Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Agnar Már Másson skrifar 17. desember 2025 13:24 Legend ehf. nefnist nýja fyrirtæki Arons. Hann var fyrrum í danstvíeykinu ClubDub og rekur nú vörumerkið TakkTakk. Um þessar mundir kallar hann sig „AK Rizz“. Skjáskot/Instagram Tónlistarmaðurinn og áhrifavaldurinn Aron Kristinn Jónasson, áður kenndur við ClubDub, hefur stofnað fyrirtækið Legend ehf. en félagið er meðal annars stofnað fyrir tónlistartengdan rekstur og rekstur fatamerkja. Félagið var stofnað 26. nóvember og á Aron allan hlut í fyrirtækinu. „Þetta er bara í kringum reksturinn á mér,“ segir hann í stuttu samtali við Vísi en Mannlíf greindi fryst frá. Tónlistarmenn og hljómsveitir reka sig gjarnan í gegnum félög; hljómsveitin ClubDub var til dæmis rekin í gegnum félagið Klúbbasigur slf. Samkvæmt gögnum frá skattinum er tilgangur félagsins framleiðsla, útgáfa og dreifing tónlistar, myndbanda og hvers kyns fjölmiðlaefnis, auk tónleikahalds og sviðslista. Einnig er tekið fram að félagið megi einnig stunda rekstur fatamerkja, markaðssetningu, vöruþróun og sölu á neti og í verslunum, en Aron rekur fatamerkið TakkTakk ásamt Bergþóri Mássyni áhrifavaldi og umboðsmanni. Enn fremur má félagið stunda eignarhald og rekstur eigna, lánastarfsemi og skyldan rekstur. Félagið má taka þátt í öðrum félögum og verkefnum sem tengjast starfsemi þess. Lára Portal viðskiptafræðingur, sem er kærasta og barnsmóðir Arons, er varamaður í stjórn félagsins en hún starfar hjá KPMG. Aron, nú einnig þekktur sem „Ak Rizz“, hætti í tvíeykinu ClubDub í sumar en gustað hafði nokkuð um hinn helminginn, Brynjar Barkarson, sem hafði talað um útlendingamál á nokkuð hispurslausan hátt og var meðal ræðumanna á umdeildum mótmælum, þar sem hópur fólks kom saman og krafðist breytinga á móttöku hælisleitenda til Íslands. Aron hefur þó átt í nógu að snúast síðan þá, hefur gefið út tónlist undir eigin nafni og rekið fyrrnefnt vörumerki. Auk þess urðu þau Lára foreldrar í sumar, þegar dóttir þeirra kom inn í heiminn. Tónlist Tengdar fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Aron Kristinn Jónasson, söngvari og athafnamaður, og Lára Portal viðskiptafræðingur hafa eignast dóttur. 4. júlí 2025 23:01 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Félagið var stofnað 26. nóvember og á Aron allan hlut í fyrirtækinu. „Þetta er bara í kringum reksturinn á mér,“ segir hann í stuttu samtali við Vísi en Mannlíf greindi fryst frá. Tónlistarmenn og hljómsveitir reka sig gjarnan í gegnum félög; hljómsveitin ClubDub var til dæmis rekin í gegnum félagið Klúbbasigur slf. Samkvæmt gögnum frá skattinum er tilgangur félagsins framleiðsla, útgáfa og dreifing tónlistar, myndbanda og hvers kyns fjölmiðlaefnis, auk tónleikahalds og sviðslista. Einnig er tekið fram að félagið megi einnig stunda rekstur fatamerkja, markaðssetningu, vöruþróun og sölu á neti og í verslunum, en Aron rekur fatamerkið TakkTakk ásamt Bergþóri Mássyni áhrifavaldi og umboðsmanni. Enn fremur má félagið stunda eignarhald og rekstur eigna, lánastarfsemi og skyldan rekstur. Félagið má taka þátt í öðrum félögum og verkefnum sem tengjast starfsemi þess. Lára Portal viðskiptafræðingur, sem er kærasta og barnsmóðir Arons, er varamaður í stjórn félagsins en hún starfar hjá KPMG. Aron, nú einnig þekktur sem „Ak Rizz“, hætti í tvíeykinu ClubDub í sumar en gustað hafði nokkuð um hinn helminginn, Brynjar Barkarson, sem hafði talað um útlendingamál á nokkuð hispurslausan hátt og var meðal ræðumanna á umdeildum mótmælum, þar sem hópur fólks kom saman og krafðist breytinga á móttöku hælisleitenda til Íslands. Aron hefur þó átt í nógu að snúast síðan þá, hefur gefið út tónlist undir eigin nafni og rekið fyrrnefnt vörumerki. Auk þess urðu þau Lára foreldrar í sumar, þegar dóttir þeirra kom inn í heiminn.
Tónlist Tengdar fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Aron Kristinn Jónasson, söngvari og athafnamaður, og Lára Portal viðskiptafræðingur hafa eignast dóttur. 4. júlí 2025 23:01 Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Tugum þúsunda sagt upp hjá Amazon Viðskipti erlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
Aron Kristinn orðinn pabbi Aron Kristinn Jónasson, söngvari og athafnamaður, og Lára Portal viðskiptafræðingur hafa eignast dóttur. 4. júlí 2025 23:01