Dæmigert íslenskt ár framundan Skjóðan skrifar 30. desember 2015 08:15 Um áramótin eru rétt tæpir sextán mánuðir til þingkosninga. Ljóst er að eitthvað mikið þarf að breytast til að núverandi ríkisstjórnarflokkar verði áfram við völd að þeim loknum. Nú verður allt kapp lagt á að ljúka þeim verkefnum, sem eru í raunverulegum forgangi ríkisstjórnarinnar, fyrir kosningar. Biðin getur orðið löng þar til Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur komast aftur að kjötkötlunum, að minnsta kosti tveir einir saman. Ríkisstjórninni hefur mistekist það ætlunarverk sitt að koma kvótanum með varanlegum hætti á hendur þeirra sem nú halda á aflaheimildum. Fyrir liggur að á meðan Ólafur Ragnar Grímsson gegnir forsetaembætti mun þjóðin sjálf fá síðasta orðið um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar, reyni ríkisstjórn að gera róttækar breytingar á kerfinu. Því hefur hann lýst yfir. Ekkert bendir til annars en að Ólafur bjóði sig aftur fram til embættisins og einsýnt að enginn mótframbjóðandi er líklegur til að fella hann. Því blasir við að forgangsmál ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum nær ekki í gegn. Á árinu 2015 hefur ríkisstjórnin lagt allt kapp á að ljúka uppgjöri við slitabúin. Við það uppgjör falla ýmsar helstu eignir slitabúanna í hendur ríkisins. Þar á meðal er Íslandsbanki og í raun og veru Arion banki einnig. Þar með á ríkið tvo banka nánast að fullu og ræður miklu um ráðstöfun þess þriðja. Þeir sem fá að eignast stóru bankana munu ráða Íslandi næstu árin. Á liðnum misserum og árum hefur ýmsum bitum verið ráðstafað úr bönkunum til vildarvina þeirra. Þar á meðal má nefna Borgun, Haga og Símann. Þessi fyrirtæki eru þó sem brauðmylsna samanborið við bankana sjálfa. Ríkisstjórnin hefur aðeins rúmt ár til að stýra einkavæðingu nýja bankakerfisins og tryggja að ráðandi hlutur í þeim lendi ekki í höndunum á vandalausum. Það er stóra verkefnið á árinu 2016. Það verður svo huggun harmi gegn að þó að ekki hafi tekist að færa eignarhaldið á þjóðarauðlindinni varanlega í fang örfárra stórra útgerðarfélaga þá ræður sá þjóðarauðlindinni, sem á bankana, því bankarnir eiga veð í kvótanum. Þess vegna liggur svo mikið á að ljúka uppgjöri slitabúanna með samningum, sem ekki virðast vera sérlega hagstæðir fyrir íslenska ríkið og íslenska skattgreiðendur. Öllu máli skiptir að komast yfir eignirnar og þá helst nýju bankana. Þeim verður komið snarlega í verð fyrir kosningarnar 2017 og söluverðið verður lágt, enda engir útlendingar sem hafa minnsta áhuga á að eignast íslenskan banka. Bankarnir fara í hendur nokkurra stórra lífeyrissjóða og meðreiðarsveina þeirra. Árið 2016 verður dæmigert ár í íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi. Gleðilegt ár! Borgunarmálið Skjóðan Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Um áramótin eru rétt tæpir sextán mánuðir til þingkosninga. Ljóst er að eitthvað mikið þarf að breytast til að núverandi ríkisstjórnarflokkar verði áfram við völd að þeim loknum. Nú verður allt kapp lagt á að ljúka þeim verkefnum, sem eru í raunverulegum forgangi ríkisstjórnarinnar, fyrir kosningar. Biðin getur orðið löng þar til Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur komast aftur að kjötkötlunum, að minnsta kosti tveir einir saman. Ríkisstjórninni hefur mistekist það ætlunarverk sitt að koma kvótanum með varanlegum hætti á hendur þeirra sem nú halda á aflaheimildum. Fyrir liggur að á meðan Ólafur Ragnar Grímsson gegnir forsetaembætti mun þjóðin sjálf fá síðasta orðið um fyrirkomulag fiskveiðistjórnunar, reyni ríkisstjórn að gera róttækar breytingar á kerfinu. Því hefur hann lýst yfir. Ekkert bendir til annars en að Ólafur bjóði sig aftur fram til embættisins og einsýnt að enginn mótframbjóðandi er líklegur til að fella hann. Því blasir við að forgangsmál ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum nær ekki í gegn. Á árinu 2015 hefur ríkisstjórnin lagt allt kapp á að ljúka uppgjöri við slitabúin. Við það uppgjör falla ýmsar helstu eignir slitabúanna í hendur ríkisins. Þar á meðal er Íslandsbanki og í raun og veru Arion banki einnig. Þar með á ríkið tvo banka nánast að fullu og ræður miklu um ráðstöfun þess þriðja. Þeir sem fá að eignast stóru bankana munu ráða Íslandi næstu árin. Á liðnum misserum og árum hefur ýmsum bitum verið ráðstafað úr bönkunum til vildarvina þeirra. Þar á meðal má nefna Borgun, Haga og Símann. Þessi fyrirtæki eru þó sem brauðmylsna samanborið við bankana sjálfa. Ríkisstjórnin hefur aðeins rúmt ár til að stýra einkavæðingu nýja bankakerfisins og tryggja að ráðandi hlutur í þeim lendi ekki í höndunum á vandalausum. Það er stóra verkefnið á árinu 2016. Það verður svo huggun harmi gegn að þó að ekki hafi tekist að færa eignarhaldið á þjóðarauðlindinni varanlega í fang örfárra stórra útgerðarfélaga þá ræður sá þjóðarauðlindinni, sem á bankana, því bankarnir eiga veð í kvótanum. Þess vegna liggur svo mikið á að ljúka uppgjöri slitabúanna með samningum, sem ekki virðast vera sérlega hagstæðir fyrir íslenska ríkið og íslenska skattgreiðendur. Öllu máli skiptir að komast yfir eignirnar og þá helst nýju bankana. Þeim verður komið snarlega í verð fyrir kosningarnar 2017 og söluverðið verður lágt, enda engir útlendingar sem hafa minnsta áhuga á að eignast íslenskan banka. Bankarnir fara í hendur nokkurra stórra lífeyrissjóða og meðreiðarsveina þeirra. Árið 2016 verður dæmigert ár í íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi. Gleðilegt ár!
Borgunarmálið Skjóðan Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira