21 gramm Ívar Halldórsson skrifar 31. desember 2015 15:50 Það gleður mig að lesa um vaxandi kirkjusókn nú yfir hátíðirnar. Það eru merki um að fólk skammist sín minna og minna fyrir sínar sannfæringar, trú og hefðir. Það eru merki um að fólk þori að synda á móti „tískustraumum“. Bubbi sagði á Þorláksmessutónleikum sínum um daginn að það sé ekki í tísku að trúa í dag. Hvernig getur viðurkenning á tilvist einhvers verið tískufyrirbrigði? Þetta er eins og að segja að það sé ekki í tísku að trúa á tilvist forsetans. Ef Guð er raunverulegur, breyta hvorki tískustraumar né hverfull smekkur fólks þeirri staðreynd. Vísindin ein megna ekki að svara öllum spurningum okkar. Þau geta t.d. ekki útskýrt hvernig efni þau, sem mótuðu okkur, komust til meðvitundar og sjálfsvitundar. Vísindin geta ekki útskýrt hvaða efnahvörf ættu að hafa myndað t.d. samvisku, gleði og ást, sem einkenna okkar mannlega eðli. Ef tilfinningar okkar og hugsun væru eingöngu afleiðingar tilviljunarkenndra efnahvarfa, væri í raun erfitt og jafnvel ósanngjarnt að halda fólki ábyrgu fyrir eigin gjörðum. Hinn virti Dr. Duncan MacDougall komst með sínum rannsóknum að því að þegar persóna deyr léttist hún um u.þ.b. 21 grömm og rekur hann þennan þyngdarmun til sálarinnar þegar hún yfirgefur líkamann. Mjög athyglisvert ef rétt er. Vísindin hafa nefnilega ekki getað sýnt okkur, útskýrt né rannsakað sálina sjálfa - aðeins áhrif hennar og afleiðingar. Þau hafa heldur ekki komist að því hvert sálin fer þegar við deyjum. Þótt mannslíkaminn samanstandi af frumefnum er okkar ósýnilega sál/persóna varla úr geimryki gerð - því þá gætum við væntanlega séð hana og þreifað á henni. Það er því í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að trúa á það sem ósýnilegt er. Við virðumst hvort sem er gera það nú þegar. Er við horfum á stórkostlegan alheim sem fullur er af alls kyns undrum, sjáum við um leið ummerki um stórkostlegan arkitekt; arkitekt sem við getum þó ekki séð með berum augum frekar en okkar eigin sál. Vísindamenn hafa reyndar viðurkennt, að líkurnar á því að alheimurinn og lífið sem í honum býr sé tilviljun ein, séu svo gífurlega litlar, að frá sjónarhorni stærðfræðinnar eru þær hreinlega ómarktækar. Það er því í raun ekkert heimskulegra að trúa á tilvist Guðs, en að trúa á tilvist eigin sálar/persónu sem ekki er hægt að sjá með berum augum. En til að finna almáttugan Guð þurfum við að fara út fyrir kassann - leita út fyrir ramma vísindanna. Hvert skyldu grömmin okkar fara þegar við gefum upp öndina? Kannski eru þeir sem sækja kirkjur í dag á réttri leið með að finna svarið við þessari stóru spurningu. Gleðilegt kirkjuár! Ívar Halldórsson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Það gleður mig að lesa um vaxandi kirkjusókn nú yfir hátíðirnar. Það eru merki um að fólk skammist sín minna og minna fyrir sínar sannfæringar, trú og hefðir. Það eru merki um að fólk þori að synda á móti „tískustraumum“. Bubbi sagði á Þorláksmessutónleikum sínum um daginn að það sé ekki í tísku að trúa í dag. Hvernig getur viðurkenning á tilvist einhvers verið tískufyrirbrigði? Þetta er eins og að segja að það sé ekki í tísku að trúa á tilvist forsetans. Ef Guð er raunverulegur, breyta hvorki tískustraumar né hverfull smekkur fólks þeirri staðreynd. Vísindin ein megna ekki að svara öllum spurningum okkar. Þau geta t.d. ekki útskýrt hvernig efni þau, sem mótuðu okkur, komust til meðvitundar og sjálfsvitundar. Vísindin geta ekki útskýrt hvaða efnahvörf ættu að hafa myndað t.d. samvisku, gleði og ást, sem einkenna okkar mannlega eðli. Ef tilfinningar okkar og hugsun væru eingöngu afleiðingar tilviljunarkenndra efnahvarfa, væri í raun erfitt og jafnvel ósanngjarnt að halda fólki ábyrgu fyrir eigin gjörðum. Hinn virti Dr. Duncan MacDougall komst með sínum rannsóknum að því að þegar persóna deyr léttist hún um u.þ.b. 21 grömm og rekur hann þennan þyngdarmun til sálarinnar þegar hún yfirgefur líkamann. Mjög athyglisvert ef rétt er. Vísindin hafa nefnilega ekki getað sýnt okkur, útskýrt né rannsakað sálina sjálfa - aðeins áhrif hennar og afleiðingar. Þau hafa heldur ekki komist að því hvert sálin fer þegar við deyjum. Þótt mannslíkaminn samanstandi af frumefnum er okkar ósýnilega sál/persóna varla úr geimryki gerð - því þá gætum við væntanlega séð hana og þreifað á henni. Það er því í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að trúa á það sem ósýnilegt er. Við virðumst hvort sem er gera það nú þegar. Er við horfum á stórkostlegan alheim sem fullur er af alls kyns undrum, sjáum við um leið ummerki um stórkostlegan arkitekt; arkitekt sem við getum þó ekki séð með berum augum frekar en okkar eigin sál. Vísindamenn hafa reyndar viðurkennt, að líkurnar á því að alheimurinn og lífið sem í honum býr sé tilviljun ein, séu svo gífurlega litlar, að frá sjónarhorni stærðfræðinnar eru þær hreinlega ómarktækar. Það er því í raun ekkert heimskulegra að trúa á tilvist Guðs, en að trúa á tilvist eigin sálar/persónu sem ekki er hægt að sjá með berum augum. En til að finna almáttugan Guð þurfum við að fara út fyrir kassann - leita út fyrir ramma vísindanna. Hvert skyldu grömmin okkar fara þegar við gefum upp öndina? Kannski eru þeir sem sækja kirkjur í dag á réttri leið með að finna svarið við þessari stóru spurningu. Gleðilegt kirkjuár! Ívar Halldórsson
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson Skoðun