Hvers vegna fá Grikkir ekki sömu meðferð og Þjóðverjar? Skjóðan skrifar 1. júlí 2015 12:00 Ráðamenn í Brüssel og Berlín voru meðvitaðir um sjónhverfingarnar sem beitt var við að fegra grísk ríkisfjármál í aðdraganda þátttöku Grikklands í evrusamstarfinu. Alþjóðlega bankasamfélagið vissi allt um þau Pótemkin-tjöld. Samt héldu bankar áfram að lána til Grikklands vegna þess að skammtímatekjurnar af því mynduðu grunn að bónusum bankastjóra. Þeir vissu að Grikkland gæti ekki borgað til baka en lánuðu vegna þess að þeir vissu að þeir myndu fleyta rjómann af lánveitingunum og handrukkarar hins alþjóðlega fjármálakerfis myndu skikka Grikki til að fórna heilbrigðiskerfi, menntakerfi og tryggingakerfi ef það væri nauðsynlegt til að endurgreiða lánin. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist. Troikan steig inn og keypti skuldir Grikkja á fullu verði af bönkunum sem upphaflega lánuðu. Bankar halda áfram að lána glæfralega á meðan þeir vita að þeim verður ávallt tryggt skaðleysi af lánveitingum sínum sama hversu galnar þær eru. Aðgerðir troikunnar eru ávísun á alvarlegar fjármálakrísur í framtíðinni. Grikkland er ekki fyrsta fórnarlamb handrukkunar á vegum alþjóðlegra banka og ekki það síðasta. Ólíkt fóru menn að 1953 þegar Lundúnasamkomulagið um skuldir Þjóðverja var undirritað. Þá var stór hluti skulda Þjóðverja afskrifaður og lengt í því sem eftir stóð vegna þess að ráðamenn Vesturlanda þá vildu frekar hafa Þýskaland sem sterkan bandamann en skilja það eftir í spennitreyju ofvaxinna skulda. Höfðu þó Þjóðverjar innan við áratug fyrr farið með blóðugum hernaði gegn heiminum. Eftir kreppuna miklu í Bandaríkjunum á 4. áratug síðustu aldar óx verkalýðfélögum fiskur um hrygg vestra og reiði almennings, sem ekki hafði vinnu og átti hvorki í sig né á, kraumaði. Uppþoti var hótað og Roosevelt forseti samdi við fulltrúa verkalýðsafla og vinstri flokka um atvinnuleysisbætur, almannatryggingar og lágmarkslaun. Fjár til verkefnisins var aflað með sköttum frá efnafólki og stórfyrirtækjum. Komið var böndum á fjármálaöflin. Roosevelt lofaði að auki vinnu þeim sem einkageirinn gæti ekki útvegað störf. Á nokkrum árum skapaði Roosevelt milljónir starfa sem fóru í að treysta innviði Bandaríkjanna, nokkuð sem Bandaríkin njóta enn góðs af, áttatíu árum síðar. Bandaríkin og Þýskaland hafa þannig staðið í sporum Grikklands. Leið þeirra til hagsældar fólst í vexti en ekki niðurskurði. Samt ætlast menn til að Grikkir skeri enn frekar niður og fækki störfum. Markmiðið er augljóslega ekki endurreisn Grikklands heldur skaðleysi gráðugra banka. Mikil er skömm Merkel, Schäuble, Junckers, Lagarde og Draghi fyrir sinn hlut í því. Grikkland hefur þegar skorið of mikið niður. Sú helstefna sem rekin er gegn landinu getur aðeins endað með skelfingu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Grikkland Skjóðan Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ráðamenn í Brüssel og Berlín voru meðvitaðir um sjónhverfingarnar sem beitt var við að fegra grísk ríkisfjármál í aðdraganda þátttöku Grikklands í evrusamstarfinu. Alþjóðlega bankasamfélagið vissi allt um þau Pótemkin-tjöld. Samt héldu bankar áfram að lána til Grikklands vegna þess að skammtímatekjurnar af því mynduðu grunn að bónusum bankastjóra. Þeir vissu að Grikkland gæti ekki borgað til baka en lánuðu vegna þess að þeir vissu að þeir myndu fleyta rjómann af lánveitingunum og handrukkarar hins alþjóðlega fjármálakerfis myndu skikka Grikki til að fórna heilbrigðiskerfi, menntakerfi og tryggingakerfi ef það væri nauðsynlegt til að endurgreiða lánin. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist. Troikan steig inn og keypti skuldir Grikkja á fullu verði af bönkunum sem upphaflega lánuðu. Bankar halda áfram að lána glæfralega á meðan þeir vita að þeim verður ávallt tryggt skaðleysi af lánveitingum sínum sama hversu galnar þær eru. Aðgerðir troikunnar eru ávísun á alvarlegar fjármálakrísur í framtíðinni. Grikkland er ekki fyrsta fórnarlamb handrukkunar á vegum alþjóðlegra banka og ekki það síðasta. Ólíkt fóru menn að 1953 þegar Lundúnasamkomulagið um skuldir Þjóðverja var undirritað. Þá var stór hluti skulda Þjóðverja afskrifaður og lengt í því sem eftir stóð vegna þess að ráðamenn Vesturlanda þá vildu frekar hafa Þýskaland sem sterkan bandamann en skilja það eftir í spennitreyju ofvaxinna skulda. Höfðu þó Þjóðverjar innan við áratug fyrr farið með blóðugum hernaði gegn heiminum. Eftir kreppuna miklu í Bandaríkjunum á 4. áratug síðustu aldar óx verkalýðfélögum fiskur um hrygg vestra og reiði almennings, sem ekki hafði vinnu og átti hvorki í sig né á, kraumaði. Uppþoti var hótað og Roosevelt forseti samdi við fulltrúa verkalýðsafla og vinstri flokka um atvinnuleysisbætur, almannatryggingar og lágmarkslaun. Fjár til verkefnisins var aflað með sköttum frá efnafólki og stórfyrirtækjum. Komið var böndum á fjármálaöflin. Roosevelt lofaði að auki vinnu þeim sem einkageirinn gæti ekki útvegað störf. Á nokkrum árum skapaði Roosevelt milljónir starfa sem fóru í að treysta innviði Bandaríkjanna, nokkuð sem Bandaríkin njóta enn góðs af, áttatíu árum síðar. Bandaríkin og Þýskaland hafa þannig staðið í sporum Grikklands. Leið þeirra til hagsældar fólst í vexti en ekki niðurskurði. Samt ætlast menn til að Grikkir skeri enn frekar niður og fækki störfum. Markmiðið er augljóslega ekki endurreisn Grikklands heldur skaðleysi gráðugra banka. Mikil er skömm Merkel, Schäuble, Junckers, Lagarde og Draghi fyrir sinn hlut í því. Grikkland hefur þegar skorið of mikið niður. Sú helstefna sem rekin er gegn landinu getur aðeins endað með skelfingu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Grikkland Skjóðan Mest lesið „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira