Aron segist hættur í ClubDub Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. júní 2025 16:48 Brynjar Barkarson er hér til vinstri, en saman hafa hann og Aron myndað tónlistartvíeykið ClubDub, sem nú virðist liðið undir lok ef marka má færslu Arons. Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson, sem hingað til hefur verið annar helmingur raftónlistartvíeykisins ClubDub, segist hættur í sveitinni. Frá þessu greindi Aron í hringrásarfærslu á Instagram nú rétt í þessu. „Ég er hættur í ClubDub. Ást og friður,“ skrifar Aron. Fleiri voru þau orð ekki. Færslan var stutt.Instagram Hinn helmingur tvíeykisins er Brynjar Barkarson. Þeir Aron hafa lengi fylgst að og gerðu meðal annars gott mót með skólasveitinni 12:00 á árum sínum í Verslunarskóla Íslands. Þeir stofnuðu ClubDub saman árið 2018 þegar þeir gáfu út sína fyrstu plötu. Fyrirferðarmikill í umræðu um útlendinga Að undanförnu hefur gustað nokkuð um Brynjar, en hann hefur látið til sín taka á öðrum vettvangi en þeim sem hann er vanur, og fjallað um útlendingamál á nokkuð hispurslausan hátt. Hann var meðal ræðumanna á umdeildum mótmælum síðastliðinn laugardag, þar sem hópur fólks kom saman og krafðist breytinga á móttöku hælisleitenda hingað til lands. Þá hefur hann sagt að hópar sem kæmu hingað til lands og aðhylltust Íslam væru „blóðsugur sem bera enga virðingu fyrir okkur, okkar siðum og menningu.“ Sumum þykir nóg um Í gær var svo fjallað um að Snærós Sindradóttir, dóttir Helgu Völu Helgadóttur fyrrverandi þingmanns, væri komin með nóg af rangfærslum Brynjars í garð móður hennar. Brynjar hafi sagt að Helga Vala hafi „stórgrætt á hælisiðnaðinum“ í gegnum lögfræðistofu sína og að féð kæmi úr ríkissjóði. Þessu lýsir Snærós sem einni þrálátustu lyginni sem velli upp úr „rasistum landsins“. Ekki liggur fyrir hvort eitthvað af ofangreindu er ástæða þess að Aron ákvað að hætta í sveitinni, líkt og hann hefur nú lýst yfir. Fréttastofa hefur ekki náð af honum tali frá því hann birti færsluna. Þeir Aron og Brynjar settust niður í Einkalífinu árið 2019, þá nokkuð nýlega komnir fram á sjónarsviðið. Þar ræddu þeir meðal annars þegar þeir voru reknir úr Versló, frægðina, vináttuna og samstarfið. ClubDub hefur verið með allra vinsælustu tónlistaratriðum landsins síðastliðin ár, gefið út ófáa smellina og komið fram á stórum viðburðum, svo sem á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Októberfest og víðar. Eins hafa þeir unnið með fjölda annarra vinsælla tónlistarmanna. Stefnt var að því að ClubDub kæmi fram á komandi þjóðhátíð. Tónlist Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira
Frá þessu greindi Aron í hringrásarfærslu á Instagram nú rétt í þessu. „Ég er hættur í ClubDub. Ást og friður,“ skrifar Aron. Fleiri voru þau orð ekki. Færslan var stutt.Instagram Hinn helmingur tvíeykisins er Brynjar Barkarson. Þeir Aron hafa lengi fylgst að og gerðu meðal annars gott mót með skólasveitinni 12:00 á árum sínum í Verslunarskóla Íslands. Þeir stofnuðu ClubDub saman árið 2018 þegar þeir gáfu út sína fyrstu plötu. Fyrirferðarmikill í umræðu um útlendinga Að undanförnu hefur gustað nokkuð um Brynjar, en hann hefur látið til sín taka á öðrum vettvangi en þeim sem hann er vanur, og fjallað um útlendingamál á nokkuð hispurslausan hátt. Hann var meðal ræðumanna á umdeildum mótmælum síðastliðinn laugardag, þar sem hópur fólks kom saman og krafðist breytinga á móttöku hælisleitenda hingað til lands. Þá hefur hann sagt að hópar sem kæmu hingað til lands og aðhylltust Íslam væru „blóðsugur sem bera enga virðingu fyrir okkur, okkar siðum og menningu.“ Sumum þykir nóg um Í gær var svo fjallað um að Snærós Sindradóttir, dóttir Helgu Völu Helgadóttur fyrrverandi þingmanns, væri komin með nóg af rangfærslum Brynjars í garð móður hennar. Brynjar hafi sagt að Helga Vala hafi „stórgrætt á hælisiðnaðinum“ í gegnum lögfræðistofu sína og að féð kæmi úr ríkissjóði. Þessu lýsir Snærós sem einni þrálátustu lyginni sem velli upp úr „rasistum landsins“. Ekki liggur fyrir hvort eitthvað af ofangreindu er ástæða þess að Aron ákvað að hætta í sveitinni, líkt og hann hefur nú lýst yfir. Fréttastofa hefur ekki náð af honum tali frá því hann birti færsluna. Þeir Aron og Brynjar settust niður í Einkalífinu árið 2019, þá nokkuð nýlega komnir fram á sjónarsviðið. Þar ræddu þeir meðal annars þegar þeir voru reknir úr Versló, frægðina, vináttuna og samstarfið. ClubDub hefur verið með allra vinsælustu tónlistaratriðum landsins síðastliðin ár, gefið út ófáa smellina og komið fram á stórum viðburðum, svo sem á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum, Októberfest og víðar. Eins hafa þeir unnið með fjölda annarra vinsælla tónlistarmanna. Stefnt var að því að ClubDub kæmi fram á komandi þjóðhátíð.
Tónlist Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér Lífið Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Fleiri fréttir Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Sjá meira