Lífið

Þónokkrar jónur komu saman við Alþingishúsið í gær

Guðrún Ansnes skrifar
Um hundrað og fimmtíu manns söfnuðust saman á Austurvelli í gær.
Um hundrað og fimmtíu manns söfnuðust saman á Austurvelli í gær. Vísir/Ernir
Alþjóðlegur dagur grasreykinga var haldinn í gær og sameinaðist hópur þeirra sem aðhyllast slíkt hérlendis saman á Austurvelli.

„Þetta voru einskonar mótmæli en samt ekki,“ segir Örvar Geir Geirsson, annar þeirra sem standa að deginum og forsprakki Reykjavík Homegrown.

Hefur fjöldi fólks hist á Austurvelli þennan dag undanfarin fimm ár og hefur fjöldi gesta aukist ár hvert.

Menn höfðu það huggulegt undir berum himni og nutu sín í botn.Vísir/Ernir
Í ár komu saman um hundrað og fimmtíu manns.

„Við viljum skerpa á þörfinni fyrir afglæpavæðinguna, og fögnum þeirri umræðu sem hefur átt sér stað inni á Alþingi,“ segir Örvar og vísar meðal annars í afstöðu heilbrigðisráðherra.

Vel fór á með þeim sem mættu, en gestir fögnuðu umræðunni sem á sér stað á Alþingi um þessar mundir.Vísir/Ernir
„Fyrir okkur skiptir þessi dagur máli, og er megin inntakið það að þjappa saman hópnum. Við erum ekki að skaða neinn og sjáum ekki muninn á því að fá okkur jónu saman, eða skála í bjór opinberlega,“ útskýrir Örvar.

Nafnið 4:20, er ansi gildishlaðið og nær yfir dagsetninguna, tíma mótmælanna og síðast en ekki síst er hér átt við leyniorð, sem bandarískir nemar notuðu á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar og endurspeglaði tímann til að kveikja sér í jónu, strax eftir skóla.

Örvar Örn, talsmaður hópsins, var innilegur er hann dró að sér andann á Austurvelli í gær.Vísir/Ernir

Tengdar fréttir

Afglæpavæðing einkaneyslu

Á nýliðnum landsfundi Samfylkingarinnar var samþykkt tillaga Ungra jafnaðarmanna um að horfst verði í augu við þá staðreynd að refsirammi vímulöggjafarinnar sé of strangur og sé ekki til þess fallinn að aðstoða fólk sem stríðir við vímuefnavanda.

Íslendingar heimsins mestu grasreykingamenn

Í nýrri skýrslu á vegum Fíkniefna- og afbrotamálaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna kemur fram að 18.3 prósent Íslendinga neyta kannabisefna á ársgrundvelli.

Skaðaminnkun er mikilvæg forvörn

Nokkrir hjúkrunarfræðinemar við Háskóla Íslands hafa sinnt heilsugæsluþjónustu fyrir heimilislausa í Dagsetrinu síðan í haust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×