Að vera með í drápi en ekki líkn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 25. júní 2015 07:00 Þeirri mýtu hefur löngum verið haldið á lofti að Ísland sé herlaust land. Á tyllidögum hefur það verið undirstrikað og þar með hversu friðelskandi þjóð byggi þetta sker hér í norðri. Staðreyndin var þó sú að í um sjö áratugi var erlendur her hér á landi samkvæmt samningi þar að lútandi til að verja landið, eins og sagt var. Að segja að landið hafi verið herlaust af því að herinn var annarrar þjóðar er dálítið eins og að guma sig af því að vera bíllaus en aka um á bílaleigubíl. Þrátt fyrir veru hersins ríkti að nokkru leyti sameiginlegur skilningur á því að Íslendingar væru ekki mikið að skipta sér af átökum í öðrum löndum. Innan Atlantshafsbandalagsins gerðu þeir allt sem Bandaríkjamenn báðu um, en voru kannski ekki með í ákvarðanatökum, stóðu ekki í forsvari fyrir neitt. Á þessu varð nokkur breyting þegar Atlantshafsbandalagið gerði loftárásir á Serba vegna innrásar þeirra í Kosovo árið 1999. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar studdi þær árásir með ráðum og dáð, og raunar sumir flokkar stjórnarandstöðunnar, og var stuðningurinn svo mikils metinn að Wesley Clark, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins í Kosovostríðinu, lýsti yfir sérstakri ánægju með hann. Aftur var Ísland með í ákvörðunum á árásir á fólk úti í heimi þegar landið var á lista hinna viljugu þjóða í innrás í Írak árið 2003 og aftur var Ísland með í loftárásum á Líbíu 2011. Við höfum sem sagt oft og tíðum fengið að vera með þegar farið er í aðgerðir sem munu drepa fólk í öðrum löndum. Það má færa rök fyrir því að þetta sé hreint ekki tæmandi listi. Þær aðgerðir geta heitið fínum og fallegum nöfnum, en í hverri einustu þeirra hafa almennir borgarar látið lífið og aðrir farið á vergang. Nú geta menn haft alls kyns skoðanir á nauðsyn umræddra aðgerða, en það er ekki umtalsefnið hér. Það sem vekur hins vegar athygli er hve við, herlausa, friðelskandi þjóðin í norðrinu, virðumst eiga auðveldara með að vera með í drápunum en því líknar- og uppbyggingarstarfi sem óneitanlega fer af stað í kjölfarið. Eða hver er ábyrgð okkar þegar kemur að öllu því flóttafólki sem er á vergangi beinlínis vegna aðgerða sem við styðjum? Og raunar vegna annarra aðgerða líka, því ef við teljum okkur vera þess umkomin að vera með í ákvörðunum um líf og dauða fólks úti í heimi hlýtur það að gilda um aðstoð við nauðstadda einnig. Sagan hefur sýnt að íslenskum ráðamönnum finnst þeir menn með mönnum þegar þeir fá að vera með í hernaðaraðgerðum. Það er ekki bundið við einstaka stjórnmálaflokka, flestum virðist finnast þeir menn með mönnum ef þeir fá að taka ákvörðun um stríð. Það er misskilningur. Mesta sæmd fengjum við ef við tækjum þátt í ákvörðunum um mannúð. Kannski við ættum að skuldbinda okkur til að taka á móti einum flóttamanni fyrir hvern þann almenna borgara sem lætur lífið í aðgerðum sem við styðjum. Það væri byrjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þeirri mýtu hefur löngum verið haldið á lofti að Ísland sé herlaust land. Á tyllidögum hefur það verið undirstrikað og þar með hversu friðelskandi þjóð byggi þetta sker hér í norðri. Staðreyndin var þó sú að í um sjö áratugi var erlendur her hér á landi samkvæmt samningi þar að lútandi til að verja landið, eins og sagt var. Að segja að landið hafi verið herlaust af því að herinn var annarrar þjóðar er dálítið eins og að guma sig af því að vera bíllaus en aka um á bílaleigubíl. Þrátt fyrir veru hersins ríkti að nokkru leyti sameiginlegur skilningur á því að Íslendingar væru ekki mikið að skipta sér af átökum í öðrum löndum. Innan Atlantshafsbandalagsins gerðu þeir allt sem Bandaríkjamenn báðu um, en voru kannski ekki með í ákvarðanatökum, stóðu ekki í forsvari fyrir neitt. Á þessu varð nokkur breyting þegar Atlantshafsbandalagið gerði loftárásir á Serba vegna innrásar þeirra í Kosovo árið 1999. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar studdi þær árásir með ráðum og dáð, og raunar sumir flokkar stjórnarandstöðunnar, og var stuðningurinn svo mikils metinn að Wesley Clark, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins í Kosovostríðinu, lýsti yfir sérstakri ánægju með hann. Aftur var Ísland með í ákvörðunum á árásir á fólk úti í heimi þegar landið var á lista hinna viljugu þjóða í innrás í Írak árið 2003 og aftur var Ísland með í loftárásum á Líbíu 2011. Við höfum sem sagt oft og tíðum fengið að vera með þegar farið er í aðgerðir sem munu drepa fólk í öðrum löndum. Það má færa rök fyrir því að þetta sé hreint ekki tæmandi listi. Þær aðgerðir geta heitið fínum og fallegum nöfnum, en í hverri einustu þeirra hafa almennir borgarar látið lífið og aðrir farið á vergang. Nú geta menn haft alls kyns skoðanir á nauðsyn umræddra aðgerða, en það er ekki umtalsefnið hér. Það sem vekur hins vegar athygli er hve við, herlausa, friðelskandi þjóðin í norðrinu, virðumst eiga auðveldara með að vera með í drápunum en því líknar- og uppbyggingarstarfi sem óneitanlega fer af stað í kjölfarið. Eða hver er ábyrgð okkar þegar kemur að öllu því flóttafólki sem er á vergangi beinlínis vegna aðgerða sem við styðjum? Og raunar vegna annarra aðgerða líka, því ef við teljum okkur vera þess umkomin að vera með í ákvörðunum um líf og dauða fólks úti í heimi hlýtur það að gilda um aðstoð við nauðstadda einnig. Sagan hefur sýnt að íslenskum ráðamönnum finnst þeir menn með mönnum þegar þeir fá að vera með í hernaðaraðgerðum. Það er ekki bundið við einstaka stjórnmálaflokka, flestum virðist finnast þeir menn með mönnum ef þeir fá að taka ákvörðun um stríð. Það er misskilningur. Mesta sæmd fengjum við ef við tækjum þátt í ákvörðunum um mannúð. Kannski við ættum að skuldbinda okkur til að taka á móti einum flóttamanni fyrir hvern þann almenna borgara sem lætur lífið í aðgerðum sem við styðjum. Það væri byrjun.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun