21 gramm Ívar Halldórsson skrifar 31. desember 2015 15:50 Það gleður mig að lesa um vaxandi kirkjusókn nú yfir hátíðirnar. Það eru merki um að fólk skammist sín minna og minna fyrir sínar sannfæringar, trú og hefðir. Það eru merki um að fólk þori að synda á móti „tískustraumum“. Bubbi sagði á Þorláksmessutónleikum sínum um daginn að það sé ekki í tísku að trúa í dag. Hvernig getur viðurkenning á tilvist einhvers verið tískufyrirbrigði? Þetta er eins og að segja að það sé ekki í tísku að trúa á tilvist forsetans. Ef Guð er raunverulegur, breyta hvorki tískustraumar né hverfull smekkur fólks þeirri staðreynd. Vísindin ein megna ekki að svara öllum spurningum okkar. Þau geta t.d. ekki útskýrt hvernig efni þau, sem mótuðu okkur, komust til meðvitundar og sjálfsvitundar. Vísindin geta ekki útskýrt hvaða efnahvörf ættu að hafa myndað t.d. samvisku, gleði og ást, sem einkenna okkar mannlega eðli. Ef tilfinningar okkar og hugsun væru eingöngu afleiðingar tilviljunarkenndra efnahvarfa, væri í raun erfitt og jafnvel ósanngjarnt að halda fólki ábyrgu fyrir eigin gjörðum. Hinn virti Dr. Duncan MacDougall komst með sínum rannsóknum að því að þegar persóna deyr léttist hún um u.þ.b. 21 grömm og rekur hann þennan þyngdarmun til sálarinnar þegar hún yfirgefur líkamann. Mjög athyglisvert ef rétt er. Vísindin hafa nefnilega ekki getað sýnt okkur, útskýrt né rannsakað sálina sjálfa - aðeins áhrif hennar og afleiðingar. Þau hafa heldur ekki komist að því hvert sálin fer þegar við deyjum. Þótt mannslíkaminn samanstandi af frumefnum er okkar ósýnilega sál/persóna varla úr geimryki gerð - því þá gætum við væntanlega séð hana og þreifað á henni. Það er því í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að trúa á það sem ósýnilegt er. Við virðumst hvort sem er gera það nú þegar. Er við horfum á stórkostlegan alheim sem fullur er af alls kyns undrum, sjáum við um leið ummerki um stórkostlegan arkitekt; arkitekt sem við getum þó ekki séð með berum augum frekar en okkar eigin sál. Vísindamenn hafa reyndar viðurkennt, að líkurnar á því að alheimurinn og lífið sem í honum býr sé tilviljun ein, séu svo gífurlega litlar, að frá sjónarhorni stærðfræðinnar eru þær hreinlega ómarktækar. Það er því í raun ekkert heimskulegra að trúa á tilvist Guðs, en að trúa á tilvist eigin sálar/persónu sem ekki er hægt að sjá með berum augum. En til að finna almáttugan Guð þurfum við að fara út fyrir kassann - leita út fyrir ramma vísindanna. Hvert skyldu grömmin okkar fara þegar við gefum upp öndina? Kannski eru þeir sem sækja kirkjur í dag á réttri leið með að finna svarið við þessari stóru spurningu. Gleðilegt kirkjuár! Ívar Halldórsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Halldór 05.04.2025 Halldór Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Það gleður mig að lesa um vaxandi kirkjusókn nú yfir hátíðirnar. Það eru merki um að fólk skammist sín minna og minna fyrir sínar sannfæringar, trú og hefðir. Það eru merki um að fólk þori að synda á móti „tískustraumum“. Bubbi sagði á Þorláksmessutónleikum sínum um daginn að það sé ekki í tísku að trúa í dag. Hvernig getur viðurkenning á tilvist einhvers verið tískufyrirbrigði? Þetta er eins og að segja að það sé ekki í tísku að trúa á tilvist forsetans. Ef Guð er raunverulegur, breyta hvorki tískustraumar né hverfull smekkur fólks þeirri staðreynd. Vísindin ein megna ekki að svara öllum spurningum okkar. Þau geta t.d. ekki útskýrt hvernig efni þau, sem mótuðu okkur, komust til meðvitundar og sjálfsvitundar. Vísindin geta ekki útskýrt hvaða efnahvörf ættu að hafa myndað t.d. samvisku, gleði og ást, sem einkenna okkar mannlega eðli. Ef tilfinningar okkar og hugsun væru eingöngu afleiðingar tilviljunarkenndra efnahvarfa, væri í raun erfitt og jafnvel ósanngjarnt að halda fólki ábyrgu fyrir eigin gjörðum. Hinn virti Dr. Duncan MacDougall komst með sínum rannsóknum að því að þegar persóna deyr léttist hún um u.þ.b. 21 grömm og rekur hann þennan þyngdarmun til sálarinnar þegar hún yfirgefur líkamann. Mjög athyglisvert ef rétt er. Vísindin hafa nefnilega ekki getað sýnt okkur, útskýrt né rannsakað sálina sjálfa - aðeins áhrif hennar og afleiðingar. Þau hafa heldur ekki komist að því hvert sálin fer þegar við deyjum. Þótt mannslíkaminn samanstandi af frumefnum er okkar ósýnilega sál/persóna varla úr geimryki gerð - því þá gætum við væntanlega séð hana og þreifað á henni. Það er því í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að trúa á það sem ósýnilegt er. Við virðumst hvort sem er gera það nú þegar. Er við horfum á stórkostlegan alheim sem fullur er af alls kyns undrum, sjáum við um leið ummerki um stórkostlegan arkitekt; arkitekt sem við getum þó ekki séð með berum augum frekar en okkar eigin sál. Vísindamenn hafa reyndar viðurkennt, að líkurnar á því að alheimurinn og lífið sem í honum býr sé tilviljun ein, séu svo gífurlega litlar, að frá sjónarhorni stærðfræðinnar eru þær hreinlega ómarktækar. Það er því í raun ekkert heimskulegra að trúa á tilvist Guðs, en að trúa á tilvist eigin sálar/persónu sem ekki er hægt að sjá með berum augum. En til að finna almáttugan Guð þurfum við að fara út fyrir kassann - leita út fyrir ramma vísindanna. Hvert skyldu grömmin okkar fara þegar við gefum upp öndina? Kannski eru þeir sem sækja kirkjur í dag á réttri leið með að finna svarið við þessari stóru spurningu. Gleðilegt kirkjuár! Ívar Halldórsson
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun