Píanóleikarinn lá undir flyglinum Jónas Sen skrifar 3. júní 2015 10:00 Flutningur Nicola Lolli og Dominico Codispoti var einfaldlega óðaðfinnanlegur á tónleikum á vegum Listahátíðarinnar í Reykjavík. Mynd/Valgarður Gíslason Tónlist Solid Hologram Frá Beethoven til Þuríðar Jónsdóttur Nicola Lolli og Domenico Codispoti léku verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Sofiu Gubaidulinu, Prokofiev og Beethoven i Norðurljósum í Hörpu föstudaginn 29. maí. Listahátíðin í Reykjavík Niles Crane, bróðir Frasiers í samnefndum sjónvarpsþáttum, flúði einu sinni undir flygil. Það var hans öruggi staður til að vera á frá því í bernsku. Ég gat ekki séð neina angist á Domenico Codispoti píanóleikara þar sem hann lá undir flygli á tónleikum í Norðurljósum. Honum hlýtur að hafa liðið svona vel. Um var að ræða verkið Solid Hologram eftir Þuríði Jónsdóttur. Ásamt Codispoti lék Nicola Lolli á fiðlu. Hann er konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur. Tónsmíðin var hin kúnstugasta. Ýmsir hljóðeffektar komu við sögu. Míkrófónar mögnuðu hljóðin í hljóðfærunum upp og skiluðu þeim til baka með bergmáli. Codispoti bankaði í hljómbotn flygilsins með kjuða þar sem hann lá í makindum sínum. Rytminn rammaði inn fíngerðan tónavef fiðlunnar, sem oftar en ekki var á efstu tónum tónstigans. Útkoman var draumkennd og fögur. Það var eitthvað himneskt við skáldskapinn sem var borinn fram fyrir áheyrendur. Efnisskráin var skemmtileg blanda hins nýja og gamla. Það klassískasta var sónata nr. 10 eftir Beethoven, sem var upphafsatriði tónleikanna. Sónatan var vel leikin. Lolli virtist að vísu dálítið til baka, túlkunin var feimnisleg, e.t.v. vegna þess að þetta var byrjunin á tónleikunum. En spilamennskan hjá Codispoti var óaðfinnanleg, hún var unaðslega mjúk, full af söng og andakt. Hin klassíkin var sónata nr. 1 eftir Prokofiev. Hann samdi tvær slíkar fyrir fiðlu og píanó. Sú síðari er mun aðgengilegri og rennur betur niður, en þær eru báðar ákaflega fallegar. Hin fyrri er harmrænni og innhverfari, en Lolli og Codispoti skiluðu henni prýðilega til áheyrenda. Rauði þráðurinn slitnaði aldrei. Tónlistin var þrungin myrkri ástríðu sem var lokkandi. Sofia Gubaidulina átti einnig verk á tónleikunum, Línudansarann svokallaða. Þar táknaði rödd píanósins línuna, en fiðluleikarinn dansaði á henni, ef svo má segja. Lengst af hamraði píanóleikarinn ekki á strengina, heldur myndaði hann tónana með glasi sem hann strauk eftir strengjunum. Við þennan sérkennilega hljóm lék fiðluleikarinn síendurteknar, fjörlegar hendingar sem voru fullar af spennu. Smám saman læddist tónlistin upp eftir tónstiganum og magnaðist upp, varð stöðugt kraftmeiri. Það var ótrúlega flott. Flutningur þeirra Lolli og Codispoti var einfaldlega óaðfinnanlegur. Einbeitingin var alger. Hver einasti tónn var áleitinn og fullkomlega mótaður, framvindan spennandi og áleitin. Codispoti er orðinn hálfgerður Íslandsvinur, svo oft hefur hann komið fram hér. Það er alltaf gaman að heyra hann spila. Þetta voru hins vegar fyrstu einleikstónleikar Lollis á Íslandi; megi þeir verða miklu fleiri.Niðurstaða: Afburðaskemmtilegir tónleikar með magnaðri túlkun á nýrri og gamalli tónlist. Gagnrýni Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Tónlist Solid Hologram Frá Beethoven til Þuríðar Jónsdóttur Nicola Lolli og Domenico Codispoti léku verk eftir Þuríði Jónsdóttur, Sofiu Gubaidulinu, Prokofiev og Beethoven i Norðurljósum í Hörpu föstudaginn 29. maí. Listahátíðin í Reykjavík Niles Crane, bróðir Frasiers í samnefndum sjónvarpsþáttum, flúði einu sinni undir flygil. Það var hans öruggi staður til að vera á frá því í bernsku. Ég gat ekki séð neina angist á Domenico Codispoti píanóleikara þar sem hann lá undir flygli á tónleikum í Norðurljósum. Honum hlýtur að hafa liðið svona vel. Um var að ræða verkið Solid Hologram eftir Þuríði Jónsdóttur. Ásamt Codispoti lék Nicola Lolli á fiðlu. Hann er konsertmeistari Sinfóníuhljómsveitar Íslands ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur. Tónsmíðin var hin kúnstugasta. Ýmsir hljóðeffektar komu við sögu. Míkrófónar mögnuðu hljóðin í hljóðfærunum upp og skiluðu þeim til baka með bergmáli. Codispoti bankaði í hljómbotn flygilsins með kjuða þar sem hann lá í makindum sínum. Rytminn rammaði inn fíngerðan tónavef fiðlunnar, sem oftar en ekki var á efstu tónum tónstigans. Útkoman var draumkennd og fögur. Það var eitthvað himneskt við skáldskapinn sem var borinn fram fyrir áheyrendur. Efnisskráin var skemmtileg blanda hins nýja og gamla. Það klassískasta var sónata nr. 10 eftir Beethoven, sem var upphafsatriði tónleikanna. Sónatan var vel leikin. Lolli virtist að vísu dálítið til baka, túlkunin var feimnisleg, e.t.v. vegna þess að þetta var byrjunin á tónleikunum. En spilamennskan hjá Codispoti var óaðfinnanleg, hún var unaðslega mjúk, full af söng og andakt. Hin klassíkin var sónata nr. 1 eftir Prokofiev. Hann samdi tvær slíkar fyrir fiðlu og píanó. Sú síðari er mun aðgengilegri og rennur betur niður, en þær eru báðar ákaflega fallegar. Hin fyrri er harmrænni og innhverfari, en Lolli og Codispoti skiluðu henni prýðilega til áheyrenda. Rauði þráðurinn slitnaði aldrei. Tónlistin var þrungin myrkri ástríðu sem var lokkandi. Sofia Gubaidulina átti einnig verk á tónleikunum, Línudansarann svokallaða. Þar táknaði rödd píanósins línuna, en fiðluleikarinn dansaði á henni, ef svo má segja. Lengst af hamraði píanóleikarinn ekki á strengina, heldur myndaði hann tónana með glasi sem hann strauk eftir strengjunum. Við þennan sérkennilega hljóm lék fiðluleikarinn síendurteknar, fjörlegar hendingar sem voru fullar af spennu. Smám saman læddist tónlistin upp eftir tónstiganum og magnaðist upp, varð stöðugt kraftmeiri. Það var ótrúlega flott. Flutningur þeirra Lolli og Codispoti var einfaldlega óaðfinnanlegur. Einbeitingin var alger. Hver einasti tónn var áleitinn og fullkomlega mótaður, framvindan spennandi og áleitin. Codispoti er orðinn hálfgerður Íslandsvinur, svo oft hefur hann komið fram hér. Það er alltaf gaman að heyra hann spila. Þetta voru hins vegar fyrstu einleikstónleikar Lollis á Íslandi; megi þeir verða miklu fleiri.Niðurstaða: Afburðaskemmtilegir tónleikar með magnaðri túlkun á nýrri og gamalli tónlist.
Gagnrýni Listahátíð í Reykjavík Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Króli trúlofaður Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira