Hvers vegna fá Grikkir ekki sömu meðferð og Þjóðverjar? Skjóðan skrifar 1. júlí 2015 12:00 Ráðamenn í Brüssel og Berlín voru meðvitaðir um sjónhverfingarnar sem beitt var við að fegra grísk ríkisfjármál í aðdraganda þátttöku Grikklands í evrusamstarfinu. Alþjóðlega bankasamfélagið vissi allt um þau Pótemkin-tjöld. Samt héldu bankar áfram að lána til Grikklands vegna þess að skammtímatekjurnar af því mynduðu grunn að bónusum bankastjóra. Þeir vissu að Grikkland gæti ekki borgað til baka en lánuðu vegna þess að þeir vissu að þeir myndu fleyta rjómann af lánveitingunum og handrukkarar hins alþjóðlega fjármálakerfis myndu skikka Grikki til að fórna heilbrigðiskerfi, menntakerfi og tryggingakerfi ef það væri nauðsynlegt til að endurgreiða lánin. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist. Troikan steig inn og keypti skuldir Grikkja á fullu verði af bönkunum sem upphaflega lánuðu. Bankar halda áfram að lána glæfralega á meðan þeir vita að þeim verður ávallt tryggt skaðleysi af lánveitingum sínum sama hversu galnar þær eru. Aðgerðir troikunnar eru ávísun á alvarlegar fjármálakrísur í framtíðinni. Grikkland er ekki fyrsta fórnarlamb handrukkunar á vegum alþjóðlegra banka og ekki það síðasta. Ólíkt fóru menn að 1953 þegar Lundúnasamkomulagið um skuldir Þjóðverja var undirritað. Þá var stór hluti skulda Þjóðverja afskrifaður og lengt í því sem eftir stóð vegna þess að ráðamenn Vesturlanda þá vildu frekar hafa Þýskaland sem sterkan bandamann en skilja það eftir í spennitreyju ofvaxinna skulda. Höfðu þó Þjóðverjar innan við áratug fyrr farið með blóðugum hernaði gegn heiminum. Eftir kreppuna miklu í Bandaríkjunum á 4. áratug síðustu aldar óx verkalýðfélögum fiskur um hrygg vestra og reiði almennings, sem ekki hafði vinnu og átti hvorki í sig né á, kraumaði. Uppþoti var hótað og Roosevelt forseti samdi við fulltrúa verkalýðsafla og vinstri flokka um atvinnuleysisbætur, almannatryggingar og lágmarkslaun. Fjár til verkefnisins var aflað með sköttum frá efnafólki og stórfyrirtækjum. Komið var böndum á fjármálaöflin. Roosevelt lofaði að auki vinnu þeim sem einkageirinn gæti ekki útvegað störf. Á nokkrum árum skapaði Roosevelt milljónir starfa sem fóru í að treysta innviði Bandaríkjanna, nokkuð sem Bandaríkin njóta enn góðs af, áttatíu árum síðar. Bandaríkin og Þýskaland hafa þannig staðið í sporum Grikklands. Leið þeirra til hagsældar fólst í vexti en ekki niðurskurði. Samt ætlast menn til að Grikkir skeri enn frekar niður og fækki störfum. Markmiðið er augljóslega ekki endurreisn Grikklands heldur skaðleysi gráðugra banka. Mikil er skömm Merkel, Schäuble, Junckers, Lagarde og Draghi fyrir sinn hlut í því. Grikkland hefur þegar skorið of mikið niður. Sú helstefna sem rekin er gegn landinu getur aðeins endað með skelfingu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Grikkland Skjóðan Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira
Ráðamenn í Brüssel og Berlín voru meðvitaðir um sjónhverfingarnar sem beitt var við að fegra grísk ríkisfjármál í aðdraganda þátttöku Grikklands í evrusamstarfinu. Alþjóðlega bankasamfélagið vissi allt um þau Pótemkin-tjöld. Samt héldu bankar áfram að lána til Grikklands vegna þess að skammtímatekjurnar af því mynduðu grunn að bónusum bankastjóra. Þeir vissu að Grikkland gæti ekki borgað til baka en lánuðu vegna þess að þeir vissu að þeir myndu fleyta rjómann af lánveitingunum og handrukkarar hins alþjóðlega fjármálakerfis myndu skikka Grikki til að fórna heilbrigðiskerfi, menntakerfi og tryggingakerfi ef það væri nauðsynlegt til að endurgreiða lánin. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist. Troikan steig inn og keypti skuldir Grikkja á fullu verði af bönkunum sem upphaflega lánuðu. Bankar halda áfram að lána glæfralega á meðan þeir vita að þeim verður ávallt tryggt skaðleysi af lánveitingum sínum sama hversu galnar þær eru. Aðgerðir troikunnar eru ávísun á alvarlegar fjármálakrísur í framtíðinni. Grikkland er ekki fyrsta fórnarlamb handrukkunar á vegum alþjóðlegra banka og ekki það síðasta. Ólíkt fóru menn að 1953 þegar Lundúnasamkomulagið um skuldir Þjóðverja var undirritað. Þá var stór hluti skulda Þjóðverja afskrifaður og lengt í því sem eftir stóð vegna þess að ráðamenn Vesturlanda þá vildu frekar hafa Þýskaland sem sterkan bandamann en skilja það eftir í spennitreyju ofvaxinna skulda. Höfðu þó Þjóðverjar innan við áratug fyrr farið með blóðugum hernaði gegn heiminum. Eftir kreppuna miklu í Bandaríkjunum á 4. áratug síðustu aldar óx verkalýðfélögum fiskur um hrygg vestra og reiði almennings, sem ekki hafði vinnu og átti hvorki í sig né á, kraumaði. Uppþoti var hótað og Roosevelt forseti samdi við fulltrúa verkalýðsafla og vinstri flokka um atvinnuleysisbætur, almannatryggingar og lágmarkslaun. Fjár til verkefnisins var aflað með sköttum frá efnafólki og stórfyrirtækjum. Komið var böndum á fjármálaöflin. Roosevelt lofaði að auki vinnu þeim sem einkageirinn gæti ekki útvegað störf. Á nokkrum árum skapaði Roosevelt milljónir starfa sem fóru í að treysta innviði Bandaríkjanna, nokkuð sem Bandaríkin njóta enn góðs af, áttatíu árum síðar. Bandaríkin og Þýskaland hafa þannig staðið í sporum Grikklands. Leið þeirra til hagsældar fólst í vexti en ekki niðurskurði. Samt ætlast menn til að Grikkir skeri enn frekar niður og fækki störfum. Markmiðið er augljóslega ekki endurreisn Grikklands heldur skaðleysi gráðugra banka. Mikil er skömm Merkel, Schäuble, Junckers, Lagarde og Draghi fyrir sinn hlut í því. Grikkland hefur þegar skorið of mikið niður. Sú helstefna sem rekin er gegn landinu getur aðeins endað með skelfingu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Grikkland Skjóðan Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Lofar að koma böndum á CNN Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Sjá meira