Með sting í hjartanu Silja Dögg Gunnarsdóttir skrifar 20. febrúar 2015 07:00 Þessi orð voru höfð eftir heilbrigðisráðherra í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins fyrir skömmu um aðbúnað aldraðra og ég geri ráð fyrir að mörgum okkar hafi verið nákvæmlega eins innanbrjósts þegar þeir lásu þessar fréttir. Aðbúnaðurinn er ekki alls staðar eins og best verður á kosið. Tvímenningsherbergi er enn víða að finna og skortur á hjúkrunarrýmum. Ég hef jafnvel heyrt af því að einstaklingur hafi þurft að dvelja í salernisrými í sólarhring þar vegna plássleysis. Svona eiga hlutirnir ekki að vera.Aðstöðumunur Umræðan um aðbúnað aldraðra og uppbyggingu hjúkrunarrýma er ekki ný af nálinni og hún verður háværari með tímanum þar sem öldruðum fjölgar hlutfallslega með ári hverju. Stefna stjórnvalda er sú að fólk geti búið eins lengi heima hjá sér og mögulegt er og áherslan hefur því verið lögð á aukna heimaþjónustu. Aðstöðumunur getur þó verið ansi mikill á milli sveitarfélaga. Íbúar í dreifbýli eiga ekki alltaf góðan aðgang að heimaþjónustu og neyðast því til að fara á hjúkrunarheimili, þó að þeir vilji og geti séð um sig sjálfir að mestu leyti. Þarna vantar ákveðið millistig, þ.e. að eldri borgarar úr dreifbýli eigi kost á að fara í þjónustuíbúðir í þéttbýli þegar getan skerðist.Úrbætur Hlutverk Framkvæmdasjóðs aldraðra er að byggja upp hjúkrunarrými en í þrengingum síðari ára hefur fjármagnið verið nýtt til reksturs hjúkrunarheimila og viðhalds. Við stöndum því frammi fyrir fjárskorti og það blasir við að við þurfum að fara að gera langtímaáætlanir varðandi uppbyggingu, til a.m.k. 20 ára. Á árunum 2014 og 2015 er 200 mi.kr veitt aukalega í hjúkrunarrými. Um er að ræða verulega fjölgun rýma í öllum heilbrigðisumdæmum sem kemur til móts við þá gríðarlegu þörf sem safnast hefur upp undanfarin ár. Á þessu ári verður 50 mi.kr varið til að bæta stöðu minni hjúkrunarheimila. Um er að ræða heimili með 20 eða færri hjúkrunarrými. Langflest þeirra eru á landsbyggðinni og mörg þeirra hafa átt í miklum rekstrarvanda. 50 mi.kr. verður varið aukalega á árinu í heimahjúkrun fyrir fólk sem komið er með gilt færni- og heilsumat og bíður þess að komast á hjúkrunarheimili. Um er að ræða tilraunaverkefni með það að markmiði að fólk geti sem lengst búið heima.Aukin samvinna við heimamenn Nú er unnið að grófri framkvæmdaáætlun um byggingaframkvæmdir öldrunarstofnana til næstu fimm ára. Þeirri vinnu ætti að ljúka fljótlega. Hér er einungis er um að ræða áætlun um brýnustu þörf til skamms tíma og vinnuhópurinn sem vinnur þá áætlun er skipaður starfsmönnum velferðarráðuneytisins sem þekkja málaflokkinn og þörfina vel. Til grundvallar þeim tillögum sem fram verða bornar er faglegt mat á því hvar þörfin er mest. Ljóst er að bæði er þörf á fjölgun hjúkrunarrýma og endurbótum á þeim rýmum sem fyrir eru til að mæta þeim viðviðum um aðbúnað sem þörf er talin á í dag. Þar sem mikilvægt er að ná sem mestri sátt og samstöðu um áætlun til lengri tíma mun sú vinna væntanlega kalla á aukna samvinnu við heimamenn í hverju heilbrigðisumdæmi. Þó að menn greini á um ýmsa hluti þá getum við örugglega verið sammála um mikilvægi þess að bæta verulega þjónustu og aðbúnað aldraðra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silja Dögg Gunnarsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Þessi orð voru höfð eftir heilbrigðisráðherra í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins fyrir skömmu um aðbúnað aldraðra og ég geri ráð fyrir að mörgum okkar hafi verið nákvæmlega eins innanbrjósts þegar þeir lásu þessar fréttir. Aðbúnaðurinn er ekki alls staðar eins og best verður á kosið. Tvímenningsherbergi er enn víða að finna og skortur á hjúkrunarrýmum. Ég hef jafnvel heyrt af því að einstaklingur hafi þurft að dvelja í salernisrými í sólarhring þar vegna plássleysis. Svona eiga hlutirnir ekki að vera.Aðstöðumunur Umræðan um aðbúnað aldraðra og uppbyggingu hjúkrunarrýma er ekki ný af nálinni og hún verður háværari með tímanum þar sem öldruðum fjölgar hlutfallslega með ári hverju. Stefna stjórnvalda er sú að fólk geti búið eins lengi heima hjá sér og mögulegt er og áherslan hefur því verið lögð á aukna heimaþjónustu. Aðstöðumunur getur þó verið ansi mikill á milli sveitarfélaga. Íbúar í dreifbýli eiga ekki alltaf góðan aðgang að heimaþjónustu og neyðast því til að fara á hjúkrunarheimili, þó að þeir vilji og geti séð um sig sjálfir að mestu leyti. Þarna vantar ákveðið millistig, þ.e. að eldri borgarar úr dreifbýli eigi kost á að fara í þjónustuíbúðir í þéttbýli þegar getan skerðist.Úrbætur Hlutverk Framkvæmdasjóðs aldraðra er að byggja upp hjúkrunarrými en í þrengingum síðari ára hefur fjármagnið verið nýtt til reksturs hjúkrunarheimila og viðhalds. Við stöndum því frammi fyrir fjárskorti og það blasir við að við þurfum að fara að gera langtímaáætlanir varðandi uppbyggingu, til a.m.k. 20 ára. Á árunum 2014 og 2015 er 200 mi.kr veitt aukalega í hjúkrunarrými. Um er að ræða verulega fjölgun rýma í öllum heilbrigðisumdæmum sem kemur til móts við þá gríðarlegu þörf sem safnast hefur upp undanfarin ár. Á þessu ári verður 50 mi.kr varið til að bæta stöðu minni hjúkrunarheimila. Um er að ræða heimili með 20 eða færri hjúkrunarrými. Langflest þeirra eru á landsbyggðinni og mörg þeirra hafa átt í miklum rekstrarvanda. 50 mi.kr. verður varið aukalega á árinu í heimahjúkrun fyrir fólk sem komið er með gilt færni- og heilsumat og bíður þess að komast á hjúkrunarheimili. Um er að ræða tilraunaverkefni með það að markmiði að fólk geti sem lengst búið heima.Aukin samvinna við heimamenn Nú er unnið að grófri framkvæmdaáætlun um byggingaframkvæmdir öldrunarstofnana til næstu fimm ára. Þeirri vinnu ætti að ljúka fljótlega. Hér er einungis er um að ræða áætlun um brýnustu þörf til skamms tíma og vinnuhópurinn sem vinnur þá áætlun er skipaður starfsmönnum velferðarráðuneytisins sem þekkja málaflokkinn og þörfina vel. Til grundvallar þeim tillögum sem fram verða bornar er faglegt mat á því hvar þörfin er mest. Ljóst er að bæði er þörf á fjölgun hjúkrunarrýma og endurbótum á þeim rýmum sem fyrir eru til að mæta þeim viðviðum um aðbúnað sem þörf er talin á í dag. Þar sem mikilvægt er að ná sem mestri sátt og samstöðu um áætlun til lengri tíma mun sú vinna væntanlega kalla á aukna samvinnu við heimamenn í hverju heilbrigðisumdæmi. Þó að menn greini á um ýmsa hluti þá getum við örugglega verið sammála um mikilvægi þess að bæta verulega þjónustu og aðbúnað aldraðra.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun