Látum unglingana í friði Kolbrún Baldursdóttir skrifar 2. apríl 2015 07:00 Enn á ný er sú tillaga komin fram um að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Meðal þeirra raka sem heyrast nefnd í þessu sambandi er að með þessu sé verið að efla lýðræðið og að aðrar þjóðir hafi nú þegar tekið þetta skref. Stjórnmálaflokkar sem leggja þetta til eru að seilast í atkvæði. Það eru ýmis veigamikil rök gegn því að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Fyrst er einfaldlega að nefna að með lögum frá 1997 fá ungmenni hvorki sjálfræði né fjárræði fyrr en þau hafa náð 18 árum. Það myndi því skjóta skökku við að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár Þegar samkeppni stjórnmálaflokka skellur á í aðdraganda kosninga er ekki erfitt að sjá fyrir sér hvernig sótt verður að 16-18 ára unglingum verði kosningaaldur lækkaður í 16 ár. Vel kann að vera að einhverjir unglingar á þessum aldri hafi mótað sér skoðanir á stjórnmálum og stjórnmálaflokkum. Það á ekki hvað síst við um börn sem alin eru upp á heimilum þar sem almenn stjórnmálaumræða á sér stað eða að foreldrarnir sjálfir hafi skilgreint sig til hægri eða vinstri. Að sama skapi má gera ráð fyrir hópi ungmenna á aldursbilinu 16-18 ára sem hafa lítið eða ekkert leitt hugann að stjórnmálum yfir höfuð hvað þá myndað sér skoðanir í þeim efnum. Það er einmitt þessi hópur sem er hvað mest viðkvæmur fyrir áreiti stjórnmálaafla í atkvæðaleit. Í samkeppninni munu stjórnmálaöflin í ákefð sinni eftir atkvæðum beita ýmsum þrýstiaðferðum m.a. í formi alls kyns freistandi tilboða í þeim tilgangi að laða að yngstu kjósendurna. Um 16 ára aldurinn standa flestir unglingar á tímamótum. Um þetta leyti eru þeir að ljúka grunnskóla og eru að taka ákvörðun um hvert þeir vilja stefna í lífinu. Eins og allir vita sem umgangast börn og unglinga þá munar mikið um hvert ár í þroska sérstaklega á þessu aldursskeiði. Það sem skiptir höfuðmáli er að ungmenni fái svigrúm og frið til að þroska eigið sjálf. Að þau fái hvatningu og örvun til að styrkja sjálfsmynd sína, næði til að móta persónulegan lífstíl og að finna sig sem hluti af ákveðinni heild. Þetta er kjarni þess að vera barn og unglingur. Á þessum árum er vinahópurinn jafnan í miklum forgangi. Verkefnin eru því næg þótt 16 -18 ára ungmennum séu ekki líka krafin um pólitíska afstöðu og trúnað við stjórnmálaafl. Okkur ber skylda til að vernda börn og ungmenni gegn hvers skyns ágengni, áróðri eða þrýstingi til að taka afstöðu í hagsmunapoti ólíkra samfélagsafla. Flestir unglingar undir 18 ára aldri hafa hvorki öðlast langa né mikla lífsreynslu. Þau hafa þar af leiðandi ekki öðlast mikla færni í að greina á milli manna né málefna og eru því býsna berskjölduð fyrir áreitum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Enn á ný er sú tillaga komin fram um að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Meðal þeirra raka sem heyrast nefnd í þessu sambandi er að með þessu sé verið að efla lýðræðið og að aðrar þjóðir hafi nú þegar tekið þetta skref. Stjórnmálaflokkar sem leggja þetta til eru að seilast í atkvæði. Það eru ýmis veigamikil rök gegn því að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár. Fyrst er einfaldlega að nefna að með lögum frá 1997 fá ungmenni hvorki sjálfræði né fjárræði fyrr en þau hafa náð 18 árum. Það myndi því skjóta skökku við að kosningaaldur verði lækkaður í 16 ár Þegar samkeppni stjórnmálaflokka skellur á í aðdraganda kosninga er ekki erfitt að sjá fyrir sér hvernig sótt verður að 16-18 ára unglingum verði kosningaaldur lækkaður í 16 ár. Vel kann að vera að einhverjir unglingar á þessum aldri hafi mótað sér skoðanir á stjórnmálum og stjórnmálaflokkum. Það á ekki hvað síst við um börn sem alin eru upp á heimilum þar sem almenn stjórnmálaumræða á sér stað eða að foreldrarnir sjálfir hafi skilgreint sig til hægri eða vinstri. Að sama skapi má gera ráð fyrir hópi ungmenna á aldursbilinu 16-18 ára sem hafa lítið eða ekkert leitt hugann að stjórnmálum yfir höfuð hvað þá myndað sér skoðanir í þeim efnum. Það er einmitt þessi hópur sem er hvað mest viðkvæmur fyrir áreiti stjórnmálaafla í atkvæðaleit. Í samkeppninni munu stjórnmálaöflin í ákefð sinni eftir atkvæðum beita ýmsum þrýstiaðferðum m.a. í formi alls kyns freistandi tilboða í þeim tilgangi að laða að yngstu kjósendurna. Um 16 ára aldurinn standa flestir unglingar á tímamótum. Um þetta leyti eru þeir að ljúka grunnskóla og eru að taka ákvörðun um hvert þeir vilja stefna í lífinu. Eins og allir vita sem umgangast börn og unglinga þá munar mikið um hvert ár í þroska sérstaklega á þessu aldursskeiði. Það sem skiptir höfuðmáli er að ungmenni fái svigrúm og frið til að þroska eigið sjálf. Að þau fái hvatningu og örvun til að styrkja sjálfsmynd sína, næði til að móta persónulegan lífstíl og að finna sig sem hluti af ákveðinni heild. Þetta er kjarni þess að vera barn og unglingur. Á þessum árum er vinahópurinn jafnan í miklum forgangi. Verkefnin eru því næg þótt 16 -18 ára ungmennum séu ekki líka krafin um pólitíska afstöðu og trúnað við stjórnmálaafl. Okkur ber skylda til að vernda börn og ungmenni gegn hvers skyns ágengni, áróðri eða þrýstingi til að taka afstöðu í hagsmunapoti ólíkra samfélagsafla. Flestir unglingar undir 18 ára aldri hafa hvorki öðlast langa né mikla lífsreynslu. Þau hafa þar af leiðandi ekki öðlast mikla færni í að greina á milli manna né málefna og eru því býsna berskjölduð fyrir áreitum.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun