Um Ævar Jóhannesson Guðríður Arnardóttir skrifar 16. apríl 2015 07:00 Sif Sigmarsdóttir fjallaði í grein sinni fyrir stuttu um óhefðbundnar lækningar og líkir þeim sem þær stunda við níðinga. Óhefðbundnar lækningar ná yfir vítt svið og alls kyns kukl eins og ætluðum breytingum á erfðaefni og kosmískri orkutilfærslu yfir í náttúrulækningar. Sjálfsagt sjá einhverjir gróðavon í fárveiku fólki sem grípur hvert hálmstrá sem býðst en vonandi eru flestir vel meinandi sem raunverulega trúa á lækningamátt náttúrunnar. Með grein sinni vegur Sif að æru Ævars Jóhannessonar sem er fyrir löngu orðinn landsþekktur fyrir lúpínuseyði sitt sem hann bruggaði til fjölda ára. Ég var svo lánsöm að fá að fylgjast með Ævari í starfi þegar ég vann um tíma hjá Raunvísindastofnun Háskólans. Þar var Ævar í jarðfræðihúsinu með aðsetur. Hann var einstakur. Hann var ráðagóður og skemmtilegur, góðmenni og mannvinur. Hann gat lagað allt, ef tækið var ekki til þá smíðaði hann það – gömul og úrelt tæki lifðu áfram vegna þess að Ævar gat á einhvern óskiljanlegan máta blásið í þau lífi í hvert sinn sem eitthvað bilaði. Og samhliða öllu þessu fylgdi hann hugsjón sinni og sauð lúpínuseyði alla daga til að anna mikilli eftirspurn. Þá man ég einmitt eftir því að margir töldu lúpínuseyðið draga úr aukaverkunum vegna krabbameinsmeðferða og mögulega reynast gagnlegt í baráttunni við krabbamein. Og þó ekki væri nema vonin ein og trúin á lækningarmátt lúpínuseyðisins færði Ævar fjölda Íslendinga seyðið sitt og tók ekki krónu fyrir. Engan veit ég hafa fylgt köllun sinni af þvílíkri sannfæringu og Ævar. Og hvers vegna ætti lúpínuseyði ekki að hafa jákvæð áhrif á meðferð krabbameinssjúkra? Eitt algengasta lyfið við meðferð brjóstakrabbameina er unnið úr trjáberki og uppgötvaðist einmitt vegna þess að innfæddir í Suður-Ameríku brugguðu úr berkinum seyði. Við hátíðlega athöfn árið 2010 heiðraði Kópavogsbær Ævar Jóhannesson fyrir ævistarf sitt. Undirrituð var þá formaður bæjarráðs og féll það í minn hlut að sýna Ævari þá virðingu og þann sóma sem í viðurkenningunni fólst. Í umsögn með viðurkenningu Kópavogsbæjar sagði meðal annars: „Með óeigingjörnu starfi sínu hefur Ævar auðgað samfélagið og gefið fjölmörgum einstaklingum styrk og kraft. Hann hefur nýtt náttúru Íslands á sjálfbæran hátt. Hann er frumkvöðull, mikill hugvitsmaður og mannvinur. Störf hans eru aðdáunarverð og hann er fyrirmynd í íslensku samfélagi.“ Að einhverjum skuli detta það í hug að kalla þennan öðling níðing er mér með öllu óskiljanlegt og algjörlega óafsakanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðríður Arnardóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Sif Sigmarsdóttir fjallaði í grein sinni fyrir stuttu um óhefðbundnar lækningar og líkir þeim sem þær stunda við níðinga. Óhefðbundnar lækningar ná yfir vítt svið og alls kyns kukl eins og ætluðum breytingum á erfðaefni og kosmískri orkutilfærslu yfir í náttúrulækningar. Sjálfsagt sjá einhverjir gróðavon í fárveiku fólki sem grípur hvert hálmstrá sem býðst en vonandi eru flestir vel meinandi sem raunverulega trúa á lækningamátt náttúrunnar. Með grein sinni vegur Sif að æru Ævars Jóhannessonar sem er fyrir löngu orðinn landsþekktur fyrir lúpínuseyði sitt sem hann bruggaði til fjölda ára. Ég var svo lánsöm að fá að fylgjast með Ævari í starfi þegar ég vann um tíma hjá Raunvísindastofnun Háskólans. Þar var Ævar í jarðfræðihúsinu með aðsetur. Hann var einstakur. Hann var ráðagóður og skemmtilegur, góðmenni og mannvinur. Hann gat lagað allt, ef tækið var ekki til þá smíðaði hann það – gömul og úrelt tæki lifðu áfram vegna þess að Ævar gat á einhvern óskiljanlegan máta blásið í þau lífi í hvert sinn sem eitthvað bilaði. Og samhliða öllu þessu fylgdi hann hugsjón sinni og sauð lúpínuseyði alla daga til að anna mikilli eftirspurn. Þá man ég einmitt eftir því að margir töldu lúpínuseyðið draga úr aukaverkunum vegna krabbameinsmeðferða og mögulega reynast gagnlegt í baráttunni við krabbamein. Og þó ekki væri nema vonin ein og trúin á lækningarmátt lúpínuseyðisins færði Ævar fjölda Íslendinga seyðið sitt og tók ekki krónu fyrir. Engan veit ég hafa fylgt köllun sinni af þvílíkri sannfæringu og Ævar. Og hvers vegna ætti lúpínuseyði ekki að hafa jákvæð áhrif á meðferð krabbameinssjúkra? Eitt algengasta lyfið við meðferð brjóstakrabbameina er unnið úr trjáberki og uppgötvaðist einmitt vegna þess að innfæddir í Suður-Ameríku brugguðu úr berkinum seyði. Við hátíðlega athöfn árið 2010 heiðraði Kópavogsbær Ævar Jóhannesson fyrir ævistarf sitt. Undirrituð var þá formaður bæjarráðs og féll það í minn hlut að sýna Ævari þá virðingu og þann sóma sem í viðurkenningunni fólst. Í umsögn með viðurkenningu Kópavogsbæjar sagði meðal annars: „Með óeigingjörnu starfi sínu hefur Ævar auðgað samfélagið og gefið fjölmörgum einstaklingum styrk og kraft. Hann hefur nýtt náttúru Íslands á sjálfbæran hátt. Hann er frumkvöðull, mikill hugvitsmaður og mannvinur. Störf hans eru aðdáunarverð og hann er fyrirmynd í íslensku samfélagi.“ Að einhverjum skuli detta það í hug að kalla þennan öðling níðing er mér með öllu óskiljanlegt og algjörlega óafsakanlegt.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun