Áhyggjulausa ævikvöldið Ellert B. Schram skrifar 12. júní 2015 07:00 Aldur Íslendinga hefur hækkað á undanförnum árum. Reiknað er með að líftími landsmanna lengist enn í næstu framtíð. Og er það vel. Tilveran er ævintýri sem við eigum öll að njóta sem lengst. Það gengur stundum upp og niður og fram og til baka, hvernig okkur, manneskjunum, vegnar á lífsleiðinni. Því verður seint breytt. En eftir stendur að samfélagið og þjóðin öll leitast við að gera öldruðu fólki kleift að njóta efri daga, þegar flestir eru hættir daglegri vinnu og sestir í helgan stein. Stærstu skrefin sem stigin hafa verið í þeim efnum eru lífeyrissjóðirnir og almannatryggingarnar. Hugsunin á bak við þau kerfi (lífeyrinn og tryggingarnar) er fyrst og fremst sú að aldrað fólk hafi aðgang að fjármunum, eigi sér skjól og sjóð, sem tryggir þeim að minnsta kosti lágmarksframfæri í ellinni. Nú verður að segja það eins og það er, að því miður standa margir aldraðir frammi fyrir þeirri staðreynd að lífeyrir, sem fólki stendur til boða frá kerfinu, er minni en svo að hægt sé að fleyta fram lífinu af honum einum. Margir eldri borgarar líða skort og fátækt, eiga varla til hnífs eða skeiðar og hafa auðvitað, eins og aðrir Íslendingar, goldið fyrir afleiðingar hrunsins. Reiknað hefur verið út af glöggum mönnum að tjón aldraðra nemur milljörðum króna. Í lægri lífeyri og skerðingu á tryggingum. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa verkalýðsfélög og stéttarsambönd háð baráttu fyrir hækkandi launum félagsmanna og eftir atvikum tekist að ná fram launahækkunum og félagslegum réttindum. Fólk á vinnumarkaðnum hefur sótt fram og sótt hækkanir launa og kjara. Og nú hafa stjórnvöld kynnt tillögur sínar um lausnir í gjaldeyrismálum og vakið vonir um að ríkissjóður nái að aflétta höftum og innheimta milljarða á milljarða ofan frá hinum föllnu bönkum. Ná aftur að hluta til þeim peningum til baka, sem almenningur og landsmenn allir hafa þurft að gjalda, í kjölfar hrunadansins. Það eru góð tíðindi og vekur bjartsýni um næstu framtíð.Lífskjör sem sæmd er að En í allri auðmýkt og með fullri virðingu, verða bæði ríki og þjóðin að horfast í augu við sína elstu borgara og viðurkenna og samþykkja, að þar er enn skarð fyrir skildi. Eldri borgarar hafa ekki verkfallsrétt. Eldri borgarar geta ekki hótað neinu, ekki lofað neinu, ekki gert tilkall til eins né neins, nema samábyrgðar og skilnings stjórnvalda. Aldraðir geta hvorki skorið upp herör gegn ríkinu né heldur almenningi. Eldri kynslóð Íslendinga um þessar mundir er fólkið sem upplifði fullveldi þjóðarinnar, byggði upp farsælt samfélag, fór í fararbroddi framfara og félagslegra réttinda. Þetta er kynslóðin sem innleiddi tækni, menntun og sókn í lífi og starfi þjóðarinnar. Það hlýtur að vera metnaður og skylda ráðamanna, þings og þjóðar, að sjá til þess að eldri borgarar búi ekki við kröpp kjör og skilningsleysi gagnvart þeim vanda sem blasir við að óbreyttu. Sjálfur er ég vel settur, með góðan lífeyri og eiginkonu sem enn er úti á vinnumarkaðnum. Svo er um marga fleiri. Viðfangsefnið snýst um það fólk, sem verður að lifa af rétt rúmlega tvö hundruð þúsund krónum á mánuði. Ég skora á stjórnvöld að rétta þessum hópi hjálparhönd. Leyfa því að halda reisn sinni og njóta ævikvöldsins. Í rauninni á ekki að líta á það sem hjálp, heldur sem þakklæti fyrir ævistarfið. Þetta snýst ekki um flokkapólitík, fjársýslu ríkisins eða sporslur, heldur hitt að eldri bræður okkar og systur, afar okkar og ömmur, búi við lífskjör, sem sæmd er að. Sem tryggir þeim áhyggjulaust ævikvöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Aldur Íslendinga hefur hækkað á undanförnum árum. Reiknað er með að líftími landsmanna lengist enn í næstu framtíð. Og er það vel. Tilveran er ævintýri sem við eigum öll að njóta sem lengst. Það gengur stundum upp og niður og fram og til baka, hvernig okkur, manneskjunum, vegnar á lífsleiðinni. Því verður seint breytt. En eftir stendur að samfélagið og þjóðin öll leitast við að gera öldruðu fólki kleift að njóta efri daga, þegar flestir eru hættir daglegri vinnu og sestir í helgan stein. Stærstu skrefin sem stigin hafa verið í þeim efnum eru lífeyrissjóðirnir og almannatryggingarnar. Hugsunin á bak við þau kerfi (lífeyrinn og tryggingarnar) er fyrst og fremst sú að aldrað fólk hafi aðgang að fjármunum, eigi sér skjól og sjóð, sem tryggir þeim að minnsta kosti lágmarksframfæri í ellinni. Nú verður að segja það eins og það er, að því miður standa margir aldraðir frammi fyrir þeirri staðreynd að lífeyrir, sem fólki stendur til boða frá kerfinu, er minni en svo að hægt sé að fleyta fram lífinu af honum einum. Margir eldri borgarar líða skort og fátækt, eiga varla til hnífs eða skeiðar og hafa auðvitað, eins og aðrir Íslendingar, goldið fyrir afleiðingar hrunsins. Reiknað hefur verið út af glöggum mönnum að tjón aldraðra nemur milljörðum króna. Í lægri lífeyri og skerðingu á tryggingum. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa verkalýðsfélög og stéttarsambönd háð baráttu fyrir hækkandi launum félagsmanna og eftir atvikum tekist að ná fram launahækkunum og félagslegum réttindum. Fólk á vinnumarkaðnum hefur sótt fram og sótt hækkanir launa og kjara. Og nú hafa stjórnvöld kynnt tillögur sínar um lausnir í gjaldeyrismálum og vakið vonir um að ríkissjóður nái að aflétta höftum og innheimta milljarða á milljarða ofan frá hinum föllnu bönkum. Ná aftur að hluta til þeim peningum til baka, sem almenningur og landsmenn allir hafa þurft að gjalda, í kjölfar hrunadansins. Það eru góð tíðindi og vekur bjartsýni um næstu framtíð.Lífskjör sem sæmd er að En í allri auðmýkt og með fullri virðingu, verða bæði ríki og þjóðin að horfast í augu við sína elstu borgara og viðurkenna og samþykkja, að þar er enn skarð fyrir skildi. Eldri borgarar hafa ekki verkfallsrétt. Eldri borgarar geta ekki hótað neinu, ekki lofað neinu, ekki gert tilkall til eins né neins, nema samábyrgðar og skilnings stjórnvalda. Aldraðir geta hvorki skorið upp herör gegn ríkinu né heldur almenningi. Eldri kynslóð Íslendinga um þessar mundir er fólkið sem upplifði fullveldi þjóðarinnar, byggði upp farsælt samfélag, fór í fararbroddi framfara og félagslegra réttinda. Þetta er kynslóðin sem innleiddi tækni, menntun og sókn í lífi og starfi þjóðarinnar. Það hlýtur að vera metnaður og skylda ráðamanna, þings og þjóðar, að sjá til þess að eldri borgarar búi ekki við kröpp kjör og skilningsleysi gagnvart þeim vanda sem blasir við að óbreyttu. Sjálfur er ég vel settur, með góðan lífeyri og eiginkonu sem enn er úti á vinnumarkaðnum. Svo er um marga fleiri. Viðfangsefnið snýst um það fólk, sem verður að lifa af rétt rúmlega tvö hundruð þúsund krónum á mánuði. Ég skora á stjórnvöld að rétta þessum hópi hjálparhönd. Leyfa því að halda reisn sinni og njóta ævikvöldsins. Í rauninni á ekki að líta á það sem hjálp, heldur sem þakklæti fyrir ævistarfið. Þetta snýst ekki um flokkapólitík, fjársýslu ríkisins eða sporslur, heldur hitt að eldri bræður okkar og systur, afar okkar og ömmur, búi við lífskjör, sem sæmd er að. Sem tryggir þeim áhyggjulaust ævikvöld.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun