Hinir útvöldu Skjóðan skrifar 11. febrúar 2015 13:15 Á dögunum var loðnukvótinn ríflega tvöfaldaður, úr 260 þúsund tonnum í 580 þúsund tonn. Þetta er gleðiefni fyrir okkur Íslendinga því þjóðartekjur aukast um 20-25 milljarða að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að þessi tekjuaukning rennur í vasa fárra útvaldra og nýtist ekki þjóðinni nema takmarkað. Sjö stærstu útgerðarfyrirtæki landsins fá ríflega 90 prósent viðbótarkvótans. Samkvæmt mati SFS fá Ísfélagið í Vestmannaeyjum og HB Grandi þannig á silfurfati tekjur sem nema 4-5 milljörðum. Samherji og Síldarvinnslan fá saman á bilinu 7-9 milljarða. Aðspurður segir sjávarútvegsráðherra ekki koma til greina að selja þennan viðbótarkvóta. Honum sé úthlutað eftir settum reglum. Hluti fari til útlendinga eftir gerðum samningum en megnið renni til íslenskra útgerða. Ljóst er að í endurgjaldslausri úthlutun ráðherra á tugmilljarða aflaverðmæti til örfárra innlendra útgerðarfyrirtækja felst stórfelldur gjafagjörningur, hvað sem líður milliríkjasamningum um hlutdeild erlendra ríkja í heildaraflanum. Það gjafafyrirkomulag sem komið hefur verið á í íslenskri fiskveiðistjórnun er afleitt. Hér er ekki átt við kvótakerfið sem slíkt því flestir eru sammála um að nauðsynlegt sé að takmarka aðgengi að viðkvæmri auðlind. Það er hins vegar fráleit útfærsla að afhenda hópi útvalinna aðgang að sameign þjóðarinnar gegn vægu eða engu gjaldi svo sem tíðkast hér á landi. Afrakstur þjóðarinnar af hinni sameiginlegu auðlind verður best hámarkaður með því að nota markaðslausnir til að hámarka tekjur í sameiginlegan sjóð landsmanna. Núverandi fyrirkomulag hlunnfer þjóðina um milljarða og jafnvel milljarðatugi á ári hverju. Þessir fjármunir lenda í vösum hinna útvöldu. En það eru ekki aðeins beinu áhrifin af gjafakvótanum og skorti á samkeppni í sjávarútvegi, sem koma illa niður á íslensku samfélagi. Fyrirtækin útvöldu nota hagnaðinn af gjafakvótanum til að láta til sín taka á ýmsum sviðum íslensks atvinnulífs. Stærstu útgerðarfyrirtækin hafa undanfarin ár fjárfest fyrir milljarðatugi. Þrátt fyrir að nú standi yfir stórfelld endurnýjun fiskiskipaflotans og mikill fjöldi skipa sé í smíðum erlendis hafa stærstu útgerðirnar rífleg fjárráð til að kaupa með manni og mús stærstu fyrirtæki landsins í greinum, sem eru ótengdar sjávarútvegi. Stærsta matvælainnflutningsfyrirtæki landsins er nýlega komið í hendur Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Sama útgerð er ráðandi eigandi Árvakurs með beinum og óbeinum hætti. Samherji keypti Olís auk þess að vera stór hluthafi í Árvakri í gegnum tengd fyrirtæki. Þessar fjársterku útgerðir brengla íslenskan fyrirtækjamarkað. Slíkt bitnar á samkeppni og samkeppnisskortur bitnar ávallt, þegar upp er staðið, á neytendum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Á dögunum var loðnukvótinn ríflega tvöfaldaður, úr 260 þúsund tonnum í 580 þúsund tonn. Þetta er gleðiefni fyrir okkur Íslendinga því þjóðartekjur aukast um 20-25 milljarða að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að þessi tekjuaukning rennur í vasa fárra útvaldra og nýtist ekki þjóðinni nema takmarkað. Sjö stærstu útgerðarfyrirtæki landsins fá ríflega 90 prósent viðbótarkvótans. Samkvæmt mati SFS fá Ísfélagið í Vestmannaeyjum og HB Grandi þannig á silfurfati tekjur sem nema 4-5 milljörðum. Samherji og Síldarvinnslan fá saman á bilinu 7-9 milljarða. Aðspurður segir sjávarútvegsráðherra ekki koma til greina að selja þennan viðbótarkvóta. Honum sé úthlutað eftir settum reglum. Hluti fari til útlendinga eftir gerðum samningum en megnið renni til íslenskra útgerða. Ljóst er að í endurgjaldslausri úthlutun ráðherra á tugmilljarða aflaverðmæti til örfárra innlendra útgerðarfyrirtækja felst stórfelldur gjafagjörningur, hvað sem líður milliríkjasamningum um hlutdeild erlendra ríkja í heildaraflanum. Það gjafafyrirkomulag sem komið hefur verið á í íslenskri fiskveiðistjórnun er afleitt. Hér er ekki átt við kvótakerfið sem slíkt því flestir eru sammála um að nauðsynlegt sé að takmarka aðgengi að viðkvæmri auðlind. Það er hins vegar fráleit útfærsla að afhenda hópi útvalinna aðgang að sameign þjóðarinnar gegn vægu eða engu gjaldi svo sem tíðkast hér á landi. Afrakstur þjóðarinnar af hinni sameiginlegu auðlind verður best hámarkaður með því að nota markaðslausnir til að hámarka tekjur í sameiginlegan sjóð landsmanna. Núverandi fyrirkomulag hlunnfer þjóðina um milljarða og jafnvel milljarðatugi á ári hverju. Þessir fjármunir lenda í vösum hinna útvöldu. En það eru ekki aðeins beinu áhrifin af gjafakvótanum og skorti á samkeppni í sjávarútvegi, sem koma illa niður á íslensku samfélagi. Fyrirtækin útvöldu nota hagnaðinn af gjafakvótanum til að láta til sín taka á ýmsum sviðum íslensks atvinnulífs. Stærstu útgerðarfyrirtækin hafa undanfarin ár fjárfest fyrir milljarðatugi. Þrátt fyrir að nú standi yfir stórfelld endurnýjun fiskiskipaflotans og mikill fjöldi skipa sé í smíðum erlendis hafa stærstu útgerðirnar rífleg fjárráð til að kaupa með manni og mús stærstu fyrirtæki landsins í greinum, sem eru ótengdar sjávarútvegi. Stærsta matvælainnflutningsfyrirtæki landsins er nýlega komið í hendur Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Sama útgerð er ráðandi eigandi Árvakurs með beinum og óbeinum hætti. Samherji keypti Olís auk þess að vera stór hluthafi í Árvakri í gegnum tengd fyrirtæki. Þessar fjársterku útgerðir brengla íslenskan fyrirtækjamarkað. Slíkt bitnar á samkeppni og samkeppnisskortur bitnar ávallt, þegar upp er staðið, á neytendum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira