Mínútumaðurinn 2. júní 2015 07:00 Þegar þingmenn vilja láta líta á sig sem víðsýna, umburðarlynda, rétt þenkjandi og jafnvel sjálfsgagnrýna, grípa þeir oft og tíðum til þess að ræða hofmannlega um virðingu Alþingis. Það þykir bera vott um allt ofangreint að viðra reglulega áhyggjur af því að nú þurfi þingmenn aðeins að líta í eigin barm og skoða hegðun sína og orð með það í huga að auka virðingu þingsins. Oftar en ekki er þetta sett fram undir þeim formerkjum að mælandi sé einnig að líta í eigin barm, en þegar grannt er skoðað á viðkomandi undantekningalítið við að aðrir þingmenn þurfi að skoða sín mál. Það er ekki skrýtið að þingmenn velti fyrir sér virðingarmálum; trauðla er gaman að starfa á vinnustað sem nýtur jafn lítils trausts og virðingar og Alþingi gerir. Það hlýtur að setjast á sálina á fólki. Það er hins vegar ágætt að hafa það í huga að orð skipta engu, nákvæmlega engu, í samhengi við gjörðir. Ef eitt er sagt og annað gert hljóma orðin í besta falli eins og vandræðalegt hjal. Allt logaði á Alþingi í gær. Tilefnið var afgreiðsla umhverfis- og samgöngunefndar á tillögu fimmtán af nítján þingmönnum Framsóknarflokksins þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli verði tekið af Reykjavíkurborg og fært ríkinu í hendur. Tillagan ein og sér hefur vakið hörð viðbrögð, enda ekki lítið mál að taka slíkt vald af einu sveitarfélagi. Afgreiðsla nefndarinnar bætti þó í þau viðbrögð, enda bætti meirihlutinn í og skellti tveimur flugvöllum í viðbót inn í frumvarpið; á Akureyri og Egilsstöðum. Hér er ekki um neitt smámál að ræða. Það er verið að ræða um það að ríkisvaldið taki landsvæði sem samkvæmt lögum heyrir undir annað stjórnsýslustig því óviðkomandi. Auðvelt er að færa fyrir því rök að málið snúist öðrum þræði um eignarrétt, því skipulagsvald á flugvöllum og svæðum í kringum hann hefur áhrif á það hvað sveitarfélög geta gert við það land sem þau eiga – óháð því hver á sjálfa flugbrautina. Og hafi þingmenn gert sér grein fyrir því hve málið er af stórum toga má undrast það að meirihluti þingnefndarinnar tók sér tíu mínútur í að afgreiða málið og skella hinum flugvöllunum með í púkkið. Höskuldur Þórhallsson, formaður nefndarinnar, hefur sagt það feikinægan tíma, löngu hafi átt að vera ljóst að tillagan mundi taka umræddum breytingum og því hafi þingmenn ekki þurft lengri tíma til að fjalla um hana. Litlu skiptir hvort einhver viti af því að kannski komi eitthvað fram, það er ekki hægt að fjalla um það fyrr en það er komið fram. Höskuldur er einn flutningsmanna umrædds frumvarps og stýrði, sem formaður, störfum nefndarinnar í umfjöllun um sína eigin tillögu á þennan hátt. Ef allir gætu unnið jafn hratt og Höskuldur og nefndameirihlutinn væri sennilega hægt að stytta starfstíma Alþingis allverulega og þinga örfáa mánuði á ári. Ef mönnum er alvara með tali um bætt vinnubrögð sem eiga að bæta virðingu þingsins, eru svona vinnubrögð hins vegar varla boðleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Þegar þingmenn vilja láta líta á sig sem víðsýna, umburðarlynda, rétt þenkjandi og jafnvel sjálfsgagnrýna, grípa þeir oft og tíðum til þess að ræða hofmannlega um virðingu Alþingis. Það þykir bera vott um allt ofangreint að viðra reglulega áhyggjur af því að nú þurfi þingmenn aðeins að líta í eigin barm og skoða hegðun sína og orð með það í huga að auka virðingu þingsins. Oftar en ekki er þetta sett fram undir þeim formerkjum að mælandi sé einnig að líta í eigin barm, en þegar grannt er skoðað á viðkomandi undantekningalítið við að aðrir þingmenn þurfi að skoða sín mál. Það er ekki skrýtið að þingmenn velti fyrir sér virðingarmálum; trauðla er gaman að starfa á vinnustað sem nýtur jafn lítils trausts og virðingar og Alþingi gerir. Það hlýtur að setjast á sálina á fólki. Það er hins vegar ágætt að hafa það í huga að orð skipta engu, nákvæmlega engu, í samhengi við gjörðir. Ef eitt er sagt og annað gert hljóma orðin í besta falli eins og vandræðalegt hjal. Allt logaði á Alþingi í gær. Tilefnið var afgreiðsla umhverfis- og samgöngunefndar á tillögu fimmtán af nítján þingmönnum Framsóknarflokksins þess efnis að skipulagsvald yfir Reykjavíkurflugvelli verði tekið af Reykjavíkurborg og fært ríkinu í hendur. Tillagan ein og sér hefur vakið hörð viðbrögð, enda ekki lítið mál að taka slíkt vald af einu sveitarfélagi. Afgreiðsla nefndarinnar bætti þó í þau viðbrögð, enda bætti meirihlutinn í og skellti tveimur flugvöllum í viðbót inn í frumvarpið; á Akureyri og Egilsstöðum. Hér er ekki um neitt smámál að ræða. Það er verið að ræða um það að ríkisvaldið taki landsvæði sem samkvæmt lögum heyrir undir annað stjórnsýslustig því óviðkomandi. Auðvelt er að færa fyrir því rök að málið snúist öðrum þræði um eignarrétt, því skipulagsvald á flugvöllum og svæðum í kringum hann hefur áhrif á það hvað sveitarfélög geta gert við það land sem þau eiga – óháð því hver á sjálfa flugbrautina. Og hafi þingmenn gert sér grein fyrir því hve málið er af stórum toga má undrast það að meirihluti þingnefndarinnar tók sér tíu mínútur í að afgreiða málið og skella hinum flugvöllunum með í púkkið. Höskuldur Þórhallsson, formaður nefndarinnar, hefur sagt það feikinægan tíma, löngu hafi átt að vera ljóst að tillagan mundi taka umræddum breytingum og því hafi þingmenn ekki þurft lengri tíma til að fjalla um hana. Litlu skiptir hvort einhver viti af því að kannski komi eitthvað fram, það er ekki hægt að fjalla um það fyrr en það er komið fram. Höskuldur er einn flutningsmanna umrædds frumvarps og stýrði, sem formaður, störfum nefndarinnar í umfjöllun um sína eigin tillögu á þennan hátt. Ef allir gætu unnið jafn hratt og Höskuldur og nefndameirihlutinn væri sennilega hægt að stytta starfstíma Alþingis allverulega og þinga örfáa mánuði á ári. Ef mönnum er alvara með tali um bætt vinnubrögð sem eiga að bæta virðingu þingsins, eru svona vinnubrögð hins vegar varla boðleg.
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar