Framleiðsla fíkniefna bæði einföld og ódýr Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 9. apríl 2015 07:30 Lögreglan leggur hald á lítið af amfetamíni. Líklegt er að eftirspurn sé annað með framleiðslu hér á landi. Nordicphotos/Getty Mesti samdráttur í haldlögðu magni á fíkniefnum frá hruni er hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lítil fjárráð ungs fólks eftir hrun og meiri framleiðsla á amfetamíni innanlands teljast líklegar skýringar að mati þeirra Guðmundar Baldurssonar, lögreglufulltrúa í rannsóknardeild skipulagðrar brotastarfsemi á Suðurnesjum, og Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra.Kókaín of dýrt Mesti samdrátturinn er í kókaíni og amfetamíni. Tæp þrjú ár eru síðan lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á kókaín að einhverju ráði. Á síðasta ári voru aðeins haldlögð 717 grömm af kókaíni miðað við 4.400 grömm árið 2008. Á síðasta ári voru tekin 796 g af amfetamíni en vanalega er lagt hald á milli þrjú og tíu þúsund grömm á ári. Guðmundur tekur fram að það sé aðeins hægt að velta vöngum yfir ástæðum þess að lagt er hald á minna magn. Hann segist þó halda að ungt fólk hafi ekki sömu fjárráð og í góðærinu og því hafi neysla á kókaíni dregist saman. Undir það tekur Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, sem segir neyslu á kókaíni hafa dregist saman eftir hrun þótt notendum örvandi efna hafi fjölgað. „Við höfum ekki lagt hald á mikið magn af kókaíni síðustu ár, ástæðurnar geta verið margar en við höldum að eftirspurnin hafi dregist saman vegna þess að ungt fólk hefur síður ráð á kókaíni,“ segir Guðmundur. „Það er áberandi neysla áfram á örvandi efnum en eftir árin 2008 og 2009 dró mjög úr kókaínneyslu,“ segir Valgerður og segir lækna á Vogi verða vara við óbreytta amfetamínneyslu síðustu ár þrátt fyrir að töluvert minna hafi verið tekið af amfetamíni síðustu ár.Fljótlegt að framleiða amfetamín Guðmundur segir líklegt að eftirspurn eftir amfetamíni sé annað með framleiðslu á landinu. Hann segir fólk hafa ranghugmyndir um slíka framleiðslu. Það þurfi ekki stórar verksmiðjur til. „Það er fljótlegt að framleiða amfetamín og það þarf ekki stórar verksmiðjur til framleiðslunnar. Tækjabúnaðurinn og framleiðslan getur þess vegna farið fram í heimahúsi.“ Guðmundur segir erfitt að geta sér til um hvað valdi samdrættinum. „Það eru sveiflur í þessu, nokkur stór mál hafa mikil áhrif á tölfræðina. Þessi stóru mál eru ekki á hverju ári.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir langt síðan síðasta stóra fíkniefnamálið kom upp og segir enga einfalda skýringu vera á því hversu lítið magn lögreglan nær að finna og taka í sína vörslu. „Það er ekki til nein einföld skýring á því en það eru ákveðnar vísbendingar um að innflutningur á kókaíni hafi dregist saman. Það vekur ákveðnar hugrenningar að magnið er að minnka mikið. Minnkunin virðist hafa orðið eftir hrunið. Það gæti bent til þess að það er hugsanlega minna fé í umferð.“Niðurskurður í löggæslu Ólafur tekur undir ályktun Guðmundar um amfetamínframleiðslu í landinu sem fari leynt og er hugstætt fíkniefnamál frá síðasta ári þegar Algirdas Vysnauskas, litháískur ríkisborgari um þrítugt, var tekinn með lítra af metamfetamínbasa í vökvaformi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar október í fyrra. „Ég byrjaði ekki hér fyrr en 1. september á síðasta ári en í mínum huga stóð þetta mál upp úr, það mátti gera ráð fyrir því að það væri drjúgt sem hefði verið hægt að framleiða úr því ef það hefði komist á markað. Ég hef vitneskju um að tækjabúnaðurinn sé ódýr og framleiðslan einföld.“ Ólafur segir vert að leiða hugann að niðurskurði undanfarin ár. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það hefur verið skorið niður í löggæslu á undanförnum árum.“ Fréttaskýringar Tengdar fréttir Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum Lögreglan hefur lagt hald á lítið magn af hörðum fíkniefnum á við kókaín, metamfetamín og amfetamín síðustu ár. Nokkur ár eru síðan lögreglan náði síðast umtalsverðu magni af þessum fíkniefnum. 8. apríl 2015 07:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Mesti samdráttur í haldlögðu magni á fíkniefnum frá hruni er hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Lítil fjárráð ungs fólks eftir hrun og meiri framleiðsla á amfetamíni innanlands teljast líklegar skýringar að mati þeirra Guðmundar Baldurssonar, lögreglufulltrúa í rannsóknardeild skipulagðrar brotastarfsemi á Suðurnesjum, og Ólafs Helga Kjartanssonar lögreglustjóra.Kókaín of dýrt Mesti samdrátturinn er í kókaíni og amfetamíni. Tæp þrjú ár eru síðan lögreglan á Suðurnesjum lagði hald á kókaín að einhverju ráði. Á síðasta ári voru aðeins haldlögð 717 grömm af kókaíni miðað við 4.400 grömm árið 2008. Á síðasta ári voru tekin 796 g af amfetamíni en vanalega er lagt hald á milli þrjú og tíu þúsund grömm á ári. Guðmundur tekur fram að það sé aðeins hægt að velta vöngum yfir ástæðum þess að lagt er hald á minna magn. Hann segist þó halda að ungt fólk hafi ekki sömu fjárráð og í góðærinu og því hafi neysla á kókaíni dregist saman. Undir það tekur Valgerður Rúnarsdóttir, læknir á Vogi, sem segir neyslu á kókaíni hafa dregist saman eftir hrun þótt notendum örvandi efna hafi fjölgað. „Við höfum ekki lagt hald á mikið magn af kókaíni síðustu ár, ástæðurnar geta verið margar en við höldum að eftirspurnin hafi dregist saman vegna þess að ungt fólk hefur síður ráð á kókaíni,“ segir Guðmundur. „Það er áberandi neysla áfram á örvandi efnum en eftir árin 2008 og 2009 dró mjög úr kókaínneyslu,“ segir Valgerður og segir lækna á Vogi verða vara við óbreytta amfetamínneyslu síðustu ár þrátt fyrir að töluvert minna hafi verið tekið af amfetamíni síðustu ár.Fljótlegt að framleiða amfetamín Guðmundur segir líklegt að eftirspurn eftir amfetamíni sé annað með framleiðslu á landinu. Hann segir fólk hafa ranghugmyndir um slíka framleiðslu. Það þurfi ekki stórar verksmiðjur til. „Það er fljótlegt að framleiða amfetamín og það þarf ekki stórar verksmiðjur til framleiðslunnar. Tækjabúnaðurinn og framleiðslan getur þess vegna farið fram í heimahúsi.“ Guðmundur segir erfitt að geta sér til um hvað valdi samdrættinum. „Það eru sveiflur í þessu, nokkur stór mál hafa mikil áhrif á tölfræðina. Þessi stóru mál eru ekki á hverju ári.“ Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir langt síðan síðasta stóra fíkniefnamálið kom upp og segir enga einfalda skýringu vera á því hversu lítið magn lögreglan nær að finna og taka í sína vörslu. „Það er ekki til nein einföld skýring á því en það eru ákveðnar vísbendingar um að innflutningur á kókaíni hafi dregist saman. Það vekur ákveðnar hugrenningar að magnið er að minnka mikið. Minnkunin virðist hafa orðið eftir hrunið. Það gæti bent til þess að það er hugsanlega minna fé í umferð.“Niðurskurður í löggæslu Ólafur tekur undir ályktun Guðmundar um amfetamínframleiðslu í landinu sem fari leynt og er hugstætt fíkniefnamál frá síðasta ári þegar Algirdas Vysnauskas, litháískur ríkisborgari um þrítugt, var tekinn með lítra af metamfetamínbasa í vökvaformi í Flugstöð Leifs Eiríkssonar október í fyrra. „Ég byrjaði ekki hér fyrr en 1. september á síðasta ári en í mínum huga stóð þetta mál upp úr, það mátti gera ráð fyrir því að það væri drjúgt sem hefði verið hægt að framleiða úr því ef það hefði komist á markað. Ég hef vitneskju um að tækjabúnaðurinn sé ódýr og framleiðslan einföld.“ Ólafur segir vert að leiða hugann að niðurskurði undanfarin ár. „Það er ekki hægt að horfa fram hjá því að það hefur verið skorið niður í löggæslu á undanförnum árum.“
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum Lögreglan hefur lagt hald á lítið magn af hörðum fíkniefnum á við kókaín, metamfetamín og amfetamín síðustu ár. Nokkur ár eru síðan lögreglan náði síðast umtalsverðu magni af þessum fíkniefnum. 8. apríl 2015 07:15 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Lagt hald á minna af hörðum fíkniefnum Lögreglan hefur lagt hald á lítið magn af hörðum fíkniefnum á við kókaín, metamfetamín og amfetamín síðustu ár. Nokkur ár eru síðan lögreglan náði síðast umtalsverðu magni af þessum fíkniefnum. 8. apríl 2015 07:15
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent