Vegið að fjölmiðlafrelsi Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 6. júní 2015 07:00 Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í vikunni íslenska ríkið bótaskylt gagnvart blaðakonunni Erlu Hlynsdóttur. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að með dómi Hæstaréttar frá 2010, í meiðyrðamáli gegn Erlu, hefði íslenska ríkið brotið gegn tjáningarfrelsisákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta er þriðja málið sem Erla vinnur fyrir Mannréttindadómstólnum gegn íslenska ríkinu og réttilega er því gert að greiða Erlu bætur fyrir vikið. Samkvæmt nýlegri úttekt samtakanna Fréttamenn án landamæra á fjölmiðlafrelsi undir högg að sækja í öllum heimshlutum. Ísland skipar 21. sæti listans og fellur um 13 sæti milli ára. Þegar nánar er að gáð virðast versnandi samskipti stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks hérlendis og tíðari málshöfðanir á hendur fjölmiðlafólki vera helstu ástæður þess. Störf fjölmiðlafólks eru vernduð í stjórnarskránni og ýmsum alþjóðlegum og fjölþjóðlegum sáttmálum. Ákvæðin eru sett til verndar tilteknum grundvallarréttindum sem byggjast meðal annars á því að starf fjölmiðlafólks sé mikilvægt lýðræðinu og faglegar skyldur þess bindist því órjúfanlegum böndum. Réttur fólks til upplýsinga um mikilvæg málefni sé ekki eingöngu siðferðislegur – heldur líka lögvarinn. Fáir mæla gegn því að frelsi fjölmiðla sé verndað. Verndin snýst um aðgang fólks að mikilvægum upplýsingum – viðurkenningu á því að hagsmunum þess sé best borgið með tryggum aðgangi að víðtækri umræðu um menn og málefni. Þannig hafa dómstólar lýðræðisríkja á undanförnum áratugum í vaxandi mæli viðurkennt hlutverk fjölmiðla í þjóðfélagsumræðu. Mannréttindadómstóll Evrópu tekur í sama streng. Dómstóllinn hefur ítrekað staðfest það mikilvæga hlutverk fjölmiðla að miðla upplýsingum og skoðunum í almennri umræðu. Því þurfi sérstaklega ríkar ástæður að liggja að baki svo skerðing á starfsemi þeirra teljist nauðsynleg. Vitaskuld fylgja öllu frelsi einhverjar takmarkanir. Hið sama gildir um tjáningarfrelsið. Öllu frelsi fylgir ábyrgð og takmarkanir eru því óhjákvæmilegur fylgifiskur. En við skerðingu á tjáningarfrelsinu þarf að stíga varlega til jarðar. Þannig verður að virða sérstaklega réttindi og skyldur fjölmiðla til umfjöllunar um mál, sem varða hagsmuni fólks og rétt þess til aðgangs að skoðunum, upplýsingum og hugmyndum. Eftirlit dómstóla þarf að vera strangt þegar íhlutun stjórnvalda aftrar fjölmiðlum frá slíkri umfjöllun. Dómar Mannréttindadómstóls Evrópu í málum Erlu Hlynsdóttur gegn íslenska ríkinu staðfesta að þrívegis hafi Hæstiréttur dæmt hana ranglega fyrir fjölmiðlastörf sín. Þeir staðfesta að dómstólar landsins setji fjölmiðlum ólögmætar skorður og varpa um leið rýrð á störf dómara almennt. Niðurstöðurnar kalla á viðbrögð stjórnvalda svo eðlilegt tjáningarfrelsi fjölmiðla sé tryggt. Ljóst er að standa þarf vörð um fjölmiðlafrelsi í landinu – hornstein lýðræðisins. Réttur fólks til upplýsinga er í húfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson Skoðun
Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í vikunni íslenska ríkið bótaskylt gagnvart blaðakonunni Erlu Hlynsdóttur. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að með dómi Hæstaréttar frá 2010, í meiðyrðamáli gegn Erlu, hefði íslenska ríkið brotið gegn tjáningarfrelsisákvæði mannréttindasáttmála Evrópu. Þetta er þriðja málið sem Erla vinnur fyrir Mannréttindadómstólnum gegn íslenska ríkinu og réttilega er því gert að greiða Erlu bætur fyrir vikið. Samkvæmt nýlegri úttekt samtakanna Fréttamenn án landamæra á fjölmiðlafrelsi undir högg að sækja í öllum heimshlutum. Ísland skipar 21. sæti listans og fellur um 13 sæti milli ára. Þegar nánar er að gáð virðast versnandi samskipti stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks hérlendis og tíðari málshöfðanir á hendur fjölmiðlafólki vera helstu ástæður þess. Störf fjölmiðlafólks eru vernduð í stjórnarskránni og ýmsum alþjóðlegum og fjölþjóðlegum sáttmálum. Ákvæðin eru sett til verndar tilteknum grundvallarréttindum sem byggjast meðal annars á því að starf fjölmiðlafólks sé mikilvægt lýðræðinu og faglegar skyldur þess bindist því órjúfanlegum böndum. Réttur fólks til upplýsinga um mikilvæg málefni sé ekki eingöngu siðferðislegur – heldur líka lögvarinn. Fáir mæla gegn því að frelsi fjölmiðla sé verndað. Verndin snýst um aðgang fólks að mikilvægum upplýsingum – viðurkenningu á því að hagsmunum þess sé best borgið með tryggum aðgangi að víðtækri umræðu um menn og málefni. Þannig hafa dómstólar lýðræðisríkja á undanförnum áratugum í vaxandi mæli viðurkennt hlutverk fjölmiðla í þjóðfélagsumræðu. Mannréttindadómstóll Evrópu tekur í sama streng. Dómstóllinn hefur ítrekað staðfest það mikilvæga hlutverk fjölmiðla að miðla upplýsingum og skoðunum í almennri umræðu. Því þurfi sérstaklega ríkar ástæður að liggja að baki svo skerðing á starfsemi þeirra teljist nauðsynleg. Vitaskuld fylgja öllu frelsi einhverjar takmarkanir. Hið sama gildir um tjáningarfrelsið. Öllu frelsi fylgir ábyrgð og takmarkanir eru því óhjákvæmilegur fylgifiskur. En við skerðingu á tjáningarfrelsinu þarf að stíga varlega til jarðar. Þannig verður að virða sérstaklega réttindi og skyldur fjölmiðla til umfjöllunar um mál, sem varða hagsmuni fólks og rétt þess til aðgangs að skoðunum, upplýsingum og hugmyndum. Eftirlit dómstóla þarf að vera strangt þegar íhlutun stjórnvalda aftrar fjölmiðlum frá slíkri umfjöllun. Dómar Mannréttindadómstóls Evrópu í málum Erlu Hlynsdóttur gegn íslenska ríkinu staðfesta að þrívegis hafi Hæstiréttur dæmt hana ranglega fyrir fjölmiðlastörf sín. Þeir staðfesta að dómstólar landsins setji fjölmiðlum ólögmætar skorður og varpa um leið rýrð á störf dómara almennt. Niðurstöðurnar kalla á viðbrögð stjórnvalda svo eðlilegt tjáningarfrelsi fjölmiðla sé tryggt. Ljóst er að standa þarf vörð um fjölmiðlafrelsi í landinu – hornstein lýðræðisins. Réttur fólks til upplýsinga er í húfi.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun