Að stofna eigið fyrirtæki er nú eftirsóknarverður kostur Salóme Guðmundsdóttir skrifar 15. júlí 2015 08:00 Nýsköpunarfyrirtæki þjóna lykilhlutverki í hagkerfinu vegna framlags þeirra til tækniframfara og nýrrar þekkingar. Vöxtur slíkra fyrirtækja er forsenda þess að við Íslendingar getum skotið fleiri stoðum undir útflutning okkar og aukið framleiðslugetu landsins á komandi árum. Undanfarinn áratug hafa orðið töluverðar breytingar á stuðningsumhverfi frumkvöðla hér á landi. Það urðu vissulega til nokkur öflug fyrirtæki, en frumkvöðlar unnu hver í sínu lagi og lítið var um skipulagða viðburði. Háskólarnir buðu upp á námskeið tileinkað nýsköpun og stofnun fyrirtækja en það skorti vettvang til stuðnings og eftirfylgni fyrir þær hugmyndir sem þar spruttu upp. Upplýsingar um það hvernig frumkvöðlar skyldu bera sig að í upphafi voru jafnframt ekki nægilega aðgengilegar. Almennt séð var lítil þekking á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í þjóðfélaginu og henni ekki gert hátt undir höfði. Frumkvöðlar voru jafnvel álitnir hálfgerðir sérvitringar. Nýútskrifaðir nemendur háskólanna horfðu til fjármálageirans og annarra stórfyrirtækja sem fyrsta kost fyrir framtíðarstarf, en sprotafyrirtæki voru ekki á ratsjánni. Með aukinni umfjöllun um árangur íslenskra fyrirtækja á borð við CCP, QuizUp, Meniga, Datamarket, GreenQloud og Marorku hafa orðið til sífellt fleiri fyrirmyndir innan sprotasamfélagsins. Alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Apple, Google, Facebook og Spotify sem notið hafa mikillar velgengni og gjarnan eru flokkuð sem fyrirmyndar sprotafyrirtæki hafa einnig áhrif á viðhorf og ímynd frumkvöðla. Að stofna eigið fyrirtæki er nú viðurkenndur og ekki síður eftirsóknarverður valkostur. Árlega eru haldnir yfir 300 viðburðir í tengslum við frumkvöðlastarf á Íslandi og framboð sérsniðinnar vinnuaðstöðu fyrir frumkvöðla hefur aldrei verið betra. Með hugsjón lykilaðila innan sprotasenunnar; reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga, ásamt stuðningi háskólasamfélagsins og hins opinbera, hefur orðið til öflugt frumkvöðlasamfélag á Íslandi á síðustu árum. Ein meginástæða þess árangurs sem náðst hefur er að mínu mati sú ríka áhersla sem lögð hefur verið á að horfa til erlendra fyrirmynda varðandi áherslur og val verkefna. Með viðskiptahröðlum og öðrum alþjóðlegum samstarfsverkefnum hefur orðið til ný reynsla og þekking auk tengsla sem hafa orðið til þess að við höfum öðlast færni til að geta svarað betur þörfum frumkvöðla á seinni stigum, þ.e. við undirbúning fyrir fjármögnun og sókn á erlenda markaði. Mikilvægt er því að markvisst sé unnið að því að koma framúrskarandi sprotafyrirtækjum á framfæri og þau verði fengin til að deila reynslu sinni til að hvetja aðra frumkvöðla og hugmyndasmiði til dáða. Það er ekki síður mikilvægt að þær reynslusögur nái út fyrir landsteinana til að vekja athygli á áhugaverðum fjárfestingarkostum á Íslandi. Gott samstarf við fremstu sprotasamfélög heims skiptir meginmáli til að tryggja að við séum í takt við tímann. Með virkum alþjóðlegum tengslum skapast raunveruleg tækifæri til verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Nýsköpunarfyrirtæki þjóna lykilhlutverki í hagkerfinu vegna framlags þeirra til tækniframfara og nýrrar þekkingar. Vöxtur slíkra fyrirtækja er forsenda þess að við Íslendingar getum skotið fleiri stoðum undir útflutning okkar og aukið framleiðslugetu landsins á komandi árum. Undanfarinn áratug hafa orðið töluverðar breytingar á stuðningsumhverfi frumkvöðla hér á landi. Það urðu vissulega til nokkur öflug fyrirtæki, en frumkvöðlar unnu hver í sínu lagi og lítið var um skipulagða viðburði. Háskólarnir buðu upp á námskeið tileinkað nýsköpun og stofnun fyrirtækja en það skorti vettvang til stuðnings og eftirfylgni fyrir þær hugmyndir sem þar spruttu upp. Upplýsingar um það hvernig frumkvöðlar skyldu bera sig að í upphafi voru jafnframt ekki nægilega aðgengilegar. Almennt séð var lítil þekking á nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi í þjóðfélaginu og henni ekki gert hátt undir höfði. Frumkvöðlar voru jafnvel álitnir hálfgerðir sérvitringar. Nýútskrifaðir nemendur háskólanna horfðu til fjármálageirans og annarra stórfyrirtækja sem fyrsta kost fyrir framtíðarstarf, en sprotafyrirtæki voru ekki á ratsjánni. Með aukinni umfjöllun um árangur íslenskra fyrirtækja á borð við CCP, QuizUp, Meniga, Datamarket, GreenQloud og Marorku hafa orðið til sífellt fleiri fyrirmyndir innan sprotasamfélagsins. Alþjóðleg stórfyrirtæki eins og Apple, Google, Facebook og Spotify sem notið hafa mikillar velgengni og gjarnan eru flokkuð sem fyrirmyndar sprotafyrirtæki hafa einnig áhrif á viðhorf og ímynd frumkvöðla. Að stofna eigið fyrirtæki er nú viðurkenndur og ekki síður eftirsóknarverður valkostur. Árlega eru haldnir yfir 300 viðburðir í tengslum við frumkvöðlastarf á Íslandi og framboð sérsniðinnar vinnuaðstöðu fyrir frumkvöðla hefur aldrei verið betra. Með hugsjón lykilaðila innan sprotasenunnar; reyndra frumkvöðla, fjárfesta og annarra sérfræðinga, ásamt stuðningi háskólasamfélagsins og hins opinbera, hefur orðið til öflugt frumkvöðlasamfélag á Íslandi á síðustu árum. Ein meginástæða þess árangurs sem náðst hefur er að mínu mati sú ríka áhersla sem lögð hefur verið á að horfa til erlendra fyrirmynda varðandi áherslur og val verkefna. Með viðskiptahröðlum og öðrum alþjóðlegum samstarfsverkefnum hefur orðið til ný reynsla og þekking auk tengsla sem hafa orðið til þess að við höfum öðlast færni til að geta svarað betur þörfum frumkvöðla á seinni stigum, þ.e. við undirbúning fyrir fjármögnun og sókn á erlenda markaði. Mikilvægt er því að markvisst sé unnið að því að koma framúrskarandi sprotafyrirtækjum á framfæri og þau verði fengin til að deila reynslu sinni til að hvetja aðra frumkvöðla og hugmyndasmiði til dáða. Það er ekki síður mikilvægt að þær reynslusögur nái út fyrir landsteinana til að vekja athygli á áhugaverðum fjárfestingarkostum á Íslandi. Gott samstarf við fremstu sprotasamfélög heims skiptir meginmáli til að tryggja að við séum í takt við tímann. Með virkum alþjóðlegum tengslum skapast raunveruleg tækifæri til verðmætasköpunar fyrir íslenskt samfélag.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun