Þér Hrútar guðmundur andri thorsson skrifar 15. júní 2015 09:00 Til er kvæði eftir skáldbóndann Guðmund Inga Kristjánsson þar sem hann ávarpar hrútana sína af mikilli kurteisi; hreinlega þérar skepnurnar: „Þér hrútar ég kveð yður kvæði, / ég kannast við andlitin glöð / er gangið þér allir á garðann / að gjöfinni fimmtán í röð…“ Þegar maður hefur fylgst með persónu Sigurðar Sigurjónssonar í myndinni Hrútar og sambandi hans við skepnurnar sínar skilur maður betur andann í þessu kvæði. Æsispennandi mynd um riðuveiki í sauðfé? Já auðvitað. En einhvern tímann hefði það þótt saga til næsta bæjar að hægt væri að búa til slíka mynd. Ekki svo ýkja langt síðan einbúar í sveit voru einkum hafðir til aðhláturs og sýndir með samblandi af vorkunnsemi, vantrú og glotti. Nú er þetta hetja vorra tíma. Andlit þjóðarinnar.Hinn eilífi kotbóndi Þetta er á meðal þess sem Hrunið færði okkur, þrátt fyrir allt: úr því að lygasagan um okkur leiddi yfir þjóðina skuldir og skömm varðar nú öllu að finna á ný sögurnar sem fjalla um okkur eins og við erum og vorum. Finna eitthvað sem er satt og segja frá því. Sú leit stendur enn og fer fram í listum; meðal annars bókmenntunum og kvikmyndunum. Og nú er spurt: erum við Íslendingar þá ekkert víkingar inn við beinið heldur kannski fyrst og fremst kotbændur í grunninn þegar allt kemur til alls? Með öllu sem því fylgir: steigurlæti smælingjans, stolti, þolgæði og þrjósku – og óhlýðni.Þjóð sem talast ekki við Það er þráður milli þeirrar persónu sem Sigurður Sigurjónsson leikur hér og þeirrar persónu sem hann lék sem ungur maður í Landi og sonum. Í þeirri mynd þurfti persóna hans að fella hestinn til þess að slíta á samband sitt við landið og komast burt: hér kemur hún sér ekki að því að farga skepnunum og getur ekki rofið tengsl sín við jörðina, kemst ekki burt. Við sjáum hann fyrst þar sem hann fer með hægð og dyttar að girðingunni – íslenskir bændur eru eilíflega að bjástra við girðingarnar hjá sér. Frásögnin er hægferðug en krókalaus og við þekkjum þennan mann. Snyrtimennsku hans, iðjusemi og vandvirkni í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, ást hans á skepnunum og þeim arfi sem honum hefur verið trúað fyrir: allt þetta vekur virðingu hjá áhorfanda. Við sjáum það hvernig honum fellur varla verk úr hendi, áttum okkur á því að þetta er góði hirðirinn, grandvör persóna, sem er trúr yfir litlu. Biblían er hér allt um kring, enda talaði Kristur í dæmisögum sínum varla um annað en sauðfjárbúskap á Íslandi. Við könnumst hér við söguna af bræðrunum þar sem annar starfaði af trúmennsku við föðurleifðina en hinn fór í burtu og sóaði öllu og sukkaði en kom aftur við mikinn fögnuð; faðirinn slátraði sauði. Hér er annar bróðirinn dálítið af því tagi – óstöðugur drykkjubolti, en samt eru málin ekki alveg svo einföld, því að hann er líka sá sem sigrar í hrútakeppninni og hefur ráð undir rifi hverju þegar á reynir, þó að úrræði hans kunni reyndar að orka tvímælis. Við vitum ekki fyrir víst hvað hefur valdið því að þeir talast ekki lengur við bræðurnir, en úti um allt þekkjum við hins vegar slíkar sögur; af bræðrum í afskekktu nábýli sem hættir eru að talast við, og kannski erum við Íslendingar að einhverju leyti slík þjóð: systkini sem talast ekki lengur við. En það er sem sé – án þess að ljóstra upp of miklu um inntak þessarar æsispennandi myndar um riðuveikt sauðfé – í óhlýðninni sem bræðurnir ná saman; þegar þeir rísa gegn regluverkinu, sem birtist okkur í mynd danskrar konu. Svo má reyndar bollaleggja fram og aftur um það hversu viturleg sú óhlýðni er – en íslenski kotbóndinn getur samt ekki annað gert en að óhlýðnast. Hann getur hvorki brugðið búi né haldið hokrinu áfram. Hann getur hvorki lifað né drepist. Hann er ofurseldur ytri aðstæðum, hversu trúr hann er og vinnusamur, og hann á ekki annarra kosta völ en að grafa sig í fönn og híma þar og bíða eftir betri tíð. Í Hrútum er sögð stór saga – kannski stærsta saga Íslendinga á síðustu öld. Og henni er enn ekki lokið, eins og eftirminnilega er undirstrikað í áhrifamikilli lokasenu myndarinnar. Þetta er sagan um það hvernig Íslendingar breyttust úr mestu sveitaþjóð Evrópu í mestu borgarþjóð Evrópu; hvernig sambandið við landið og skepnurnar rofnaði með þeim afleiðingum að Íslendingar eru að mörgu leyti enn dálítið ráðvillt þjóð með reikula sjálfsmynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Jón og félagar eru farnir Árni Guðmundsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skrifræðismartröð í Hæðargarði Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Sjá meira
Til er kvæði eftir skáldbóndann Guðmund Inga Kristjánsson þar sem hann ávarpar hrútana sína af mikilli kurteisi; hreinlega þérar skepnurnar: „Þér hrútar ég kveð yður kvæði, / ég kannast við andlitin glöð / er gangið þér allir á garðann / að gjöfinni fimmtán í röð…“ Þegar maður hefur fylgst með persónu Sigurðar Sigurjónssonar í myndinni Hrútar og sambandi hans við skepnurnar sínar skilur maður betur andann í þessu kvæði. Æsispennandi mynd um riðuveiki í sauðfé? Já auðvitað. En einhvern tímann hefði það þótt saga til næsta bæjar að hægt væri að búa til slíka mynd. Ekki svo ýkja langt síðan einbúar í sveit voru einkum hafðir til aðhláturs og sýndir með samblandi af vorkunnsemi, vantrú og glotti. Nú er þetta hetja vorra tíma. Andlit þjóðarinnar.Hinn eilífi kotbóndi Þetta er á meðal þess sem Hrunið færði okkur, þrátt fyrir allt: úr því að lygasagan um okkur leiddi yfir þjóðina skuldir og skömm varðar nú öllu að finna á ný sögurnar sem fjalla um okkur eins og við erum og vorum. Finna eitthvað sem er satt og segja frá því. Sú leit stendur enn og fer fram í listum; meðal annars bókmenntunum og kvikmyndunum. Og nú er spurt: erum við Íslendingar þá ekkert víkingar inn við beinið heldur kannski fyrst og fremst kotbændur í grunninn þegar allt kemur til alls? Með öllu sem því fylgir: steigurlæti smælingjans, stolti, þolgæði og þrjósku – og óhlýðni.Þjóð sem talast ekki við Það er þráður milli þeirrar persónu sem Sigurður Sigurjónsson leikur hér og þeirrar persónu sem hann lék sem ungur maður í Landi og sonum. Í þeirri mynd þurfti persóna hans að fella hestinn til þess að slíta á samband sitt við landið og komast burt: hér kemur hún sér ekki að því að farga skepnunum og getur ekki rofið tengsl sín við jörðina, kemst ekki burt. Við sjáum hann fyrst þar sem hann fer með hægð og dyttar að girðingunni – íslenskir bændur eru eilíflega að bjástra við girðingarnar hjá sér. Frásögnin er hægferðug en krókalaus og við þekkjum þennan mann. Snyrtimennsku hans, iðjusemi og vandvirkni í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur, ást hans á skepnunum og þeim arfi sem honum hefur verið trúað fyrir: allt þetta vekur virðingu hjá áhorfanda. Við sjáum það hvernig honum fellur varla verk úr hendi, áttum okkur á því að þetta er góði hirðirinn, grandvör persóna, sem er trúr yfir litlu. Biblían er hér allt um kring, enda talaði Kristur í dæmisögum sínum varla um annað en sauðfjárbúskap á Íslandi. Við könnumst hér við söguna af bræðrunum þar sem annar starfaði af trúmennsku við föðurleifðina en hinn fór í burtu og sóaði öllu og sukkaði en kom aftur við mikinn fögnuð; faðirinn slátraði sauði. Hér er annar bróðirinn dálítið af því tagi – óstöðugur drykkjubolti, en samt eru málin ekki alveg svo einföld, því að hann er líka sá sem sigrar í hrútakeppninni og hefur ráð undir rifi hverju þegar á reynir, þó að úrræði hans kunni reyndar að orka tvímælis. Við vitum ekki fyrir víst hvað hefur valdið því að þeir talast ekki lengur við bræðurnir, en úti um allt þekkjum við hins vegar slíkar sögur; af bræðrum í afskekktu nábýli sem hættir eru að talast við, og kannski erum við Íslendingar að einhverju leyti slík þjóð: systkini sem talast ekki lengur við. En það er sem sé – án þess að ljóstra upp of miklu um inntak þessarar æsispennandi myndar um riðuveikt sauðfé – í óhlýðninni sem bræðurnir ná saman; þegar þeir rísa gegn regluverkinu, sem birtist okkur í mynd danskrar konu. Svo má reyndar bollaleggja fram og aftur um það hversu viturleg sú óhlýðni er – en íslenski kotbóndinn getur samt ekki annað gert en að óhlýðnast. Hann getur hvorki brugðið búi né haldið hokrinu áfram. Hann getur hvorki lifað né drepist. Hann er ofurseldur ytri aðstæðum, hversu trúr hann er og vinnusamur, og hann á ekki annarra kosta völ en að grafa sig í fönn og híma þar og bíða eftir betri tíð. Í Hrútum er sögð stór saga – kannski stærsta saga Íslendinga á síðustu öld. Og henni er enn ekki lokið, eins og eftirminnilega er undirstrikað í áhrifamikilli lokasenu myndarinnar. Þetta er sagan um það hvernig Íslendingar breyttust úr mestu sveitaþjóð Evrópu í mestu borgarþjóð Evrópu; hvernig sambandið við landið og skepnurnar rofnaði með þeim afleiðingum að Íslendingar eru að mörgu leyti enn dálítið ráðvillt þjóð með reikula sjálfsmynd.
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Afstaða forsætisráðherra til varnar- og öryggismála mikið áhyggjuefni! Ole Anton Bieltvedt Skoðun