Hvers vegna fá Grikkir ekki sömu meðferð og Þjóðverjar? Skjóðan skrifar 1. júlí 2015 12:00 Ráðamenn í Brüssel og Berlín voru meðvitaðir um sjónhverfingarnar sem beitt var við að fegra grísk ríkisfjármál í aðdraganda þátttöku Grikklands í evrusamstarfinu. Alþjóðlega bankasamfélagið vissi allt um þau Pótemkin-tjöld. Samt héldu bankar áfram að lána til Grikklands vegna þess að skammtímatekjurnar af því mynduðu grunn að bónusum bankastjóra. Þeir vissu að Grikkland gæti ekki borgað til baka en lánuðu vegna þess að þeir vissu að þeir myndu fleyta rjómann af lánveitingunum og handrukkarar hins alþjóðlega fjármálakerfis myndu skikka Grikki til að fórna heilbrigðiskerfi, menntakerfi og tryggingakerfi ef það væri nauðsynlegt til að endurgreiða lánin. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist. Troikan steig inn og keypti skuldir Grikkja á fullu verði af bönkunum sem upphaflega lánuðu. Bankar halda áfram að lána glæfralega á meðan þeir vita að þeim verður ávallt tryggt skaðleysi af lánveitingum sínum sama hversu galnar þær eru. Aðgerðir troikunnar eru ávísun á alvarlegar fjármálakrísur í framtíðinni. Grikkland er ekki fyrsta fórnarlamb handrukkunar á vegum alþjóðlegra banka og ekki það síðasta. Ólíkt fóru menn að 1953 þegar Lundúnasamkomulagið um skuldir Þjóðverja var undirritað. Þá var stór hluti skulda Þjóðverja afskrifaður og lengt í því sem eftir stóð vegna þess að ráðamenn Vesturlanda þá vildu frekar hafa Þýskaland sem sterkan bandamann en skilja það eftir í spennitreyju ofvaxinna skulda. Höfðu þó Þjóðverjar innan við áratug fyrr farið með blóðugum hernaði gegn heiminum. Eftir kreppuna miklu í Bandaríkjunum á 4. áratug síðustu aldar óx verkalýðfélögum fiskur um hrygg vestra og reiði almennings, sem ekki hafði vinnu og átti hvorki í sig né á, kraumaði. Uppþoti var hótað og Roosevelt forseti samdi við fulltrúa verkalýðsafla og vinstri flokka um atvinnuleysisbætur, almannatryggingar og lágmarkslaun. Fjár til verkefnisins var aflað með sköttum frá efnafólki og stórfyrirtækjum. Komið var böndum á fjármálaöflin. Roosevelt lofaði að auki vinnu þeim sem einkageirinn gæti ekki útvegað störf. Á nokkrum árum skapaði Roosevelt milljónir starfa sem fóru í að treysta innviði Bandaríkjanna, nokkuð sem Bandaríkin njóta enn góðs af, áttatíu árum síðar. Bandaríkin og Þýskaland hafa þannig staðið í sporum Grikklands. Leið þeirra til hagsældar fólst í vexti en ekki niðurskurði. Samt ætlast menn til að Grikkir skeri enn frekar niður og fækki störfum. Markmiðið er augljóslega ekki endurreisn Grikklands heldur skaðleysi gráðugra banka. Mikil er skömm Merkel, Schäuble, Junckers, Lagarde og Draghi fyrir sinn hlut í því. Grikkland hefur þegar skorið of mikið niður. Sú helstefna sem rekin er gegn landinu getur aðeins endað með skelfingu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Grikkland Skjóðan Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira
Ráðamenn í Brüssel og Berlín voru meðvitaðir um sjónhverfingarnar sem beitt var við að fegra grísk ríkisfjármál í aðdraganda þátttöku Grikklands í evrusamstarfinu. Alþjóðlega bankasamfélagið vissi allt um þau Pótemkin-tjöld. Samt héldu bankar áfram að lána til Grikklands vegna þess að skammtímatekjurnar af því mynduðu grunn að bónusum bankastjóra. Þeir vissu að Grikkland gæti ekki borgað til baka en lánuðu vegna þess að þeir vissu að þeir myndu fleyta rjómann af lánveitingunum og handrukkarar hins alþjóðlega fjármálakerfis myndu skikka Grikki til að fórna heilbrigðiskerfi, menntakerfi og tryggingakerfi ef það væri nauðsynlegt til að endurgreiða lánin. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist. Troikan steig inn og keypti skuldir Grikkja á fullu verði af bönkunum sem upphaflega lánuðu. Bankar halda áfram að lána glæfralega á meðan þeir vita að þeim verður ávallt tryggt skaðleysi af lánveitingum sínum sama hversu galnar þær eru. Aðgerðir troikunnar eru ávísun á alvarlegar fjármálakrísur í framtíðinni. Grikkland er ekki fyrsta fórnarlamb handrukkunar á vegum alþjóðlegra banka og ekki það síðasta. Ólíkt fóru menn að 1953 þegar Lundúnasamkomulagið um skuldir Þjóðverja var undirritað. Þá var stór hluti skulda Þjóðverja afskrifaður og lengt í því sem eftir stóð vegna þess að ráðamenn Vesturlanda þá vildu frekar hafa Þýskaland sem sterkan bandamann en skilja það eftir í spennitreyju ofvaxinna skulda. Höfðu þó Þjóðverjar innan við áratug fyrr farið með blóðugum hernaði gegn heiminum. Eftir kreppuna miklu í Bandaríkjunum á 4. áratug síðustu aldar óx verkalýðfélögum fiskur um hrygg vestra og reiði almennings, sem ekki hafði vinnu og átti hvorki í sig né á, kraumaði. Uppþoti var hótað og Roosevelt forseti samdi við fulltrúa verkalýðsafla og vinstri flokka um atvinnuleysisbætur, almannatryggingar og lágmarkslaun. Fjár til verkefnisins var aflað með sköttum frá efnafólki og stórfyrirtækjum. Komið var böndum á fjármálaöflin. Roosevelt lofaði að auki vinnu þeim sem einkageirinn gæti ekki útvegað störf. Á nokkrum árum skapaði Roosevelt milljónir starfa sem fóru í að treysta innviði Bandaríkjanna, nokkuð sem Bandaríkin njóta enn góðs af, áttatíu árum síðar. Bandaríkin og Þýskaland hafa þannig staðið í sporum Grikklands. Leið þeirra til hagsældar fólst í vexti en ekki niðurskurði. Samt ætlast menn til að Grikkir skeri enn frekar niður og fækki störfum. Markmiðið er augljóslega ekki endurreisn Grikklands heldur skaðleysi gráðugra banka. Mikil er skömm Merkel, Schäuble, Junckers, Lagarde og Draghi fyrir sinn hlut í því. Grikkland hefur þegar skorið of mikið niður. Sú helstefna sem rekin er gegn landinu getur aðeins endað með skelfingu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Grikkland Skjóðan Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Fleiri fréttir Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Sjá meira