Þak á leiguverð – hví ekki? Katrín Jakobsdóttir skrifar 13. ágúst 2015 07:00 Húsnæðismál eru eitt brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna um þessar mundir. Eftir efnahagshrunið, þar sem byggingaiðnaður hrundi og margir misstu húsnæði sitt á sama tíma, eru æ fleiri sem eiga í erfiðleikum með að koma sér þaki yfir höfuðið. Ég hitti æ fleira fólk á öllum aldri sem lýsir erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði; ungt fólk sem ekki fær greiðslumat til fasteignakaupa en greiðir eigi að síður himinháa leigu, eldra fólk sem greiðir háan hluta launa sinna í leigu af örsmáu húsnæði og svo mætti lengi telja. Viðbrögð stjórnvalda við þessu ástandi hafa ekki verið sannfærandi. Svokölluð leiðrétting fasteignalána hefur engu breytt fyrir leigjendur sem eru þriðjungur heimila landsins. Beðið hefur verið eftir húsnæðisfrumvörpum félags- og húsnæðismálaráðherra en þau spil sem sýnt hefur verið á hafa valdið vonbrigðum og ekkert þessara mála hefur klárast. Staðreyndin er sú að leiguverð hefur hækkað mjög og öryggi leigjenda er lítið. Margir kjósa að leigja út til skemmri tíma fyrir hærra verð. Félagsleg úrræði á leigumarkaði duga ekki til og leigusalar hafa rúmar heimildir til að hækka leiguverð á leigjendur sína án nokkurs fyrirvara eins og nýleg dæmi frá Reykjanesbæ sýna. Lausnin getur ekki verið sú að ungt fólk búi lengur heima hjá pabba og mömmu og pabbi og mamma eru ekki heldur alltaf í aðstöðu til þess að hýsa heilu fjölskyldurnar. Það þarf alvöru úrræði. Nú í vor beindi ég fyrirspurn til ráðherra hvort ekki væri rétt að setja þak á leiguverð þannig að leigusölum sé leiguverð ekki í sjálfsvald sett. Slík lög hafa lengi verið í gildi í Svíþjóð og nú nýlega voru slíkar reglur settar í Berlín því að borgaryfirvöldum finnst mikilvægt að tryggja að borgin sé fyrir alla, ekki einungis elítuna. Fátt var um svör en ég hvet ráðherra og aðra sem koma að málum að skoða þessa hugmynd alvarlega. Þak yfir höfuð er hluti af grunnþörfum mannsins og þar hefur hið opinbera skyldum að gegna. Leigumarkaðurinn á ekki að lúta frumskógarlögmálum enda varðar hann velferð fólksins í landinu og hún á að vera forgangsmál stjórnmálanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Skaðaminnkun bjargar mannslífum Jónína Guðný Bogadóttir Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Húsnæðismál eru eitt brýnasta viðfangsefni stjórnmálanna um þessar mundir. Eftir efnahagshrunið, þar sem byggingaiðnaður hrundi og margir misstu húsnæði sitt á sama tíma, eru æ fleiri sem eiga í erfiðleikum með að koma sér þaki yfir höfuðið. Ég hitti æ fleira fólk á öllum aldri sem lýsir erfiðri stöðu á húsnæðismarkaði; ungt fólk sem ekki fær greiðslumat til fasteignakaupa en greiðir eigi að síður himinháa leigu, eldra fólk sem greiðir háan hluta launa sinna í leigu af örsmáu húsnæði og svo mætti lengi telja. Viðbrögð stjórnvalda við þessu ástandi hafa ekki verið sannfærandi. Svokölluð leiðrétting fasteignalána hefur engu breytt fyrir leigjendur sem eru þriðjungur heimila landsins. Beðið hefur verið eftir húsnæðisfrumvörpum félags- og húsnæðismálaráðherra en þau spil sem sýnt hefur verið á hafa valdið vonbrigðum og ekkert þessara mála hefur klárast. Staðreyndin er sú að leiguverð hefur hækkað mjög og öryggi leigjenda er lítið. Margir kjósa að leigja út til skemmri tíma fyrir hærra verð. Félagsleg úrræði á leigumarkaði duga ekki til og leigusalar hafa rúmar heimildir til að hækka leiguverð á leigjendur sína án nokkurs fyrirvara eins og nýleg dæmi frá Reykjanesbæ sýna. Lausnin getur ekki verið sú að ungt fólk búi lengur heima hjá pabba og mömmu og pabbi og mamma eru ekki heldur alltaf í aðstöðu til þess að hýsa heilu fjölskyldurnar. Það þarf alvöru úrræði. Nú í vor beindi ég fyrirspurn til ráðherra hvort ekki væri rétt að setja þak á leiguverð þannig að leigusölum sé leiguverð ekki í sjálfsvald sett. Slík lög hafa lengi verið í gildi í Svíþjóð og nú nýlega voru slíkar reglur settar í Berlín því að borgaryfirvöldum finnst mikilvægt að tryggja að borgin sé fyrir alla, ekki einungis elítuna. Fátt var um svör en ég hvet ráðherra og aðra sem koma að málum að skoða þessa hugmynd alvarlega. Þak yfir höfuð er hluti af grunnþörfum mannsins og þar hefur hið opinbera skyldum að gegna. Leigumarkaðurinn á ekki að lúta frumskógarlögmálum enda varðar hann velferð fólksins í landinu og hún á að vera forgangsmál stjórnmálanna.
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Leiguþak er líka gott fyrir fasteignakaupendur! Guðmundur Hrafn Arngrímsson,Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun
Þriðjungur barna af erlendum uppruna tilheyrir ekki skólanum sínum Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun