Hús andanna Guðmundur Andri Thorsson skrifar 1. júní 2015 07:00 Ég brá mér í Safnahúsið við Hverfisgötu. Á leiðinni ók ég framhjá Perlunni sem var umkomulaus að sjá og undraðist enn hvers vegna ekkert miðar í því að koma Náttúrugripasafninu upp þar – er þar um að kenna dáðleysi menntamálaráðherrans eða telur ríkisstjórnin sig vera búna að leysa málið nú þegar búið er að koma geirfuglinum fyrir í kústaskáp í Safnahúsinu?Margt sem vaknar En sem sé: brá mér í Safnahúsið og skoðaði sýninguna Sjónarhorn sem Markús Andrésson hefur sett upp í því skyni að sýna okkur hitt og þetta úr íslenskum myndheimi – og hugmyndaheimi – í aldanna rás og frá ýmsum sjónarhornum, eins og þetta dásamlega rangalahús býður svo sannarlega upp á. Það var gaman skoða sýninguna; hún er falleg. Það má jafnvel nota um hana það margþvælda orðalag, að þar sé „skemmtilega unnið með rýmið“. Þau viðhorf hafa sést að sýningin vitni um að sýningarstjórarnir séu að verða of fyrirferðarmiklir í veröld safna og myndlistar en erfitt er að koma auga á það vandamál hér. Vissulega skynjar maður hugsun og þráð í sýningunni, en það er ekki til vansa. Hlutum er skipað saman af hugkvæmni og hæfilegum húmor - en líka alúð – og margt sem vaknar í menningarminninu þegar maður röltir þarna um, margt sem gleður augað og vekur hugann; hvort heldur það eru hlutir úr litla heiminum umhverfis mann eða úr hinu opinbera rými. Gömul plötuumslög, kort, hannyrðir, húsgögn, Kjarvalsmálverk, útskurður: sýningarstjórinn er nokkurs konar menningarlegur DJ á fullu við að búa ný og ný remix menningarsögunnar og blöndur sem virka – eða virka ekki. Og ýmislegt sem verður útundan. Ég saknaði lausavísunnar, þó að hún sé bara orð og hugarmyndir – eða kannski einmitt þess vegna – og ég saknaði módernistanna sem höfðu svo ótrúlega sterk áhrif á þjóðlífið um miðja síðustu öld, svo að eitthvað sé nefnt. Jónsbókarhandritum er sérlega fallega stillt upp og listfengi þeirra skrifara sem þau gerðu stillt upp andspænis þeim Sölva Helgasyni og Bjarna Þórarinssyni (arftaka Sölva í vissum skilningi) sem báðir nota þéttskrifaðan texta til að skrá sín eigin lög og prívatheim (grafómanían!) en á vegg þar hjá er Ragnar Kjartansson að syngja og spila á gítar í þögulli mynd; eins og til að ítreka að þessi handrit séu ekki fyrst og fremst texti heldur kallist á við gjörningameistara nútímans.Hús andanna Ríkjandi sjónarmið í menningarsögu Íslendinga og sjálfsmynd hefur fram á síðustu ár verið að líta á þessa fortíð okkar sem nokkurs konar texta. Handritin eru samkvæmt þessum skilningi þjóðargersemar sem gáfu Íslendingum sinn þegnrétt í samfélagi þjóðanna. Og vissulega var ritræpa Íslendinga slík gegnum aldirnar að þeir voru sennilega um hríð ritóðasta þjóð Evrópu, mætti jafnvel rökstyðja að þjóðarsjúkdómar Íslendinga hafi verið tveir, alkóhólismi og grafómanía. Það eimir eftir af þessari áráttu í sjálfsævisagnagerð Íslendinga sem fram á síðustu ár var útbreiddari iðja en víðast hvar; og vitnar um þörf fyrir að skynja ævi sína og störf sem texta. Að ógleymdum minningargreinunum í Mogganum sem nú eru komnar fram yfir mitt blað. Alltof mikið var einblínt á sögur og handrit í íslenskri menningarsögu allt fram á síðustu ár: Jón Helgason og Árni Magnússon voru báðir gersamlega áhugalausir um þau nótnahandrit sem á vegi þeirra urðu – Árni hreinlega skar þau niður í ræmur og notaði í bókband og Jón lét sem hann sæi þau ekki – svo að eyður eru í vitneskju okkar um tónlistarsöguna sem ýmislegt bendir til að hafi ekki verið alveg jafn fáskrúðug og okkur hefur verið talin trú um. Myndefnið sem við eigum frá fyrri öldum er með sanni ósköp lítilfjörlegt og bendir til allsherjar og furðu útbreiddrar vankunnáttu í öllu sem viðkom myndlist. Þar með er ekki sagt að við getum ekki nálgast íslenskan veruleika fyrri alda á sjónrænan hátt. Þessi sýning leiðir það meðal annars í ljós. Þessi endurskoðun opnar víddir í sjálfsvitund þjóðarinnar. En það má samt ekki alveg gleyma því að Íslendingar voru og eru þrátt fyrir allt bókmenntaþjóð. Þeim arfi má alveg halda á lofti. Og af því að öll íslensk menningarumræða endar alltaf í því að tala um hús: þegar þessi sýning rennur sitt skeið á enda í Safnahúsinu – mætti þá ekki hugleiða að gera það að húsi bókmenntanna? Við eigum ýmsa ágæta sýningarsali en ekkert hús bókmenntanna er til. Andi bóka og grúsks svífur þarna enn um sali og þegar skyggja tekur fara áreiðanlega á kreik gamlir og rallhálfir bókmenntadraugar. Þarna gæti verið sýning á handritunum og reynt að opna heimsmynd þeirra; og þau þá jafnframt sýnd sem þau handrit sem þau eru en ekki sem partur af verkum nútímamyndlistarmanna eins og farið er að tíðkast. Þarna gæti verið ýmis starfsemi tengd bókmenntunum, skrifstofur bókmenntamiðstöðva og rithöfunda; upplestrar, sýningar, uppákomur og innsetningar, ættfræðiþing og afbyggingarmót, vísnagleði og rappara-rimmur; frábært bókasafn og værukærir bókaverðir. Og í lessalnum sætu skáldin hljóð og skrifuðu við ym aldanna úr öllum þeim annálum og kirkjubókum sem þarna hafa legið og tækju flugið í uppstreyminu frá öllum þeim hugsunum sem þarna hafa svifið frá einu heilabúi til annars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Ég brá mér í Safnahúsið við Hverfisgötu. Á leiðinni ók ég framhjá Perlunni sem var umkomulaus að sjá og undraðist enn hvers vegna ekkert miðar í því að koma Náttúrugripasafninu upp þar – er þar um að kenna dáðleysi menntamálaráðherrans eða telur ríkisstjórnin sig vera búna að leysa málið nú þegar búið er að koma geirfuglinum fyrir í kústaskáp í Safnahúsinu?Margt sem vaknar En sem sé: brá mér í Safnahúsið og skoðaði sýninguna Sjónarhorn sem Markús Andrésson hefur sett upp í því skyni að sýna okkur hitt og þetta úr íslenskum myndheimi – og hugmyndaheimi – í aldanna rás og frá ýmsum sjónarhornum, eins og þetta dásamlega rangalahús býður svo sannarlega upp á. Það var gaman skoða sýninguna; hún er falleg. Það má jafnvel nota um hana það margþvælda orðalag, að þar sé „skemmtilega unnið með rýmið“. Þau viðhorf hafa sést að sýningin vitni um að sýningarstjórarnir séu að verða of fyrirferðarmiklir í veröld safna og myndlistar en erfitt er að koma auga á það vandamál hér. Vissulega skynjar maður hugsun og þráð í sýningunni, en það er ekki til vansa. Hlutum er skipað saman af hugkvæmni og hæfilegum húmor - en líka alúð – og margt sem vaknar í menningarminninu þegar maður röltir þarna um, margt sem gleður augað og vekur hugann; hvort heldur það eru hlutir úr litla heiminum umhverfis mann eða úr hinu opinbera rými. Gömul plötuumslög, kort, hannyrðir, húsgögn, Kjarvalsmálverk, útskurður: sýningarstjórinn er nokkurs konar menningarlegur DJ á fullu við að búa ný og ný remix menningarsögunnar og blöndur sem virka – eða virka ekki. Og ýmislegt sem verður útundan. Ég saknaði lausavísunnar, þó að hún sé bara orð og hugarmyndir – eða kannski einmitt þess vegna – og ég saknaði módernistanna sem höfðu svo ótrúlega sterk áhrif á þjóðlífið um miðja síðustu öld, svo að eitthvað sé nefnt. Jónsbókarhandritum er sérlega fallega stillt upp og listfengi þeirra skrifara sem þau gerðu stillt upp andspænis þeim Sölva Helgasyni og Bjarna Þórarinssyni (arftaka Sölva í vissum skilningi) sem báðir nota þéttskrifaðan texta til að skrá sín eigin lög og prívatheim (grafómanían!) en á vegg þar hjá er Ragnar Kjartansson að syngja og spila á gítar í þögulli mynd; eins og til að ítreka að þessi handrit séu ekki fyrst og fremst texti heldur kallist á við gjörningameistara nútímans.Hús andanna Ríkjandi sjónarmið í menningarsögu Íslendinga og sjálfsmynd hefur fram á síðustu ár verið að líta á þessa fortíð okkar sem nokkurs konar texta. Handritin eru samkvæmt þessum skilningi þjóðargersemar sem gáfu Íslendingum sinn þegnrétt í samfélagi þjóðanna. Og vissulega var ritræpa Íslendinga slík gegnum aldirnar að þeir voru sennilega um hríð ritóðasta þjóð Evrópu, mætti jafnvel rökstyðja að þjóðarsjúkdómar Íslendinga hafi verið tveir, alkóhólismi og grafómanía. Það eimir eftir af þessari áráttu í sjálfsævisagnagerð Íslendinga sem fram á síðustu ár var útbreiddari iðja en víðast hvar; og vitnar um þörf fyrir að skynja ævi sína og störf sem texta. Að ógleymdum minningargreinunum í Mogganum sem nú eru komnar fram yfir mitt blað. Alltof mikið var einblínt á sögur og handrit í íslenskri menningarsögu allt fram á síðustu ár: Jón Helgason og Árni Magnússon voru báðir gersamlega áhugalausir um þau nótnahandrit sem á vegi þeirra urðu – Árni hreinlega skar þau niður í ræmur og notaði í bókband og Jón lét sem hann sæi þau ekki – svo að eyður eru í vitneskju okkar um tónlistarsöguna sem ýmislegt bendir til að hafi ekki verið alveg jafn fáskrúðug og okkur hefur verið talin trú um. Myndefnið sem við eigum frá fyrri öldum er með sanni ósköp lítilfjörlegt og bendir til allsherjar og furðu útbreiddrar vankunnáttu í öllu sem viðkom myndlist. Þar með er ekki sagt að við getum ekki nálgast íslenskan veruleika fyrri alda á sjónrænan hátt. Þessi sýning leiðir það meðal annars í ljós. Þessi endurskoðun opnar víddir í sjálfsvitund þjóðarinnar. En það má samt ekki alveg gleyma því að Íslendingar voru og eru þrátt fyrir allt bókmenntaþjóð. Þeim arfi má alveg halda á lofti. Og af því að öll íslensk menningarumræða endar alltaf í því að tala um hús: þegar þessi sýning rennur sitt skeið á enda í Safnahúsinu – mætti þá ekki hugleiða að gera það að húsi bókmenntanna? Við eigum ýmsa ágæta sýningarsali en ekkert hús bókmenntanna er til. Andi bóka og grúsks svífur þarna enn um sali og þegar skyggja tekur fara áreiðanlega á kreik gamlir og rallhálfir bókmenntadraugar. Þarna gæti verið sýning á handritunum og reynt að opna heimsmynd þeirra; og þau þá jafnframt sýnd sem þau handrit sem þau eru en ekki sem partur af verkum nútímamyndlistarmanna eins og farið er að tíðkast. Þarna gæti verið ýmis starfsemi tengd bókmenntunum, skrifstofur bókmenntamiðstöðva og rithöfunda; upplestrar, sýningar, uppákomur og innsetningar, ættfræðiþing og afbyggingarmót, vísnagleði og rappara-rimmur; frábært bókasafn og værukærir bókaverðir. Og í lessalnum sætu skáldin hljóð og skrifuðu við ym aldanna úr öllum þeim annálum og kirkjubókum sem þarna hafa legið og tækju flugið í uppstreyminu frá öllum þeim hugsunum sem þarna hafa svifið frá einu heilabúi til annars.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun