Nýr sáttasemjari er nýbyrjaður í golfi Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. júní 2015 07:00 Reynslubolti Bryndís byrjaði starfsferilinn í dómsmálaráðuneytinu. fréttablaðið/gva Bryndís Hlöðversdóttir hóf störf sem ríkissáttasemjari á mánudaginn. Hún segir aðdragandann að því að taka við nýja starfinu hafa verið mjög stuttan. Á sama tíma lætur hún af störfum sem starfsmannastjóri Landspítalans. „Ég var ráðin í starf til fimm ára og er bara búin að vera hérna í tvö ár, þannig að ég var í sjálfu sér ekki sérstaklega á förum héðan,“ segir Bryndís í samtali við Markaðinn. Hún segist hafa fengið hvatningu fyrir nokkrum vikum úr nokkrum áttum til þess að gefa kost á sér í þetta embætti. „Ég fór þá að velta þessu svolítið fyrir mér og það leiddi til þess að ég ákvað að láta reyna á það með því að sækja um,“ segir hún. Bryndís hefur umtalsverða starfsreynslu að baki. Eftir lögfræðipróf við Háskóla Íslands fór hún að starfa í dómsmálaráðuneytinu. Hún var þar í skamman tíma en fór síðan að vinna hjá ASÍ. „Þar kynntist ég umhverfi vinnumarkaðarins sem var áhugaverður tími og maður fékk þar innsýn inn í þessi mál,“ segir hún. Frá ASÍ lá leiðin á Alþingi en Bryndís var þingmaður í 10 ár. „Ég fer síðan inn í háskólageirann og var deildarforseti lagadeildarinnar á Bifröst og seinna aðstoðarrektor og svo rektor,“ segir hún. Á þeim tíma hafi hún kynnst því á vissan hátt að vera atvinnurekandi. „Það var góð reynsla og mikilvæg,“ segir hún. Þaðan fór hún til starfa á spítalanum. „Ég held að ég hafi komið víða að málum sem tengjast vinnumarkaðnum, bæði opinbera markaðnum og almenna markaðnum,“ segir hún. Bryndís segist ekki geta sagt hvert þessara fyrrgreindu starfa hafi verið skemmtilegast. „Mér finnst alltaf svo skemmtilegt í vinnunni. Það er allavega mjög sjaldan sem mér hefur leiðst þau störf sem ég hef verið að fást við og ef mér hefur farið að leiðast þá hef ég haft mikla þörf fyrir að hreyfa mig,“ segir hún. Þetta hafi allt verið skemmtileg störf og það sé gaman að takast á við krefjandi verkefni. „Þessi störf hafa öll verið það. Þannig að ég á voðalega erfitt með að gera upp á milli,“ segir hún. Bryndís er í sambúð með Stefáni Kalmanssyni og á átján ára gamla tvíbura af fyrra sambandi. Hún á ýmis áhugamál sem hún sinnir utan vinnutímans. „Ég er nýbyrjuð að spila golf, byrjaði á því fyrir tveimur árum og finnst það mjög gaman,“ segir hún. Hún spilar golfið með vinafólki og segir að það taki sífellt meiri tíma af frístundum. „Mér finnst líka mjög gaman að fara á fjöll. Finnst gaman að fara í gönguferðir á sumrin hér heima og helst á hálendinu,“ segir hún. Þá séu stundirnar með fjölskyldunni mjög kærkomnar. Alþingi Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Bryndís Hlöðversdóttir hóf störf sem ríkissáttasemjari á mánudaginn. Hún segir aðdragandann að því að taka við nýja starfinu hafa verið mjög stuttan. Á sama tíma lætur hún af störfum sem starfsmannastjóri Landspítalans. „Ég var ráðin í starf til fimm ára og er bara búin að vera hérna í tvö ár, þannig að ég var í sjálfu sér ekki sérstaklega á förum héðan,“ segir Bryndís í samtali við Markaðinn. Hún segist hafa fengið hvatningu fyrir nokkrum vikum úr nokkrum áttum til þess að gefa kost á sér í þetta embætti. „Ég fór þá að velta þessu svolítið fyrir mér og það leiddi til þess að ég ákvað að láta reyna á það með því að sækja um,“ segir hún. Bryndís hefur umtalsverða starfsreynslu að baki. Eftir lögfræðipróf við Háskóla Íslands fór hún að starfa í dómsmálaráðuneytinu. Hún var þar í skamman tíma en fór síðan að vinna hjá ASÍ. „Þar kynntist ég umhverfi vinnumarkaðarins sem var áhugaverður tími og maður fékk þar innsýn inn í þessi mál,“ segir hún. Frá ASÍ lá leiðin á Alþingi en Bryndís var þingmaður í 10 ár. „Ég fer síðan inn í háskólageirann og var deildarforseti lagadeildarinnar á Bifröst og seinna aðstoðarrektor og svo rektor,“ segir hún. Á þeim tíma hafi hún kynnst því á vissan hátt að vera atvinnurekandi. „Það var góð reynsla og mikilvæg,“ segir hún. Þaðan fór hún til starfa á spítalanum. „Ég held að ég hafi komið víða að málum sem tengjast vinnumarkaðnum, bæði opinbera markaðnum og almenna markaðnum,“ segir hún. Bryndís segist ekki geta sagt hvert þessara fyrrgreindu starfa hafi verið skemmtilegast. „Mér finnst alltaf svo skemmtilegt í vinnunni. Það er allavega mjög sjaldan sem mér hefur leiðst þau störf sem ég hef verið að fást við og ef mér hefur farið að leiðast þá hef ég haft mikla þörf fyrir að hreyfa mig,“ segir hún. Þetta hafi allt verið skemmtileg störf og það sé gaman að takast á við krefjandi verkefni. „Þessi störf hafa öll verið það. Þannig að ég á voðalega erfitt með að gera upp á milli,“ segir hún. Bryndís er í sambúð með Stefáni Kalmanssyni og á átján ára gamla tvíbura af fyrra sambandi. Hún á ýmis áhugamál sem hún sinnir utan vinnutímans. „Ég er nýbyrjuð að spila golf, byrjaði á því fyrir tveimur árum og finnst það mjög gaman,“ segir hún. Hún spilar golfið með vinafólki og segir að það taki sífellt meiri tíma af frístundum. „Mér finnst líka mjög gaman að fara á fjöll. Finnst gaman að fara í gönguferðir á sumrin hér heima og helst á hálendinu,“ segir hún. Þá séu stundirnar með fjölskyldunni mjög kærkomnar.
Alþingi Mest lesið Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira