Ég er ekki til Bjarni Karlsson skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Ég er einn fjölmargra Íslendinga sem er Jóni Gnarr þakklátur. Þakklátur honum fyrir að hafa ruggað þjóðfélaginu, hrist upp í steinrunnu embættiskerfi, gantast með valdhrokann og sýnt og sannað með framgöngu sinni að sjálfur er hann ekki að tryggja eigin hag. Jón Gnarr er í mínum huga hellings mikill frelsari sem í argasta gríni og fúlustu alvöru hefur opnað augu margra fyrir því að það er í lagi að vera alls konar og að við græðum öll á fjölbreytileikanum. Þess vegna langar mig að mótmæla aðalatriðinu í grein hans „Guð er ekki til“ sem birtist hér á þessum vettvangi sl. laugardag. Það er sjaldgæft að fólk fjalli af einlægni um trúarbaráttu sína eins og Jón Gnarr gerir í greininni. Hann segir frá uppalendum sínum, persónulegum átökum, árangri og vonbrigðum og því fylgir viss heiðríkja. Það að bráðum fimmtugur maður greini frá því að hafa haft löngun til að geta trúað en orðið fyrir vonbrigðum í árangurslausri leit er virðingarvert og mikilsvert í mínum huga. Og mér finnst líka áhugavert þegar bornar eru fram alhæfingar sem eru sannanlega rangar eins og þegar Jón fullyrðir að vísindin hafi útskýrt alheiminn sem þau hafa auðvitað ekki gert, eða að ein helsta fyrirstaða læknavísindanna til að bæta heilsu og bjarga mannslífum sé og hafi verið trúarkreddur ýmiss konar og að það sama eigi því miður líka við um mannréttindi. Þetta eru fullyrðingar sem gott er að rökræða. Tuttugasta öldin var mesta framfaraöld í lækningum og lífslíkum almennings sem runnið hefur upp í veröldinni og ég efast um að margir sagnfræðingar myndu telja að trúarkreddur hafi þvælst þar mikið fyrir, öllu heldur myndu margir benda á hina gríðarlegu misskiptingu sem orðið hefur og ögrar lýðheilsu veraldar umfram flest annað. Tuttugasta öldin var líka blóðugasta öld mannkynssögunnar þar sem mannréttindi voru fótumtroðin með skipulagðari hætti en nokkru sinni fyrr. Ber þar hæst byltinguna í Rússlandi og Kína, framgöngu Rauðu khmeranna í Kambódíu og heimsstyrjaldirnar tvær ásamt sívaxandi misskiptingu á heimsvísu sem jaðarsetur einstaklinga, samfélög og þjóðir. Og skammt er að minnast árásarinnar inn í Írak sem gerð var á lognum forsendum eins og allir vita. Í þessu öllu var að verki alræðishyggja studd veraldlegum hugmyndakerfum svo sem sósíalisma, kommúnisma, nasisma og kapítalisma sem klárlega byggja ekki á trúarlegri heimsmynd. Því tel ég fullyrðingar Jóns um trúarbrögð byggðar á heldur þröngu heimildavali sem gagnlegt væri að ræða.Mér er brugðið Það sem mér þykir hins vegar vont í grein hans er krafan sem hann gerir til allra trúaðra um að þegja: „Ég virði rétt fólks til að hafa hverjar þær skoðanir sem því sýnist í trúmálum. […] Svo framarlega sem það heldur því fyrir sig.“ Þetta er ekki það sem Jón Gnarr hefur staðið fyrir fram að þessu. Hann hefur hingað til einmitt talað fyrir fjölbreytni og frelsi. Því skil ég ekki þessa breytingu og verð að viðurkenna að mér er brugðið. Ef drifkraftur gjörða minna og heimsmynd eru gerð að einkamáli sem mér er ætlað að fela, er ég þá til í fullri merkingu þeirra orða? Ef ég má ekki lifa út lífsskoðun mína, tjá hana og leitast við að sannfæra aðra af því að hún fellur ekki að ríkjandi hugmyndafræði – hvað heita slíkar aðstæður? Hverju vill Jón Gnarr ná fram þegar hann líkir trúarlegri hugsun við það að hugsa með typpinu? Hver verður staða mín sem trúaðs manns í samfélagi ef ríkjandi öfl setja mig þannig út á jaðarinn með háði? Er ég þá til? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Sjá meira
Ég er einn fjölmargra Íslendinga sem er Jóni Gnarr þakklátur. Þakklátur honum fyrir að hafa ruggað þjóðfélaginu, hrist upp í steinrunnu embættiskerfi, gantast með valdhrokann og sýnt og sannað með framgöngu sinni að sjálfur er hann ekki að tryggja eigin hag. Jón Gnarr er í mínum huga hellings mikill frelsari sem í argasta gríni og fúlustu alvöru hefur opnað augu margra fyrir því að það er í lagi að vera alls konar og að við græðum öll á fjölbreytileikanum. Þess vegna langar mig að mótmæla aðalatriðinu í grein hans „Guð er ekki til“ sem birtist hér á þessum vettvangi sl. laugardag. Það er sjaldgæft að fólk fjalli af einlægni um trúarbaráttu sína eins og Jón Gnarr gerir í greininni. Hann segir frá uppalendum sínum, persónulegum átökum, árangri og vonbrigðum og því fylgir viss heiðríkja. Það að bráðum fimmtugur maður greini frá því að hafa haft löngun til að geta trúað en orðið fyrir vonbrigðum í árangurslausri leit er virðingarvert og mikilsvert í mínum huga. Og mér finnst líka áhugavert þegar bornar eru fram alhæfingar sem eru sannanlega rangar eins og þegar Jón fullyrðir að vísindin hafi útskýrt alheiminn sem þau hafa auðvitað ekki gert, eða að ein helsta fyrirstaða læknavísindanna til að bæta heilsu og bjarga mannslífum sé og hafi verið trúarkreddur ýmiss konar og að það sama eigi því miður líka við um mannréttindi. Þetta eru fullyrðingar sem gott er að rökræða. Tuttugasta öldin var mesta framfaraöld í lækningum og lífslíkum almennings sem runnið hefur upp í veröldinni og ég efast um að margir sagnfræðingar myndu telja að trúarkreddur hafi þvælst þar mikið fyrir, öllu heldur myndu margir benda á hina gríðarlegu misskiptingu sem orðið hefur og ögrar lýðheilsu veraldar umfram flest annað. Tuttugasta öldin var líka blóðugasta öld mannkynssögunnar þar sem mannréttindi voru fótumtroðin með skipulagðari hætti en nokkru sinni fyrr. Ber þar hæst byltinguna í Rússlandi og Kína, framgöngu Rauðu khmeranna í Kambódíu og heimsstyrjaldirnar tvær ásamt sívaxandi misskiptingu á heimsvísu sem jaðarsetur einstaklinga, samfélög og þjóðir. Og skammt er að minnast árásarinnar inn í Írak sem gerð var á lognum forsendum eins og allir vita. Í þessu öllu var að verki alræðishyggja studd veraldlegum hugmyndakerfum svo sem sósíalisma, kommúnisma, nasisma og kapítalisma sem klárlega byggja ekki á trúarlegri heimsmynd. Því tel ég fullyrðingar Jóns um trúarbrögð byggðar á heldur þröngu heimildavali sem gagnlegt væri að ræða.Mér er brugðið Það sem mér þykir hins vegar vont í grein hans er krafan sem hann gerir til allra trúaðra um að þegja: „Ég virði rétt fólks til að hafa hverjar þær skoðanir sem því sýnist í trúmálum. […] Svo framarlega sem það heldur því fyrir sig.“ Þetta er ekki það sem Jón Gnarr hefur staðið fyrir fram að þessu. Hann hefur hingað til einmitt talað fyrir fjölbreytni og frelsi. Því skil ég ekki þessa breytingu og verð að viðurkenna að mér er brugðið. Ef drifkraftur gjörða minna og heimsmynd eru gerð að einkamáli sem mér er ætlað að fela, er ég þá til í fullri merkingu þeirra orða? Ef ég má ekki lifa út lífsskoðun mína, tjá hana og leitast við að sannfæra aðra af því að hún fellur ekki að ríkjandi hugmyndafræði – hvað heita slíkar aðstæður? Hverju vill Jón Gnarr ná fram þegar hann líkir trúarlegri hugsun við það að hugsa með typpinu? Hver verður staða mín sem trúaðs manns í samfélagi ef ríkjandi öfl setja mig þannig út á jaðarinn með háði? Er ég þá til?
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun