Ein virkjun dregin til baka úr tillögunni Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 16. maí 2015 09:00 Hart var tekist á um umdeilda tillögu meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta í gær og ein virkjun dregin til baka. Fréttablaðið/vilhelm Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis féll í gær frá því að hafa Hagavatnsvirkjun meðal þeirra virkjanakosta sem lagt er til að verði færðir úr biðflokki rammaáætlunar í nýtingarflokk. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra upplýsti um þetta samkomulag í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. „Svoleiðis að menn geta haldið áfram að velta þeim kosti fyrir sér í ró og næði og vonandi séð að það er til bóta fyrir umhverfið að ráðast í virkjun á þeim stað og ná aftur til baka gamla Hagavatni og hefta þar með stórskaðlegan uppblástur sem hefur staðið í allt of marga áratugi,“ sagði Sigmundur. Síðari umræða um umdeilda tillögu til breytingar á þingsályktun frá meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta hófst á þriðjudag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem heyrðu fyrst af breytingunni í ræðu forsætisráðherra, voru nokkuð forviða yfir þessari tilkynningu. „Það er sem sagt búið að gera samkomulag um að breyta breytingartillögunni sem við áttum að ræða hér í allan dag. Hvenær átti að segja okkur þetta? Hvenær ætlaði hæstvirtur forseti að segja okkur þetta? Hvar eru þessar ákvarðanir teknar? Hvað erum við að ræða hérna í þingsalnum? Þetta er bara orðinn farsi,“ sagði Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. Þess var krafist að forseti Alþingis tæki málið af dagskrá þar sem ekki lægi ljóst fyrir hvaða tillögu stæði til að ræða eftir breytinguna. „Þetta er svo mikið rugl. Ég krefst þess að forseti fresti hér fundi og að boðað verði til fundar meðal formanna flokkanna til þess að fara yfir dagskrána. Það er ekki í boði, það er ekki boðlegt að hér séu viðhöfð svona vinnubrögð þar sem við vitum ekki hvað verður á dagskrá,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, meðal annars. Einar K. Guðfinnsson samþykkti að lokum að funda með þingflokksformönnum áður en þingfundi yrði haldið áfram. Eftir fundinn tókst loks að hætta karpinu og var umræðu haldið áfram um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þingmenn héldu þó áfram að ræða dagskrá þingsins undir þeim lið og furðuðu sig á því að verið væri að ræða þessi mál en ekki stöðuna á vinnumarkaði, húsnæðismál eða önnur mál sem stjórnarandstöðunni þótti eðlilegra að ræða þegar svo stutt er til þingloka sem raun ber vitni. Alþingi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
Meirihluti atvinnuveganefndar Alþingis féll í gær frá því að hafa Hagavatnsvirkjun meðal þeirra virkjanakosta sem lagt er til að verði færðir úr biðflokki rammaáætlunar í nýtingarflokk. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra upplýsti um þetta samkomulag í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. „Svoleiðis að menn geta haldið áfram að velta þeim kosti fyrir sér í ró og næði og vonandi séð að það er til bóta fyrir umhverfið að ráðast í virkjun á þeim stað og ná aftur til baka gamla Hagavatni og hefta þar með stórskaðlegan uppblástur sem hefur staðið í allt of marga áratugi,“ sagði Sigmundur. Síðari umræða um umdeilda tillögu til breytingar á þingsályktun frá meirihluta atvinnuveganefndar um fjölgun virkjanakosta hófst á þriðjudag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar, sem heyrðu fyrst af breytingunni í ræðu forsætisráðherra, voru nokkuð forviða yfir þessari tilkynningu. „Það er sem sagt búið að gera samkomulag um að breyta breytingartillögunni sem við áttum að ræða hér í allan dag. Hvenær átti að segja okkur þetta? Hvenær ætlaði hæstvirtur forseti að segja okkur þetta? Hvar eru þessar ákvarðanir teknar? Hvað erum við að ræða hérna í þingsalnum? Þetta er bara orðinn farsi,“ sagði Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtíðar. Þess var krafist að forseti Alþingis tæki málið af dagskrá þar sem ekki lægi ljóst fyrir hvaða tillögu stæði til að ræða eftir breytinguna. „Þetta er svo mikið rugl. Ég krefst þess að forseti fresti hér fundi og að boðað verði til fundar meðal formanna flokkanna til þess að fara yfir dagskrána. Það er ekki í boði, það er ekki boðlegt að hér séu viðhöfð svona vinnubrögð þar sem við vitum ekki hvað verður á dagskrá,“ sagði Birgitta Jónsdóttir, kafteinn Pírata, meðal annars. Einar K. Guðfinnsson samþykkti að lokum að funda með þingflokksformönnum áður en þingfundi yrði haldið áfram. Eftir fundinn tókst loks að hætta karpinu og var umræðu haldið áfram um vernd og orkunýtingu landsvæða. Þingmenn héldu þó áfram að ræða dagskrá þingsins undir þeim lið og furðuðu sig á því að verið væri að ræða þessi mál en ekki stöðuna á vinnumarkaði, húsnæðismál eða önnur mál sem stjórnarandstöðunni þótti eðlilegra að ræða þegar svo stutt er til þingloka sem raun ber vitni.
Alþingi Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira