Dagur Norðurlanda Eygló Harðardóttir skrifar 21. mars 2015 07:00 Á degi Norðurlanda, 23. mars 1962, undirrituðu fulltrúar norrænu þjóðríkjanna samstarfssáttmála í Helsinki og mörkuðu þar með upphafið að svæðasamstarfi fimm fullvalda ríkja sem á sér enga hliðstæðu í heiminum í dag. Fyrir Ísland var undirritun Helsinkisáttmálans mikið gæfuspor, aðgangur opnaðist að sameiginlegum norrænum vinnumarkaði, norrænu velferðarkerfi og æðri menntastofnunum. Norræna ráðherranefndin er vettvangur norræna ríkisstjórnarsamstarfsins en á síðasta ári var komið að Íslandi að gegna þar formennsku. Á formennskuárinu lögðum við áherslu á nokkur stór verkefni sem eru öll til þriggja ára, 2014-2016. Verkefnin ganga vel Stærsta verkefnið er Norræna lífhagkerfið, eða NordBio. Það fjallar í stuttu máli um mikilvægi þess að nýta sem best lifandi auðlindir okkar og að sem minnst fari í súginn. Þetta krefst nýskapandi hugsunar; úrgangur verður að auðlind sem hægt er að nýta til verðmætasköpunar. Um leið nýtur umhverfið góðs og atvinnutækifæri skapast í byggðum landsins. Kennslufræðitilraunin BioPhilia byggir á samnefndu listaverki söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Áhersla er lögð á að brjóta upp hefðbundnar kennsluaðferðir með því að tvinna saman vísindi og listir. Norræna velferðarvaktin byggir á samnefndu verkefni sem sett var hér á laggir strax eftir efnahagshrunið 2009. Efnahagskreppur og vár á Norðurlöndum undanfarna áratugi verða rannsakaðar og viðbragðsstyrkur norrænu velferðarkerfanna í alvarlegum fjármálaþrengingum verður metinn. Norræni spilunarlistinn er menningarverkefni þar sem markmiðið er að kynna norræna popptónlist jafnt innan Norðurlanda sem utan. Verkefnið nýtir netið til þess að ná til almennings en miðstöð þess er á heimasíðu þar sem kynningin fer fram. Viðtökur hafa farið langt fram út björtustu vonum. Ofangreind verkefni ganga mjög vel og stefna í að skila góðum árangri fyrir íbúa Norðurlandanna. Þau eru dæmi um jákvæðan framgang norrænnar samvinnu. Nýlegar áskoranir Nýlegar áskoranir er einnig að finna í norrænu samstarfi um þessar mundir sem finna þarf lausn á og vil ég nefna tvær þeirra, stöðu upplýsingaskrifstofa í Rússlandi og aukna þörf fyrir ráðstefnutúlkun. Undanfarin 20 ár hefur Norræna ráðherranefndin rekið upplýsingaskrifstofur í Rússlandi. Nýverið hafa rússnesk stjórnvöld með hertum reglum þrengt mjög að starfsemi skrifstofanna. Rekstrarumhverfi skrifstofanna er nú orðið óviðunandi og hafa samstarfsráðherrar Norðurlanda því ákveðið að loka þeim. Ákvörðunin var allt annað en auðveld en vonast er til að hægt verði að hefja starfsemi á ný í framtíðinni. Samstarfstungumál norræns samstarfs eru danska, norska og sænska. Þess vegna er mikilvægt að ekki verði dregið úr kennslu í þessum tungumálum hér á landi. Á norrænum fundum verður þörf á færum íslenskum ráðstefnutúlkum í framtíðinni. En vegna fjárskorts var ekki boðið upp á ráðstefnutúlkanám við Háskóla Íslands á þessu skólaári. Starfshópur hefur nú verið skipaður um þetta málefni og vona ég að niðurstaða hans verði að kennsla geti hafist á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eygló Harðardóttir Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Sjá meira
Á degi Norðurlanda, 23. mars 1962, undirrituðu fulltrúar norrænu þjóðríkjanna samstarfssáttmála í Helsinki og mörkuðu þar með upphafið að svæðasamstarfi fimm fullvalda ríkja sem á sér enga hliðstæðu í heiminum í dag. Fyrir Ísland var undirritun Helsinkisáttmálans mikið gæfuspor, aðgangur opnaðist að sameiginlegum norrænum vinnumarkaði, norrænu velferðarkerfi og æðri menntastofnunum. Norræna ráðherranefndin er vettvangur norræna ríkisstjórnarsamstarfsins en á síðasta ári var komið að Íslandi að gegna þar formennsku. Á formennskuárinu lögðum við áherslu á nokkur stór verkefni sem eru öll til þriggja ára, 2014-2016. Verkefnin ganga vel Stærsta verkefnið er Norræna lífhagkerfið, eða NordBio. Það fjallar í stuttu máli um mikilvægi þess að nýta sem best lifandi auðlindir okkar og að sem minnst fari í súginn. Þetta krefst nýskapandi hugsunar; úrgangur verður að auðlind sem hægt er að nýta til verðmætasköpunar. Um leið nýtur umhverfið góðs og atvinnutækifæri skapast í byggðum landsins. Kennslufræðitilraunin BioPhilia byggir á samnefndu listaverki söngkonunnar Bjarkar Guðmundsdóttur. Áhersla er lögð á að brjóta upp hefðbundnar kennsluaðferðir með því að tvinna saman vísindi og listir. Norræna velferðarvaktin byggir á samnefndu verkefni sem sett var hér á laggir strax eftir efnahagshrunið 2009. Efnahagskreppur og vár á Norðurlöndum undanfarna áratugi verða rannsakaðar og viðbragðsstyrkur norrænu velferðarkerfanna í alvarlegum fjármálaþrengingum verður metinn. Norræni spilunarlistinn er menningarverkefni þar sem markmiðið er að kynna norræna popptónlist jafnt innan Norðurlanda sem utan. Verkefnið nýtir netið til þess að ná til almennings en miðstöð þess er á heimasíðu þar sem kynningin fer fram. Viðtökur hafa farið langt fram út björtustu vonum. Ofangreind verkefni ganga mjög vel og stefna í að skila góðum árangri fyrir íbúa Norðurlandanna. Þau eru dæmi um jákvæðan framgang norrænnar samvinnu. Nýlegar áskoranir Nýlegar áskoranir er einnig að finna í norrænu samstarfi um þessar mundir sem finna þarf lausn á og vil ég nefna tvær þeirra, stöðu upplýsingaskrifstofa í Rússlandi og aukna þörf fyrir ráðstefnutúlkun. Undanfarin 20 ár hefur Norræna ráðherranefndin rekið upplýsingaskrifstofur í Rússlandi. Nýverið hafa rússnesk stjórnvöld með hertum reglum þrengt mjög að starfsemi skrifstofanna. Rekstrarumhverfi skrifstofanna er nú orðið óviðunandi og hafa samstarfsráðherrar Norðurlanda því ákveðið að loka þeim. Ákvörðunin var allt annað en auðveld en vonast er til að hægt verði að hefja starfsemi á ný í framtíðinni. Samstarfstungumál norræns samstarfs eru danska, norska og sænska. Þess vegna er mikilvægt að ekki verði dregið úr kennslu í þessum tungumálum hér á landi. Á norrænum fundum verður þörf á færum íslenskum ráðstefnutúlkum í framtíðinni. En vegna fjárskorts var ekki boðið upp á ráðstefnutúlkanám við Háskóla Íslands á þessu skólaári. Starfshópur hefur nú verið skipaður um þetta málefni og vona ég að niðurstaða hans verði að kennsla geti hafist á ný.
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun