Að vera með í drápi en ekki líkn Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 25. júní 2015 07:00 Þeirri mýtu hefur löngum verið haldið á lofti að Ísland sé herlaust land. Á tyllidögum hefur það verið undirstrikað og þar með hversu friðelskandi þjóð byggi þetta sker hér í norðri. Staðreyndin var þó sú að í um sjö áratugi var erlendur her hér á landi samkvæmt samningi þar að lútandi til að verja landið, eins og sagt var. Að segja að landið hafi verið herlaust af því að herinn var annarrar þjóðar er dálítið eins og að guma sig af því að vera bíllaus en aka um á bílaleigubíl. Þrátt fyrir veru hersins ríkti að nokkru leyti sameiginlegur skilningur á því að Íslendingar væru ekki mikið að skipta sér af átökum í öðrum löndum. Innan Atlantshafsbandalagsins gerðu þeir allt sem Bandaríkjamenn báðu um, en voru kannski ekki með í ákvarðanatökum, stóðu ekki í forsvari fyrir neitt. Á þessu varð nokkur breyting þegar Atlantshafsbandalagið gerði loftárásir á Serba vegna innrásar þeirra í Kosovo árið 1999. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar studdi þær árásir með ráðum og dáð, og raunar sumir flokkar stjórnarandstöðunnar, og var stuðningurinn svo mikils metinn að Wesley Clark, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins í Kosovostríðinu, lýsti yfir sérstakri ánægju með hann. Aftur var Ísland með í ákvörðunum á árásir á fólk úti í heimi þegar landið var á lista hinna viljugu þjóða í innrás í Írak árið 2003 og aftur var Ísland með í loftárásum á Líbíu 2011. Við höfum sem sagt oft og tíðum fengið að vera með þegar farið er í aðgerðir sem munu drepa fólk í öðrum löndum. Það má færa rök fyrir því að þetta sé hreint ekki tæmandi listi. Þær aðgerðir geta heitið fínum og fallegum nöfnum, en í hverri einustu þeirra hafa almennir borgarar látið lífið og aðrir farið á vergang. Nú geta menn haft alls kyns skoðanir á nauðsyn umræddra aðgerða, en það er ekki umtalsefnið hér. Það sem vekur hins vegar athygli er hve við, herlausa, friðelskandi þjóðin í norðrinu, virðumst eiga auðveldara með að vera með í drápunum en því líknar- og uppbyggingarstarfi sem óneitanlega fer af stað í kjölfarið. Eða hver er ábyrgð okkar þegar kemur að öllu því flóttafólki sem er á vergangi beinlínis vegna aðgerða sem við styðjum? Og raunar vegna annarra aðgerða líka, því ef við teljum okkur vera þess umkomin að vera með í ákvörðunum um líf og dauða fólks úti í heimi hlýtur það að gilda um aðstoð við nauðstadda einnig. Sagan hefur sýnt að íslenskum ráðamönnum finnst þeir menn með mönnum þegar þeir fá að vera með í hernaðaraðgerðum. Það er ekki bundið við einstaka stjórnmálaflokka, flestum virðist finnast þeir menn með mönnum ef þeir fá að taka ákvörðun um stríð. Það er misskilningur. Mesta sæmd fengjum við ef við tækjum þátt í ákvörðunum um mannúð. Kannski við ættum að skuldbinda okkur til að taka á móti einum flóttamanni fyrir hvern þann almenna borgara sem lætur lífið í aðgerðum sem við styðjum. Það væri byrjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Sjá meira
Þeirri mýtu hefur löngum verið haldið á lofti að Ísland sé herlaust land. Á tyllidögum hefur það verið undirstrikað og þar með hversu friðelskandi þjóð byggi þetta sker hér í norðri. Staðreyndin var þó sú að í um sjö áratugi var erlendur her hér á landi samkvæmt samningi þar að lútandi til að verja landið, eins og sagt var. Að segja að landið hafi verið herlaust af því að herinn var annarrar þjóðar er dálítið eins og að guma sig af því að vera bíllaus en aka um á bílaleigubíl. Þrátt fyrir veru hersins ríkti að nokkru leyti sameiginlegur skilningur á því að Íslendingar væru ekki mikið að skipta sér af átökum í öðrum löndum. Innan Atlantshafsbandalagsins gerðu þeir allt sem Bandaríkjamenn báðu um, en voru kannski ekki með í ákvarðanatökum, stóðu ekki í forsvari fyrir neitt. Á þessu varð nokkur breyting þegar Atlantshafsbandalagið gerði loftárásir á Serba vegna innrásar þeirra í Kosovo árið 1999. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar studdi þær árásir með ráðum og dáð, og raunar sumir flokkar stjórnarandstöðunnar, og var stuðningurinn svo mikils metinn að Wesley Clark, yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins í Kosovostríðinu, lýsti yfir sérstakri ánægju með hann. Aftur var Ísland með í ákvörðunum á árásir á fólk úti í heimi þegar landið var á lista hinna viljugu þjóða í innrás í Írak árið 2003 og aftur var Ísland með í loftárásum á Líbíu 2011. Við höfum sem sagt oft og tíðum fengið að vera með þegar farið er í aðgerðir sem munu drepa fólk í öðrum löndum. Það má færa rök fyrir því að þetta sé hreint ekki tæmandi listi. Þær aðgerðir geta heitið fínum og fallegum nöfnum, en í hverri einustu þeirra hafa almennir borgarar látið lífið og aðrir farið á vergang. Nú geta menn haft alls kyns skoðanir á nauðsyn umræddra aðgerða, en það er ekki umtalsefnið hér. Það sem vekur hins vegar athygli er hve við, herlausa, friðelskandi þjóðin í norðrinu, virðumst eiga auðveldara með að vera með í drápunum en því líknar- og uppbyggingarstarfi sem óneitanlega fer af stað í kjölfarið. Eða hver er ábyrgð okkar þegar kemur að öllu því flóttafólki sem er á vergangi beinlínis vegna aðgerða sem við styðjum? Og raunar vegna annarra aðgerða líka, því ef við teljum okkur vera þess umkomin að vera með í ákvörðunum um líf og dauða fólks úti í heimi hlýtur það að gilda um aðstoð við nauðstadda einnig. Sagan hefur sýnt að íslenskum ráðamönnum finnst þeir menn með mönnum þegar þeir fá að vera með í hernaðaraðgerðum. Það er ekki bundið við einstaka stjórnmálaflokka, flestum virðist finnast þeir menn með mönnum ef þeir fá að taka ákvörðun um stríð. Það er misskilningur. Mesta sæmd fengjum við ef við tækjum þátt í ákvörðunum um mannúð. Kannski við ættum að skuldbinda okkur til að taka á móti einum flóttamanni fyrir hvern þann almenna borgara sem lætur lífið í aðgerðum sem við styðjum. Það væri byrjun.
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun
Skoðun Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason skrifar
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Emilía Jóhanna Guðjónsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Þjónustukjarni eldri borgara – lykill að gæðasamfélaginu í Hveragerði Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Garðar Rúnar Árnason Skoðun