur úr nauðsynlegu framboði. Verktakar byggja ekki og eigendur leigja ekki húsnæði sem þeir fá ekki raunvirði fyrir. Þó það sé skiljanlegt að stjórnmálamenn freistist til að tala einungis fyrir vinsælum hagsbótum eins hóps fólks til skamms tíma verður að krefjast þess að þeir horfi heildstætt á afleiðingar til langs tíma – sérstaklega þegar sporin hræða. Hagfræðingurinn Henry Hazlitt orðar það til dæmis beinskeytt að hámarksleiga sé ekki einungis árangurslaus heldur valdi hún æ meiri skaða fyrir alla, og ekki síst fyrir hópinn sem átti upphaflega að hjálpa. Hagfræðingurinn Assar Lindbeck orðaði það enn snaggaralegar; að leiguþak sé skilvirkasta leiðin til að eyðileggja borgir, fyrir utan sprengjuárás. Hið opinbera getur hins vegar aðstoðað með öðrum aðgerðum. Til dæmis er augljóst að sú aðgerð vinstri ríkisstjórnarinnar, sem Katrín Jakobsdóttir sat í, að tvöfalda skatt á leigutekjur á sinn þátt í vanda leigjenda nú. Slík skattahækkun þrýsti að sjálfsögðu upp leiguverði. Hún var síðar að hluta dregin til baka en markaðurinn er lengi að jafna sig eftir slík inngrip og leigjendur súpa af því seyðið. Því ber að fagna yfirlýstum aðgerðum ríkisstjórnarinnar nú um að lækka skatta af leigutekjum til að auka framboð leiguíbúða og lækka leigu. Svo þarf að gera skurk í breytingu byggingarreglugerða, fjölgun lóða, lægri skattheimtu sveitarfélaga o.fl. Slíkar aðgerðir hljóma kannski ekki jafn freistandi og skyndilausnir um leiguþak en eru miklu betur til þess fallnar að skila alvöru og langvarandi árangri.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun