FH-ingum var í fyrradag spáð sigri í Pepsi-deildinni í sumar en FH-liðið fékk langflest stig í árlegri spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna. Fimm síðustu ár og í sjö skipti af síðustu átta hafa meistaraefnin fallið á prófinu og misst af Íslandsmeistaratitlinum um haustið.
Þannig fór fyrir KR-ingum í fyrra sem og í tvö síðustu skipti sem FH-ingum hefur verið spáð titlinum um vorið (2011 og 2013).
FH var líka síðasta liðið sem stóð undir pressunni en FH-ingar urðu Íslandsmeistarar undir stjórn Heimis Guðjónssonar sumarið 2009 eftir að hafa verið spáð titlinum fyrir mótið. FH-liðið frá 2013 er líka eina liðið, frá og með þeim tíma þegar fyrst voru tólf lið í deildinni sumarið 2008, sem tókst að vinna sinn leik í fyrstu umferð eftir að hafa verið spáð meistaratitlinum.
FH hefur sex sinnum áður verið spáð titlinum og staðið undir meistarapressunni í þrjú af þessum skiptum. Liðið kláraði titilinn 2005, 2006 og 2009 en missti af honum 2007, 2011 og 2013.
Það ætti svo sem ekki að koma FH-ingum á óvart að vera spáð Íslandsmeistaratitlinum enda hefur Hafnarfjarðarliðið verið efst í þessari árlegu spá á öllum oddaárum frá og með 2005.
Stjarnan varð Íslandsmeistari í fyrra þrátt fyrir að vera aðeins spáð fjórða sætinu fyrir mótið. Þetta var aðeins í fimmta sinn í þrjátíu ára sögu spárinnar þar sem meistararnir komust ekki inn á topp þrjú í spánni.
Stjörnumenn komust þar í hóp með KA (spáð 5. sæti 1989), Víkingi (4. sæti, 1991), ÍA (5. sæti, 2001) og KR (4.sæti, 2002) sem urðu öll Íslandsmeistarar þrátt fyrir að vera neðar en í þriðja sæti í spánni.
Meistarastimpillinn er erfiður
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham
Enski boltinn


ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni
Íslenski boltinn

Brentford bætti við algjöra martröð Leicester
Enski boltinn


Jón Dagur í frystiklefa í Berlín
Fótbolti



