Erum við í ruglinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar 19. febrúar 2015 07:00 Ég er borgarfulltrúi í Reykjavík og við í meirihlutanum í borgarstjórn berum ábyrgð á mörgum umdeildum ákvörðunum. Í tengslum við breytingar á götum erum við oft sökuð um að vera í ruglinu. Nú er verið að skoða þann möguleika að breyta Grensásveginum milli Miklubrautar og Bústaðavegar. Hugmyndin er að fækka akreinum úr fjórum í tvær og koma fyrir hjólareinum. Tilurð þessara hugmyndar má rekja til óska frá íbúum sem kvartað hafa undan hraðri umferð á þessum götubút sem sker skóla- og frístundahverfi. Umferðartalningar sýna skýrt að ekki er þörf á fjórum akreinum þarna og sólarhringsumferð er langt undir þeim viðmiðum sem við notum. Þessa hugmynd má gagnrýna og það er gott að fá fram gagnrýni sem vonandi og örugglega forðar okkur frá því að fara í vanhugsaða framkvæmd. Að því sögðu þá held ég að við verðum að staldra við og hugsa, hvað er vanhugsuð eða misheppnuð framkvæmd og hvað er velheppnuð framkvæmd? Í umræðunni um Grensásveginn hafa þær breytingar sem gerðar voru í Borgartúninu nokkuð oft verið nefndar og það sem hefur stungið mig er þegar bent er á Borgartúnið sem víti til varnaðar og Borgartúnið dæmt misheppnað. Ég er nefnilega á því að Borgartúnið hafi heppnast mjög vel. Öll þau markmið sem farið var af stað með hafa náðst. Strætófarþegum hefur fjölgað um 17% í götunni – mesta aukning í öllu strætókerfinu. Hjólandi hefur fjölgað um 220% – sem er algjör sprenging og langt umfram meðaltalið í borginni. Fótgangandi í nágrenninu hefur fjölgað úr 19% í 23% og umferðaröryggi er stórbætt. Ekki hafa orðið slys á gangandi eða hjólandi en slíkt var nær árlegur viðburður fyrir breytingar. Umferð einkabíla er nokkuð svipuð og áður, ný bankaútibú hafa opnað sem og nýtt kaffihús sem slegið hefur í gegn. Óhætt er að segja að gatan blómstri. Ég segi því – vonandi munu breytingar á Grensásvegi skila okkur svipuðum árangri og breytingarnar í Borgartúni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Soffía Jónsdóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Sjá meira
Ég er borgarfulltrúi í Reykjavík og við í meirihlutanum í borgarstjórn berum ábyrgð á mörgum umdeildum ákvörðunum. Í tengslum við breytingar á götum erum við oft sökuð um að vera í ruglinu. Nú er verið að skoða þann möguleika að breyta Grensásveginum milli Miklubrautar og Bústaðavegar. Hugmyndin er að fækka akreinum úr fjórum í tvær og koma fyrir hjólareinum. Tilurð þessara hugmyndar má rekja til óska frá íbúum sem kvartað hafa undan hraðri umferð á þessum götubút sem sker skóla- og frístundahverfi. Umferðartalningar sýna skýrt að ekki er þörf á fjórum akreinum þarna og sólarhringsumferð er langt undir þeim viðmiðum sem við notum. Þessa hugmynd má gagnrýna og það er gott að fá fram gagnrýni sem vonandi og örugglega forðar okkur frá því að fara í vanhugsaða framkvæmd. Að því sögðu þá held ég að við verðum að staldra við og hugsa, hvað er vanhugsuð eða misheppnuð framkvæmd og hvað er velheppnuð framkvæmd? Í umræðunni um Grensásveginn hafa þær breytingar sem gerðar voru í Borgartúninu nokkuð oft verið nefndar og það sem hefur stungið mig er þegar bent er á Borgartúnið sem víti til varnaðar og Borgartúnið dæmt misheppnað. Ég er nefnilega á því að Borgartúnið hafi heppnast mjög vel. Öll þau markmið sem farið var af stað með hafa náðst. Strætófarþegum hefur fjölgað um 17% í götunni – mesta aukning í öllu strætókerfinu. Hjólandi hefur fjölgað um 220% – sem er algjör sprenging og langt umfram meðaltalið í borginni. Fótgangandi í nágrenninu hefur fjölgað úr 19% í 23% og umferðaröryggi er stórbætt. Ekki hafa orðið slys á gangandi eða hjólandi en slíkt var nær árlegur viðburður fyrir breytingar. Umferð einkabíla er nokkuð svipuð og áður, ný bankaútibú hafa opnað sem og nýtt kaffihús sem slegið hefur í gegn. Óhætt er að segja að gatan blómstri. Ég segi því – vonandi munu breytingar á Grensásvegi skila okkur svipuðum árangri og breytingarnar í Borgartúni.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar