Tölvupóstsskrímslið Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 24. júní 2015 07:00 Stundum ætlar stórt tölvupóstsskrímsli að éta mig. Vinnupósturinn stoppar ekki. Sumir tölvupóstsdagar eru hins vegar hressari en aðrir. Sem ég sat í vinnunni hjá UNICEF á Íslandi og sendi ábendingu á fjölmiðla um börn í sárri neyð á skjálftasvæðinu í Nepal barst athyglisverður póstur. Leiðtogar vopnaðra hópa í Mið-Afríkulýðveldinu höfðu samþykkt að sleppa öllum barnahermönnum og börnum sem tengdust hópunum: Mörgum þúsundum! Þeir höfðu líka samþykkt að hætta alfarið að nýskrá börn inn í herflokkana. UNICEF hafði yfirumsjón með samkomulaginu og hafði lengi unnið að þessu. Jess! Annar póstur barst: Suður-Súdan, eitt fátækasta ríki heims, hafði fullgilt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hann er grunnurinn undir allt sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, gerir. Núna höfðu öll ríki Sameinuðu þjóðanna nema Bandaríkin fullgilt þennan stórmerkilega sáttmála. Dagurinn leið. Ljósmyndir bárust frá samstarfsfólki hjá UNICEF í Nepal af risavöxnu bólusetningarátaki sem var nýhafið á skjálftasvæðinu. Mikilvægt var að reyna að koma í veg fyrir að mislingafaraldur brytist þar út. Markmið átaksins var að ná til meira en hálfrar milljónar barna hið fyrsta. Gott mál. Klukkustund síðar: Hvísl barst frá samstarfsmanni erlendis um að nokkrum dögum seinna myndi formleg yfirlýsing vera gefin út um að Líbería væri laus við ebólu: Landið sem varð verst úti í faraldrinum. Vó, frábært! Í baráttunni við ebólu hafði UNICEF meðal annars tekið þátt í að skipuleggja heimsóknir á yfir 400.000 heimili til að fræða fólk um hvernig koma mætti í veg fyrir smit og hvað ætti að gera ef smit kæmi upp. Rætt hafði verið við fleiri en eina milljón manna. Í lok dags hringdi kona í Reykjavík sem er heimsforeldri hjá UNICEF og vildi hækka mánaðarlegt framlag sitt. Spurði hvort stuðningurinn kæmi ekki örugglega að gagni. Ég játti því og sagði að dagsverk hennar væri einhvern veginn svona: Hún hefði tekið þátt í varanlegum umbótum fyrir börn í Mið-Afríkulýðveldinu, stutt neyðarhjálp í Nepal og tekið þátt í ebólubaráttu sem væri löngu horfin úr fjölmiðlum. Auk þess að leggja sitt á lóð á vogarskálarnar svo UNICEF gæti barist fyrir réttindum barna – alltaf, alls staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Sjá meira
Stundum ætlar stórt tölvupóstsskrímsli að éta mig. Vinnupósturinn stoppar ekki. Sumir tölvupóstsdagar eru hins vegar hressari en aðrir. Sem ég sat í vinnunni hjá UNICEF á Íslandi og sendi ábendingu á fjölmiðla um börn í sárri neyð á skjálftasvæðinu í Nepal barst athyglisverður póstur. Leiðtogar vopnaðra hópa í Mið-Afríkulýðveldinu höfðu samþykkt að sleppa öllum barnahermönnum og börnum sem tengdust hópunum: Mörgum þúsundum! Þeir höfðu líka samþykkt að hætta alfarið að nýskrá börn inn í herflokkana. UNICEF hafði yfirumsjón með samkomulaginu og hafði lengi unnið að þessu. Jess! Annar póstur barst: Suður-Súdan, eitt fátækasta ríki heims, hafði fullgilt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Hann er grunnurinn undir allt sem UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, gerir. Núna höfðu öll ríki Sameinuðu þjóðanna nema Bandaríkin fullgilt þennan stórmerkilega sáttmála. Dagurinn leið. Ljósmyndir bárust frá samstarfsfólki hjá UNICEF í Nepal af risavöxnu bólusetningarátaki sem var nýhafið á skjálftasvæðinu. Mikilvægt var að reyna að koma í veg fyrir að mislingafaraldur brytist þar út. Markmið átaksins var að ná til meira en hálfrar milljónar barna hið fyrsta. Gott mál. Klukkustund síðar: Hvísl barst frá samstarfsmanni erlendis um að nokkrum dögum seinna myndi formleg yfirlýsing vera gefin út um að Líbería væri laus við ebólu: Landið sem varð verst úti í faraldrinum. Vó, frábært! Í baráttunni við ebólu hafði UNICEF meðal annars tekið þátt í að skipuleggja heimsóknir á yfir 400.000 heimili til að fræða fólk um hvernig koma mætti í veg fyrir smit og hvað ætti að gera ef smit kæmi upp. Rætt hafði verið við fleiri en eina milljón manna. Í lok dags hringdi kona í Reykjavík sem er heimsforeldri hjá UNICEF og vildi hækka mánaðarlegt framlag sitt. Spurði hvort stuðningurinn kæmi ekki örugglega að gagni. Ég játti því og sagði að dagsverk hennar væri einhvern veginn svona: Hún hefði tekið þátt í varanlegum umbótum fyrir börn í Mið-Afríkulýðveldinu, stutt neyðarhjálp í Nepal og tekið þátt í ebólubaráttu sem væri löngu horfin úr fjölmiðlum. Auk þess að leggja sitt á lóð á vogarskálarnar svo UNICEF gæti barist fyrir réttindum barna – alltaf, alls staðar.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun