Óopinber gögn Baldur Thorlacius skrifar 11. mars 2015 12:00 Þessi grein er ekki opinber. Í það minnsta ekki í skilningi laga um verðbréfaviðskipti og reglugerðar um upplýsingagjöf og tilkynningarskyldu sem sett er á grundvelli sömu laga. Er þar um að ræða lög og reglur sem gilda um upplýsingagjöf fyrirtækja og stofnana sem eru með verðbréf skráð í kauphöll eða á markaðstorgi fjármálagerninga (hér eftir „útgefendur“). Á útgefendum hvílir ströng skylda til þess að upplýsa almenning um allt það sem er líklegt til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð verðbréfa þeirra. Ákvörðun um hvaða upplýsingar teljast hafa marktæk áhrif á markaðsverð verðbréfa byggir á mati á því hvernig upplýstir fjárfestar kæmu til með að bregðast við opinberri birtingu slíkra upplýsinga. Með öðrum orðum eiga útgefendur að sjá til þess að almenningur hafi aðgang að öllum þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að leggja mat á virði verðbréfa þeirra. Geta það verið fjárhagsupplýsingar, upplýsingar um umfangsmiklar fjárfestingar eða upplýsingar um ákvarðanir stjórnvalda, svo dæmi séu tekin. Að auki skulu slíkar upplýsingar birtar almenningi eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli. Lykilatriðið hér er jafnræði. Til útskýringar á titli greinarinnar þá getur birting upplýsinga í Fréttablaðinu, eða öðrum prentmiðli, aldrei uppfyllt jafnræðisskilyrðið eitt og sér, þar sem ekki er hægt að tryggja að allir fái blaðið afhent á sama tíma. Einhverjir kæmu alltaf til með að fá aðgang að upplýsingunum á undan öðrum. Birting upplýsinga á vefnum getur vissulega uppfyllt þetta skilyrði en þá þarf sjálfur birtingarmátinn að vera vel skilgreindur og það þarf að vera fyrirsjáanlegt hvar upplýsingarnar munu birtast. Birting á vefsíðu Vísis, eða öðrum almennum vefmiðli, gæti ekki heldur uppfyllt þetta skilyrði þar sem Vísir hefur, eðli málsins samkvæmt, ekki verið fyrirfram skilgreindur sem meginvettvangur opinberrar birtingar á verðmótandi upplýsingum. Jafnræðið væri því ekki tryggt þar sem fjárfestar ættu ekki von á því að slíkar upplýsingar væru fyrst birtar á vefsíðu Vísis og það gæti því verið tilviljun háð hverjir fengju aðgang að upplýsingunum fyrst. Regluverkinu er ætlað að tryggja þetta jafnræði en í því er m.a. gert ráð fyrir að upplýsingum sé dreift samtímis til fjölmiðla innan Evrópska efnahagssvæðisins með aðferð sem tryggir örugg samskipti, lágmarkar hættu á óheimilum aðgangi og veitir fullvissu um uppruna upplýsinganna. Sérhæfð fréttadreifingarkerfi eru notuð til þess að birta opinberlega upplýsingar í samræmi við regluverkið. Hver og einn fjölmiðill sem móttekur upplýsingarnar getur síðan ákveðið að miðla þeim áfram til sinna viðskiptavina í rauntíma, en því til viðbótar eru þær birtar samstundis á fréttasíðu Kauphallarinnar. Lykilatriðið er að allir sem hafa áhuga eiga að fá aðgang að upplýsingunum á sama tíma. Mikilvægt er að fólk sem hefur aðkomu að verðbréfamarkaðnum átti sig á því hvenær upplýsingar hafa verið birtar opinberlega samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti og hvenær ekki. Sérstaklega þegar haft er í huga að upplýsingar geta verið opinberar í hefðbundnum skilningi orðsins án þess að teljast opinberlega birtar samkvæmt regluverkinu. Algengur misskilningur er t.d. að upplýsingar sem hafa einungis komið fram á vefsíðu útgefanda, í ræðum forsvarsmanna útgefanda á opinberum vettvangi, í fjölmiðlum eða á vefsíðu stjórnvalda teljist opinberar í skilningi regluverksins. Svo er vissulega ekki. Séu slíkar upplýsingar þess eðlis að þær geta haft marktæk áhrif á markaðsverð viðkomandi verðbréfa, ef birtar opinberlega, gætu þær jafnvel talist innherjaupplýsingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Þessi grein er ekki opinber. Í það minnsta ekki í skilningi laga um verðbréfaviðskipti og reglugerðar um upplýsingagjöf og tilkynningarskyldu sem sett er á grundvelli sömu laga. Er þar um að ræða lög og reglur sem gilda um upplýsingagjöf fyrirtækja og stofnana sem eru með verðbréf skráð í kauphöll eða á markaðstorgi fjármálagerninga (hér eftir „útgefendur“). Á útgefendum hvílir ströng skylda til þess að upplýsa almenning um allt það sem er líklegt til að hafa marktæk áhrif á markaðsverð verðbréfa þeirra. Ákvörðun um hvaða upplýsingar teljast hafa marktæk áhrif á markaðsverð verðbréfa byggir á mati á því hvernig upplýstir fjárfestar kæmu til með að bregðast við opinberri birtingu slíkra upplýsinga. Með öðrum orðum eiga útgefendur að sjá til þess að almenningur hafi aðgang að öllum þeim upplýsingum sem nauðsynlegar eru til þess að leggja mat á virði verðbréfa þeirra. Geta það verið fjárhagsupplýsingar, upplýsingar um umfangsmiklar fjárfestingar eða upplýsingar um ákvarðanir stjórnvalda, svo dæmi séu tekin. Að auki skulu slíkar upplýsingar birtar almenningi eins fljótt og auðið er og á jafnræðisgrundvelli. Lykilatriðið hér er jafnræði. Til útskýringar á titli greinarinnar þá getur birting upplýsinga í Fréttablaðinu, eða öðrum prentmiðli, aldrei uppfyllt jafnræðisskilyrðið eitt og sér, þar sem ekki er hægt að tryggja að allir fái blaðið afhent á sama tíma. Einhverjir kæmu alltaf til með að fá aðgang að upplýsingunum á undan öðrum. Birting upplýsinga á vefnum getur vissulega uppfyllt þetta skilyrði en þá þarf sjálfur birtingarmátinn að vera vel skilgreindur og það þarf að vera fyrirsjáanlegt hvar upplýsingarnar munu birtast. Birting á vefsíðu Vísis, eða öðrum almennum vefmiðli, gæti ekki heldur uppfyllt þetta skilyrði þar sem Vísir hefur, eðli málsins samkvæmt, ekki verið fyrirfram skilgreindur sem meginvettvangur opinberrar birtingar á verðmótandi upplýsingum. Jafnræðið væri því ekki tryggt þar sem fjárfestar ættu ekki von á því að slíkar upplýsingar væru fyrst birtar á vefsíðu Vísis og það gæti því verið tilviljun háð hverjir fengju aðgang að upplýsingunum fyrst. Regluverkinu er ætlað að tryggja þetta jafnræði en í því er m.a. gert ráð fyrir að upplýsingum sé dreift samtímis til fjölmiðla innan Evrópska efnahagssvæðisins með aðferð sem tryggir örugg samskipti, lágmarkar hættu á óheimilum aðgangi og veitir fullvissu um uppruna upplýsinganna. Sérhæfð fréttadreifingarkerfi eru notuð til þess að birta opinberlega upplýsingar í samræmi við regluverkið. Hver og einn fjölmiðill sem móttekur upplýsingarnar getur síðan ákveðið að miðla þeim áfram til sinna viðskiptavina í rauntíma, en því til viðbótar eru þær birtar samstundis á fréttasíðu Kauphallarinnar. Lykilatriðið er að allir sem hafa áhuga eiga að fá aðgang að upplýsingunum á sama tíma. Mikilvægt er að fólk sem hefur aðkomu að verðbréfamarkaðnum átti sig á því hvenær upplýsingar hafa verið birtar opinberlega samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti og hvenær ekki. Sérstaklega þegar haft er í huga að upplýsingar geta verið opinberar í hefðbundnum skilningi orðsins án þess að teljast opinberlega birtar samkvæmt regluverkinu. Algengur misskilningur er t.d. að upplýsingar sem hafa einungis komið fram á vefsíðu útgefanda, í ræðum forsvarsmanna útgefanda á opinberum vettvangi, í fjölmiðlum eða á vefsíðu stjórnvalda teljist opinberar í skilningi regluverksins. Svo er vissulega ekki. Séu slíkar upplýsingar þess eðlis að þær geta haft marktæk áhrif á markaðsverð viðkomandi verðbréfa, ef birtar opinberlega, gætu þær jafnvel talist innherjaupplýsingar.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun